Vikan


Vikan - 15.12.1949, Blaðsíða 17

Vikan - 15.12.1949, Blaðsíða 17
Jólablað Vikunnar 1949 17 Borgin Annecy í Prakklandi gaf nýlega Jeanne d’ Arc-klukku eina söfnuði nokkrum í New York. Spell- man kardínáli veitti gjöfinni viðtöku ásamt Vincent Impelitteri, borgar- stjóra. Islenzk börn eiga sennilega illt með að trúa því, að til séu víða um heim jafnaldrar þeirra, sem aldrei hafa séð snjó. En þessu er samt svo farið. .— Þessi börn, sem eiga heima í Wyoming í Bandaríkjunum búa sér til snjókerlingu úr fyrsta snjónum, sem þau sjá falla þar i landi sínu. Þessi gömlu hjón hafa lifað í hamingjusömu hjónabandi 70 ár. En það er raunar ekki það merkilegasta, heldur hitt, að þau eru há-amerísk að ætt og hafa alið allan aldur sinn í nágrenni Hollywood, sem þótt hefur lengi ein helzta gróðrarstía hjónaskilnaða og frjálsrá ásta! En gömlu hjónin giftu sig líka árið 1879! Náunginn, sem hér sést á myndinni, er þekktur knattspyrnumaður í Vesturheimi, Dom DiMaggio að nafni, og var myndin tekin, er hann var að aka úr kirkjunni með brúði sína. Góðir knattspyrnumenn eru mjög í hávegum hafðir víða erlendis meðal alþýðu manna. Þegar Pandit Nehru forsætisráð- herra á Indlandi var á ferð í New York í haust, hélt indverski sendi- herrann veizlu honum til heiðurs í Waldorf-Astoria-hótelinu. Til veizl- unnar var boðið mörgu stórmenni. m. a. Visinski utanríkismálaráðherra Rússa, sem jafnan situr þing Sam- ■einuðu þjóðanna. Rex Stewart leikur á tröppum Chailoot-hallarinnar í París. Rita Hayworth situr þarna á skinnklæddum sleða uppi á regin- fjöllum í Sviss. Aly Khan, maður hennar, snýr baki að myndavélinni.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.