Vikan


Vikan - 15.12.1949, Blaðsíða 38

Vikan - 15.12.1949, Blaðsíða 38
38 FELUMYND Finnið þið karlmann á myndinni? \ starði brúnaþungur fram fyrir sig. Undarlegt, að honum skyldi nú fyrst verða Ijóst, að hann hataði Garth. Hann hafði vitað, að hann var hræðilega afbrýðisamur út í Garth, reiður honum, leiður á honum — en hann hafði aldrei fyrr grunað, að hann hataði þann mann, sem — eins og hann alltaf hélt fram — hafði tekið Nödu frá honum með svona óstjórnlegu hatri. Að lokum heppnaðist honum með erfiðleikum að svara: ,,Já, þetta gæti allt verið ágætt, en það er nú ekki eins auðvelt og það lítur út fyrir. Segj- um nú, að ég færi og segði þessa sögu, — ert þú þá alveg viss um, að fólk mundi trúa henni?“ „Hvað áttu við?" Garth hafði staðið upp, og þegar Tony sneri sér við, stóðu þeir augliti til auglitis hvor við annan. „Jæja, — þú ert í mjög slæmri aðstöðu, og mér er ljóst, að þú ert látinn þola vegna þess, sem þú hefur ekki gert. Ég viðurkenni, að ábyrgð- in á Lissu sé mín, og að þú, þegar þú vissir það, tókst að þér að sjá um hana. Þetta fólk er ef- laust mjög auðtrúa, en é g mundi aldrei trúa slíkri sögu, og — þú hefur alls engar sannanir fyrir því, að hún sé sönn.“ „Þetta er hlægilegt," sagði Garth. „Fólk, sem þekkir mig mun vita, að ég tilheyri ekki þeim, sem fela sig bak við aðra — eða fengi þig til að taka söknia á þig til að verja mig sjálfan. Ef það er það, sem þú heldur, að það muni halda.“ Eitthvað við þessi rólegu orð hafði mikil áhrif á Tony, enda þótt Garth, hvorki beint eða óbeint hefði komið með neina ásökun á hendur honum. Hann eldroðnaði. „Jæja, ég hugsa, að þú munir það, sem ég sagði þér um Bulverton ?“ „Hef ég ekki gert þér ljóst, að Bulverton hefur mikið að segja í þessu máli?“ spurði Garth óþolinmóður. „Og heldur þú, að minnstu líkur væru fyrir því, að hann styrkti flug mitt, ef ég kæmi fram og segði, að ég væri hinn seki ? Fái hann að vita það, hættir hann við allt." „Jæja, þá geturðu fengið einhvern annan til að styðja þig fjárhagslega," sagði Garth. „Það get ég ekki. Ég er búinn að vera, ef hann bregzt." „Mér þykir það leitt, Tony,“ sagði Garth ró- lega, ,,en ég er hræddur um, að engin önnur leið sé fyrir höndum. Ég get ekki haldið loforð mitt.“ Tony beit á vörina. „Heyrðu, Garth. Innan tíu daga fer ég, og þegar ég er kominn af stað, getur Bulverton ekki hætt við það. Þú mátt þá segja það, sem þú vilt.“ „Mér þykir það leitt, en það verður of seint Þetta mál á að útkljá í þessari viku.“ „Heyrðu nú, Garth," — Tony lét skyndilega grímuna falla — „þú skalt ekki halda, að ég hafi í huga að eyðileggja alla mína framtíð, aðeins vegna þess að þú vilt eyða því, sem eftir er ævi þinnar í að gera þig að fífli vegna hálfvita á sjúkrahúsi, þegar þú ,— eins og ég þegar h e f sagt þér — gætir unnið helmingi meiri peninga, ef þú starfaðir alveg sjálfstætt. Þó að þeii* reki þig, ert þú ekki búinn að vera. Þegar allt kem- ur til alls, hefur þú sjálfur komið þér í þetta mál, af því að þú gazt ekki annað en skipt þér af mínum einkamálum, og svo heimtar þú, að ég — núna, á óþægilegasta augnabliki — taki á mig ábyrgðina?" „Þú neyðist til þess," sagði Garth ákveðinn. „Hamingjan góða, Tony, þú talar um, að ég yfir- gefi sjúkrahúsið. Það er engin leið til að útskýra fyrir þér, hvað það myndi þýða fyrir mig. En jafnvel þótt ég væri fús til að sjá allt lífsstarf mitt bókstaflega hrifsað frá mér — hvað þá um Nödu? Heldur þú, að ég geti rólegur horft á, að það nafn, sem hún hefur gert mér þann heiður að bera, verði atað í hneyklisfor? Bíddu augnablik! Þegar ég lofaði þér, að koma þér út úr þessu, grunaði mig ekki, hvað þetta Ioforð mundi kosta mig. En þar eð þetta er komíð fyrir, álít ég mig lausan við loforðið, hversu óþægilegt sem það kann að vera fyrir þig. Svo að ef þú segir ekki sjálfur sannleikann, er ég hræddur um, að ég verði neyddur til þess." Tony beit á jaxlinn. „Þú getur álitið þig lausan við Ioforðið um leið og ég er lagður af stað, en ef þú reynir að láta Búlverton komast að þessu, þá segi ég, að þú skjótir skuldinni á mig til að forða sjálfum þér. Og hvernig heldurðu að Nada muni líta á það?" Augnablik varð dauðaþögn. Garth var alveg lamaður. Honum fannst hann ekki hafa getað heyrt rétt. Svo — þegar honum varð Ijóst, að Tony ætlaði að endurgreiða allt það, sem hann hafði gert fyrir hann með svikum, var eins og hann félli saman. Eins og svo margar manneskj- ur, sem geta haft stjórn á skapi sínu, gat hann orðið glóandi af reiði, ef hún var vakin. Órétt- læti, grimmd, lítilmennska, gat allt vakið þessa reiði hans. Hann sá bókstaflega stjörnur, og á næsta augnabliki mundi hann hafa ráðist á Tony, ef síminn á skrifborði hans hefði ekki hringt í því. Hann hafði átt von á þessari thringingu. Hann sneri sér við og tók upp heyrnartólið. Jólablað Vikunnar 1949 Samtalið var mjög stutt, og þegar hann lagði heyrnartólið á aftur, leit hann á Tony. „Við getum ekki rætt þetta mál frekar núna," sagði hann. „Ég verð að fara nú þegar. Ég hef sagt mitt síðasta orð, og þú getur gert hvern fjandann, sem þú vilt, en ég tilkynni nú þeim manneskjum, sem hafá áhuga á að vita það, nafnið á þeim, er tældi Lissu." „Þá verður það þitt loforð gegn mínu, — og það mun ekki koma þér að miklu gagni," svar- aði Tony um leið og hann fór út. Enda þótt Garth færi fram strax á eftir Tony, va.r Tony samt þegar kominn út úr húsinu, þeg- ar Garth tók við hatti sínum og sagði við Annie, sem kom út úr svefnherberginu: „Segið frú Rosslyn, að ég neyðist til að fara niður í Wimpole Street. En ég býst ekki við að koma seint fieim." „Já, læknir." Þegar hann hljóp niður tröppurnar, snerust hugsanir hans þegar um sjúklinginn, sem hann var að fara til. Yfirhjúkrunarkonan hafði aðeins beðið hann að koma, af því að sjúklingurinn var mjög veikur, og þegar hann flýtti sér út á göt- una, tók hann ekki einu sinni eftir, að bíll Tonys var þar ,enn. Er Garth hljóp hratt niður tröppurnar, hafðí Tony falið sig í skugganum þar undir. Hann stóð þar kyrr, þangað til hann heyrði, að Garth var farinn. Þá gekk hann upp tröppurnar. Annie opnaði dyrnar, og hann sagði með þessu sigrandi, kurteisa brosiý sem gerði allar konur að auðmjúkum þrælum hans. „Mér þykir mjög leitt, að þurfa að ónáða yð- ur aftur, en ég gleymdi, að ég hafði fréttir að færa frú Rosslyn. Get ég farið inn til hennar. Þarna inni —? Nei, þér þurfið ekki að tilkynna komu mína." Hann opnaði dyrnar, gekk inn og lokaði þeim á eftir sér. Nada leit upp frá bókinni, sem hún var að lesa. Svo stóð hún hratt upp. Tony stóð við dyrnar og horfði á hana, og er hann sá hana, vaknaði aftur gamla, ástríðufulla þráin. Það var skyndilega eins og hatrið sem hann hafði á Garth, hefði margfaldað ást hans á eiginkonu Garths. MAGGI OG RAGGI Teikning eftir Wally Bishop. 1. Raggi: Bíðið þið strákar. Ég ætla heim ti) þess að fá mér að drekka. Siggi: Ég kem með! Toggi: Og ég líka. 2. Siggi: Komið þið, strákar. Við erum að fara heim til Ragga til þess að fá okkur vatn að drekka! 3. Raggi: Það er nóg af glösum I bollaskápn- um! 4. Amma: Þvílík aðkoma! f

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.