Vikan - 15.12.1949, Blaðsíða 14
14
Jólablað Vikunnar 1949
vötnin, sem eru enn notuð á sinn uppruna-
lega hátt. Vegir liggja um landið þvert og
endilangt. Þegar bifreiðaumferðin kom til
sögunnar, varð að lagfæra gömlu krók-
óttu þjóðvegina. Umferðin er mikil, eink-
um fólks- og vöruflutningar með bifreið-
um. Landið er einnig lagt járnbrautum,
þó ekki mjög þétt, en þær liggja um það
allt, jafnvel norður að heimskautsbaug.
Samgöngurnar við útlönd fara mest fram
sjóleiðina. Nokkur stór skipafélög eru í
landinu og önnur smærri. Eftir stríðið
hafa verið teknar upp allmiklar járn-
brautarsamgöngur við Sovétrikin, en þær
byggjast þó mest á flutningi varnings upp
í stríðsskaðabæturnar.
I Finnlandi er almenn skólaskylda, sem
hefst við 7 ára aldur. Barnaskólanámið
Trjáviðarfloti
er 8 ár. Þau börn, sem eiga að ganga
menntabrautina, fara eftir 4 ár í gagn-
fræðaskóla (mellanskóla) og eru í þeim
í 5 ár. Þar á eftir kemur þriggja ára nám
í menntaskóla. I efsta bekk menntaskól-
ans er háð skriflegt stúdentspróf samtím-
is um allt landið, og þeir, sem standast
það, eiga rétt til inngöngu í háskólana.
Hið f jölbreytta atvinnulíf krefst margs-
konar sérskóla, svo sem landbúnaðar-,
mjólkurvinnslu-, handverks-, iðnaðar-,
verzlunar- og sjómannaskóla, auk annarra.
Flestir þessir skólar miða inntökuskil-
yrðin við barnaskólamenntun, en við suma
skóla eru inntökuskilyrðin strangari og
námið víðtækara.
Finnar eiga allmiklar bókmenntir. Þeir
eru bókhneigð þjóð og á mörgum heimil-
um eru bókasöfn, enda þótt þau séu ekki
stór. Á stríðsárunum kom mikið út af
ódýrum skemmtibókum, sem voru mikið
lesnar. Eftir hið svonefnda vetrarstríð bar
einkum mikið á minningabókmenntum
Allir sem gátu, birtu stríðsminningar
sínar, hvort sem þær voru frá vígvöllun-
um eða úr heimahögum. Eftir friðinn
1944 setti hið nýja stjórnmálaviðhorf
stimpil sinn á bókmenntirnar. Nú hafa
eldri stefnurnar að nokkru leyti unnið
aftur stöður sínar innan bókmenntanna.
— Þess ber að geta, að bókmenntir Finn-
lands eru ritaðar á tveim tungumálum:
finnsku og sænsku. Finnsku bækurnar
koma út í stærri upplögum.
Félags.egar umbætur . fa iar:* vax-.
andi, einkum eftir að landiú varö ajn’f-
stætt. Vinnuverndarlöggjöfin með lögum
um vinnutíma, vinnilsamninga, slysatrygg-
ingu, ellilaun o. fl., er víðtæk. Sjúkrahjálp-
in er erfiðari viðfangs, af því að mikili
hluti landsins er strjálbyggður, en þó eru
héraðslæknar, lyfjabúðir, hjúkrunarkon-
ur og barnfóstrur í velflestum héruðum.
Lítil héraðssjúkrahús og stór aðalsjúkra-
hús eru til víða fyrir þá, sem á hjálp og
hjúkrun þurfa að halda; en þau fullnægja
ekki eftirspurninni, því að það verður æ
almennara, að fólk leiti til sjúkrahús-
anna. Fyrir örvasa gamalmenni eru elli
heimilin, og er eitt slíkt hæli í hverju hér-
aði. Munaðarlausum börnum er komið fyr-
ir á barnaheimilum; auk þess eru hæli
fyrir vangæf börn. Stofnað hefur verið
heilsuverndar fyrir barnshafandi konur
til víðtækrar ráðleggingarstarfsemi til
og allan almenning.
^iiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiliiiiiiliiiilliiiiiiliiiiiiiiiililliIiliiiiiiilliiiuill,li
I VEIZTU -?
■ 1. Af hverju stafar . „rauða rigningin" í
Kína?
i 2. Hvað merkir sögnin að „gasa“?,
i 3. Hvað heitir og hvar er stærsti jökull-
inn á meginlandi Evrópu?
i 4. Hver hefur verið nefndur „faðir fær-
eyska ritmálsins“ ?
í 5. Hvert er stærsta vatn í Danmörku?
i 6. Hvert er suðumark sjóvatns?
i 7. Hvert er suðumark zinks?
I 8. Hver er harka zinks?
i 9. Hver er kemisk formúla fosfórsýru ?
i 10. Eftir hvern er óperan „Cavallería |
| Rusticana" ? i
| 11. Eftir hvern er óperan „Le Coq d’Or? i
i 12. Hvenær var óperan „Martha“ fyrst I
leikin og hvar? |
i 13. Hvað merkir orðið „drómundur"? =
5 14. Hvað merkir orðið „krásari"? i
í 15. Hver var fæða Jóhannesar skírara i |
eyðimörkinni ?
i 16. Hversu lengi hafði Jesús fastað, er i
freistarinn kom til hans? \
i 17. Hvað hét konan, sem Jóhannes skir- i
ari bannaði Heródesi að eiga? Í
= 18. Hafði hún áður átt mann, og hver var =
i það? i
= 19. Hvað sagði Jesús við kanversku kon- i
I una ? 1
i 20. Hvað merkir orðið Jóhannes og ur =
hvaða tungumáli er það komið? i
= 21. Hvar á órangútan-apinn heima ?
i 22. Hvað heita minnstu spendýrin? É
i 23. Hvaða heiti hefur „selsrófa" ? I
Í 24. Hvenær dó Jónas skáld Hallgrímsson ? i
í 25. Hver orti „Lilju" ? ' i
Í Sjá svör á bls. 44. i
*>< ii 111111111111111111111111111111 iiiiniiiiiiiiiii• iiiiminii,mmmuinV'
Loksins tókst Madsen málara að
koma mynd á listasafnið!
Landbúnaðarvélar að verki á stórbýli í Suður-Finnlandi
1111111«*“