Vikan


Vikan - 15.12.1949, Blaðsíða 26

Vikan - 15.12.1949, Blaðsíða 26
26 ' Jólablað Vikumiár 1949 Nokkrar nýjar bækur Islenzk nútímalýrikk. Þorleiíur bókbandsmeistari Gunnarsson hefur verið kostnaðarmaður nokkurra bóka, sem komið haía út á undanförnum árum. Allt hafa það verið góðar bæk- ur, hver á sihn hátt, einsog búast mátti við af honum. Hann er fróð- iéiksmaður og sérstaklega ljóðelskur óg nú hefur hann gerzt kostnaðar- maður að ljómandi fallegri bók og vandaðri. Heitir hún „Islenzk nútíma- lýrikk“, úrvalskvæði eftir þrjátíu skáld, en Kristinn E. Andréssop og Snorri Hjar-tarson gáfu út, og segja þeir m. a. í formálsorðum: „Lengi má um það deila hvar leita skal upp- taka nýrrar ljóðlistar á Islandi, hverj- i.t; séu nútímaskáld í raun réttri og hverjir ekki. Við tókum það ráð að láta kvæðasafn þetta hefjast á þeim skáldum, sem komu fram upp úr aldamótunum síðustu og heyra þess- ari öld éinni. 1 ljóðum þeirra kveður við nýjan tón og harla ólíkan þeim, er setur mestan svip á hinn stór- brotna kveðskap næstu kynslóðar á nndan, þau eru ný skáld á nýrri öld og gætir áhrifa þeirra enn í dag, þó að vísu hafi blásið af.ýmsum áttum síðan“. Er þar skemmst af að segja, að í þessari bók er fjöldi gullfallégra kvæða, enda eru útgefendur og kostn- aðarmaður vel kunnugir í þessum skáldaskógi. Hvað ytri gerð bókar- innar snertir má sérstaklega hæla bandinu, það er sterkt, fallegt og einkar vel unnið. „Islenzk nútíma- lýrikk" er prentuð i Steindórsprenti. Árbók Ferðafétags Islands. Ferða- félagið ætti flestum öðrum félögum skilið að heita og vera „félag allra landsmanna". Það hefur með afar markvissu starfi unnið á ákaflega heilbrigðan hátt að því, að Islend- ingar kynntust landi sínu og lærðu að meta náttúrufegurð þess og kosti. Til þessa hefur Ferðafélagið notið forustu ötulla hæfileikamanna, sem vissu hvað þeir gerðu í leiðbeinenda- starfi sínu. Ferðir félagsins, hinir sérkennilega menningarríku fundir þess og ekki sízt árbækurnar, sem hafa orðið fjölda manns að beinu gagni í ótal ferðum og ótal öðrum til lestraránægju, eru svo mikils virði, að sem flestir Islendingar ættu að styðja þessa starfsemi með beinni þátttöku í henni. Síðasta árbók Ferðafélags Islands, sem er nýkom- in út, er um Norður-ísafjarðársýslu, eftir Jóhann Hjaltason skólastjóra, ásamt bókarauka eftir Þorleif Bjarnarson rithöfund, um sjóleiðina norðan af Hornströndum til Isafjarð- ar og inn um Djúp að sumar- og vetrarlagi. Árbókina prýða, í þessa orðs réttu merkingu, um sextíu mynd- ir. Fyrir þá, sem ferðast hafa um þennan mikilúðuga landshluta og þykir vænt um hann er þessi árbók Ferðafélagsins mjög kærkomin og hinum ætti hún að vera til mikils fróðleiks og uppörfunar til að leggja á brattann: ferðast um Vestfirði. -— Vikan vonar að geta, áður en langt v.m líður, minnst þessarar árbókar betur og birt myndir úr henni. Móðir mín. Bókfellsútgáfan hefur oft verið slungin í vali verkefna sinna, þó er okkur nær að halda, að hún hafi sjaldan valið betur en þegar hún tók upp á því að safna til bókarinnar „Móðir mín“. Þetta er efni, sem öll- um heilbrigðum mönnum er hugljúft og þarna skrifa tuttugu og sex konur og menn um mæður sínar. Sumar greinarnar eru perlur og á öllum þeirra má eitthvao græJa. ýmsar greinarnar eru ekki siður lýsingar á þeim, sem skrifa þær en þeim, er þær fjalla um, og er það stundum fróð- leg lesning. Það er gott verk að gefa út svona bók. Elisabet Englwndsdrottning. Vel skrjfaðar bækuV um forustumenn þjóða, umhverfi þeirra og fram- kyæmdir eru alltaf skemmtilegt lestrarefni. Englendingar hafa lengi verið öndvegisþjóð, þeir eru ekki mjög langt undari landi okkar og ýmislegt hafa Islendingar haft sam- an 'við þá að sælda,. svo að trúlegt má þykja að af þeim ástæðum einum 'fý£i marga landana aj glugga í sögu þeirra. John E. Neale er maður nefnd- ur. Háhn er fæddur í Liverpool 1890, var prófessor í sögu við háskólann í Manchester 1925—27, en er nú . prófessor i sögu Englands við Lund- únarháskóla. Um liann er sagt, að hann sé talinn allra manna fróð- astur um Elísarbetar-öldina, og þessi ævisaga hans þykir einhver sú bezta og skilríkasta, sem rituð hefur verið um Elísabetu. Magnús Magnússon íslenzkaði bókína, Jakob Smári þýddi kvæðin, útgefandi er Hannes Jónsson, en bókin er prenfuð í Isafoldarprent- smiðju. Stafabók barnanna. Blaðinu hefur borizt Stafabók barnanna. Er þetta myndskreytt stafabók, prentuð í-lit- um og hin vandaðasta að frágangi. Hver stafur stafrófsins hefur sína síðu í bókinni. Þá er og vísa eftir Stefán Jónsson, um hvern staf, og fylgir Mikki Mús mynd hverri síðu. Á forsíðu kversins er stór litmynd af börnum í jeppa. Má gera ráð fyrir að bók þessi verði vinsæl meðal yngstu lesendanna, enda fullnægir hún stöðugt vaxandi eftirspurn eftir snotri stafa-, mynda- og vísnabók. Hofstaðabrœður o<j fleiri sögur. Sögur séra! Jónasar Jónassonar frá Hrafnagili voru mikið lesnar, er þær komu út, en flestar þeirra voru ekki orðnar tiltækijegar almenningi síðustu áratugina, unz Jónas og Halldór Rafnar hófu það þarfaverk að gefa þær út að nýju. 1 fyrsta bindi þessarar heildarútgáfu skáld- sagna séra Jónasar voru sakamála- sögur, í öðru bindinu Jón halti og fleiri sögur og nú er þriðja og síð- aáta bindið koipið og heitir Hofstaða- bræður og fleiri sÖgur. Auk titiísög- unnar eru í þessu þykka bindi Yfir- menn og undirgefnir, Björn í Gerð- um, Offrið, Frelsisherinn, Þriggja pela flaskan, Hestavinirnir, Utför séra Sigurðar, Jólasögur. Jedók, I-íungurvofan, Guð á þig samt, Sigur, Myndirnar, Fjórar dýrasögur. Þa3 eru allir ósviknir af að kaupa og lesa Rit Jónasar Jónassonar frá Hrafnagili og unga fólkið ætti ekki EÍ~t að lesa þau. Séra Jónas var mjög fjölfróður og í sögum hans eru merkilegar þjóðlífsmyndir. Mætti t. d. benda á söguna Hungurvofan í þessu bindi. Hún er átakanleg og skýr mynd frá harðindum fyrri tíma. SPANSKFLUGAN Gamanleikur eftir Arnold og Bach Innan Góðtemplarareglunnar í Reykjavík ey starfandi leik- félag, og fimmtudaginn 24. þ. m. hafði það frumsýningu í Iðnó á gamanleiknum Spansk- flugunni eftir Arnold og Bach. Spanskflugan er léttur og ekki óskemmtilegur gamanleikur, og hefur Leikfélag Templara sýnt í því mikinn dugnað að koma hon- um á svið. Leikstjóri var Einar Pálsson, og var mikill hraði í leikritinu og víða kraftur, en stundum var eins og það félli niður, og má ekki taka of hart á slíku, þar sem næstum eingöngu var um viðvaninga að ræða. Stundum var þó eins og grípa þyrfti til nokkuð annarlegra tiltækja. Einar Pálsson færði leikritið að íslenzkum staðháttum, og fór mjög vel á því. Guðbrandur Jónsson þýddi leikritið. Arnold og Bach eru 'góð- kunnir fyrir gamanleiki sína hérlendis. Margir þeirra hafa verið teknir til sýninga af Leik- félagi Reykjavíkur, og má geta þess, að Leikfélag Reykjavíkur sýndi Spanskfluguna fyrir þrettán árum. Lúðvík Klinke lék Gissur Pálsson. Emmu, konu Klinkes, lék Emelía Jónasdóttir, Pálu, dóttur þeirra, lék Gerður Hjör- Patriciá Roc í nýtízku nærfötum frá París. (Frá J. Arthur Rank, London). Ieífsdóttír. Zóphonías lék Þór- hallur Björnsson. Hinrik Horn- fjörð lék Guðjón Einarsson. Aðrir leikendur voru: Sólveig Jóhannsdóttir, Valdimar Lárus- son, Karl Sigurðsson, Einar Hannesson, Númi Þorbergsson, Sigríður Jónsdóttir og Margrét Björnsdóttir. Af leikendunum báru þau Emilía og Guðjón mjög af, enda eru þau bæði all- vön sviðinu. Leikritinu var mik- ill styrkur að þeim. Leikritinu virtist vel tekið. f leikslok var lófatak og blóm. E. Þær klæðast engum vetrarbún- ingum þessar ungu stúlkur, þótt komið sé fram á veturinn! Þær eru ensku leikkonurnar Lana Morris (t. v.) og Barbara Murray. (Frá J. Arthur Rank, London). Eins og gengur — Kaupsýslumaðurinn leitar nýrra markaða!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.