Vikan


Vikan - 15.12.1949, Blaðsíða 11

Vikan - 15.12.1949, Blaðsíða 11
Jólablað Vikunnar 1949 11 EIRÐARLA UST LÍF Framhaldssaga Eftir ANN DUFFIELD. „Nei, nei!“ Henni fannst hún aftur verða hjálp- arvana, hún gat engin orð fundið. „Þér — þér eruð óþolandi! Ég hef sagt, að ég get ekki þolað yður, og þar með er það útkljáð mál. Gerið það fyrir mig að sleppa mér!“ En hann sleppti henni ekki. Hönd hans brenndi sig gegnum þunna kjólinn hennar og inn í merg og bein og hún hugsaði: „Ég verð merkt hér alla aevi, hér hefur Tyrki lagt á hönd sína, ó, það er hræðilegt!" Og samt gerði hún enga tilraun til þess að losa sig. Stoltið bannaði henni það og eðlishvötin meinaði henni það. Það þurfti ekki stóran neista til þess að kveikja mijjið bál. „Ég orka meira á yður, en nokkur annar mað- ur,“ endurtók hann. Og það sem var mest auðmýkjandi var það, að hann sagði satt. Beatrice, sem hataði og óttað- ist þennan mann og jafnframt fyrirleit hann vegna hins framandi blóðs, sem rann í æðum hans — austurlenzkt blóð — fann, að hann orkaði á hana öðru vísi en hún hafði áður fundið. Hann vakti hjá henni frumstæðar kenndir, sem hún varla gat hamið. Það var ekki ást, langt því frá, það var einhver likamleg tilfinning, ægileg- ur aðdráttur, hrap, hrap. Fegurð hans, styrkur hans, vilji hans og lífsfjör gagntók hana. Hún dáðist að honum í rauninni fyrir þessa hræðilegu töfra og hún gat ekki annað en fyrirlitið sjálfa sig fyrir að gera það. „Er það ekki svo?“ spurði Mustapha blíðlega. En það var enginn aftúrkreisingur, sem hann hélt á í greip sinni. Hún leit upp rólega og sagði: „Mér dettur ekki í hug að neita því, að þér hafið aðdráttarafl, Mustapha Aziz. Og undir venjulegum kringumstæðum ættuð þér að vinna sigur. En í þetta skipti tapið þér.“ Allt í einu sleppti hann áf henni takinu — hún sá, að hann kipptist við og hrökk í kút. Orð hennar, sem voru bitur og sögð með ægilegri fyrirlitningu sviðu í brjósti hans.' Loksins, loksins hafði henni tekizt að koma á hann höggi. Eitt andartak sat hann hljóður, svo mælti hann: „Það er þá engin von, Beatrice?" „Hef ég ekki margoft svarað þessu?“ Hún var þreytt á þrautseigju hans. „Ég mundi ekki gift- ast yður, þótt ég yrði að deyja að öðrum kosti. Þér neyðið mig til þess að tala svona.“ „Þér viljið ekki einu sinni léyfa mér að reyna að vinna ástir yðar? Hef ég ekki sama rétt til þess og aðrir?" „Nei! Vitið þér ekki hvað er sæmandi? Þér eruð ekki alltaf svona tornæmur “ „Þér eigið við — —“ „Ég á við, að hjúskapur hjá okkur----------Æ, þér megið ekki neyða mig til þess að segja það!“ „Segja hvað?" „Erum við ekki af ólíku þjóðemi?" hrópaði hún ráðvillt og æst. „Er það venjan, að kona af mínu þjóðerni, giftist manni af yðar þjóð? Get- ið þér ekki séð, hvað þetta er mikilvægt í mín- um augum?" Hún sá að fallega andlitið hans var náfölt, hann brosti eitt andartak, undarlegu kisubrosi. Það hvarf samstundis. „Það er þá þannig!" sagði hann rólega. „Mér þykir fyrir þessu. Ég hefði ekki átt að segja þetta, en þér skiljið----“ „Já, ég skil," svaraði hann. „Munduð þér vilja, að systir yðar giftist manni af minni þjóð?" Hann brosti aftur sínu gamla brosi og leit vingjarnlega á hana. „Nei, það vildi ég! Alveg rétt hjá yður. En ég gæti aldrei komið í veg fyrir það. Ástin brýt- ur öll bönd jafnvel þjóðernishlekki, Beatrice." „Ekki alltaf!“ „Við sjáum, hvað setur — —“ „Ég bið yður-------“ Rödd hennar var þreytu- leg og sár. „Verið óhrædd," sagði hann snögglega, „ég skal ekki plága yður meira. Ef ég held áfram að vona, er það mitt einkamál. Þér sjáið það ef til vill seinna í öðru ljósi. Og ef svo skyldi verða, munið þér það, að ég er alltaf yðar þjónustubú- inu, ég bíð eftir yður, Beatrice!" „Mustapha — ég hef sagt yður — ég get ekki ' þolað —“ „Það er ekkert að þola. Ég heiti yður því, að ég mun aldrei gera yður neitt óviðurkvæmilegt. Ef þér skiptið um skoðun, þá komið til min. Ég hef sagt yður allt, sem mér lá á hjarta. 1 næsta skipti eigið þér að tala.“ ,,Nœsta skipti kemur aldrei! Og viljið þér nú fara — og gleyma þessu. öllu saman?" „Ég get ekki gleymt. Ég elska yður. Ég vil að að þér verðið konan mín. En þér getið reitt yður á loforð mitt. Ég skal ekki ganga á eftir yður.“ „Þakka yður fyrir,“ svaraði hún lágt. Svo sagði hún: „Mustapha — við verðum að láta sem við séum vinir — föður mins vegna.“ „Erum við þá ekki vinir?“ „Erum viðf Ég efast um það! En faðir minn má ekkert vita. Ég get ekki hugsað mér að hann viti neitt." „Auðvitað fær hann ekkert að vita, fremur en aðrir. Og við — þér og ég — höldum við okkar gamla sambandi. Er það ekki syo sem þér viljið hafa það?“ „Jú,“ hvislaði hún. „Verður það erfitt?" spurði hann angurvært. „hatið þér mig svona mikið, Beatrice?“ „Ég hata yður ekki, Mustapha." „Þér gefið mér örlítinn vonarneista og á hon- um mun ég lifa,“ sagði hann glaðlega. ,,Og nú fer ég. Verið óhrædd, barnið mitt. Allt skal vera óbreytt." Hann reis á fætur, laut yfir hana, greip um hönd hennar og þrýsti hana, eins og hann vildi þar með leggja ríkari áherzlu á lof- orð sitt. Svo rétti hann aftur úr sér og án þess, að hann liti um öxl, gekk hann út úr stofunni. Beatrice sat eftir án þess að hreyfa sig. Hún var mjög föl, hún vissi ekki, hvernig á sig stóð veðrið, allt hringsnerist fyrir sjónum hennar. Andstæðar tilfinningar bærðust i sál hennar: Gremja, reiði og meðaukvun. Hana langaði mest til þess að gráta, en reyndi að halda sér í skefj- um með einbeittum vilja og stolti. Hún vildi ekki gráta. Mustapha Aziz hafði beðið h ennar! „Hvað hef ég gert, að ég eigi þetta skilið? Hvernig get ég verið svo djúpt sokkin í hans augum, að hann leyfi sér að vekja máls í slíku? Hann hlýtur þó að skilja — — Nei, gat hann það? Hún tók að líta rólegar á málið og skyn- samlegar. Mustapha elskaði hana — og ástin er undarlegt fyrirbæri. Hún gleymir öllu! Hann ætlaði auðvitað ekki að særa hana — það var illa gert að líta þannig á málið. Og Mustapha leit náttúrulega ekki á sjálfa sig á svona hátt og Englendingar. Hvernig átti hann líka að gera það ? Hann hafði sagt henni, að hann elskaði hana og hafði boðið henni allt sem hann hafði að bjóða. Það var eklci hans sök, þótt henni fýndist hún auðmýkt. Nei, hún varð að sjá að ■ sér og gleyma eins fljótt og auðið yrði. Það var hið sanna og rétta. Mustapha mundi standa við orði sín — og ekki plága hana. Hún mundi hitta hann eins og áð- ur — vera vingjarnleg og kurteis. Það yrði auð- vitað ekki létt, en hinsvegar alls ekki svo erfitt, að ekki mætti komast í gegnum það. Föður síns vegna varð hún að gera það. Eins og aðstæð- urnar voru, var ekki hægt að segja skilið við Mustapha. „Nú er þessu lokið," sagði hún við sjálfa sig og gekk út á svalírnar til þess að horfa yfir borg- ina og njóta hins góða útsýnis. Hún sá kúpla og turnspírur Stambulborgar bera við him,in, leit yfir gamla borgarhlutann, senA glitraði í silfur- skini. Þarna var hús Mustapha Aziz. Hún hafði rekið hann burt og hann mundi ekki koma aft- ur — því hafði hann lofað henni. Hún var frí og frjáls, en samt virtist henni sem hún hefði misst eitthvað — fagrar dyr höfðu opnazt, nú höfðu þær lokazt að nýju, eitthvað hvarf bak við þær, eitthvað heillandi, dásamlegt •— leynd- ardómsfullt. Aldrei mundi hún hreyfa litla fingur til þess að geta séð, hvað að baki þeim var, en hún vissi, að þar beið hennar stór heimur, fullur af ævintýrum og óskum, sem mundu rætast — ef til vill. Pietro kom út með tebakkann — litla andlit- ið hans var alltaf hrukkótt af ákafa — en Beatrice fánnst sem hún gæti lesið úr skrýtnu apaaugunum hans einhvern dýpri kvíða. Og allt í einu datt henni nokkuð í hug. 1 fyrsta skipti hafði Pieti'o ekki komið með kaffið handa Mustapha, og hafði það þó aldrei brugðizt. Hvers- 4 vegna? Hafði Pietro grunað ástæðuna til heim- sóknar Mustapha? Var það þessvegna, að hann hafði ekki truflað ? Hvernig gat hann hafa grim- að ? Hversvegna hafði hann ekki haft sig í frammi ? Djúpur roði steig upp eftir andliti hennar — hún horfði eins og hjálparvana barn á Pietro. Og Pietro leit til hennar fullur af tilbeiðslu og hollustu. „Er signor Tyrki farinn?“ „Já.“ „Signorina hefur sent hann burt?“ „Já, ég sendi hann burt.“ ,,Ó,“ andvarpaði Pietro og virtist létta. Smá- gerða andlitið hans ljómaði allt í einu af breiðu brosi. Hann lagði bakkann Skyndilega frá sér og hellti tei í bolla. Og þegar hann var skömmu kominn fram i eldhúsið aftur heyrði hún hljóð, sem ekki átti sér neinn líka á jarðríki: Pietro hélt, að hann væri að syngja. Á hinni sömu stundu gekk Mustapha Aziz inn í hús sitt. Hann var að hugsa með séri „Ein eða tvær vikur! Við skulum sjá, hvað setur! Ég vildi gjarnan geta unnið hana á heiðar- legan hátt". En ef hún vill ekki láta undan — ó, Allah! Hún er viljasterk — og við verðum að nota þau vopn, sem til eru. Beatrice mín fagra. Ég bíð ekki — ekki öllu lengur." 10. KAFLI. Næstu viku fann Beatrice ekki ástæðu til þess að kvarta yfir framkomu T.vrkjans. Hún sá hann sjaldan og vissi nú ekki af því, að hann gætti að hverju spori hennar Hún hitti hann að vísu endrum og eins hjá kunningjunum og einu einni hafði hann komið til smá gleðskapar heima hjá Terry ásamt fleiri gestum. Hann kom prýðilega

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.