Vikan


Vikan - 24.01.1991, Page 4

Vikan - 24.01.1991, Page 4
24. JANÚAR 1991 2. TBL. 53. ÁRG. VERÐ KR. 295 Vikan kostar í áskrift kr. 224 eintakið ef greitt er með gíró en kr. 191 ef greitt er með VISA. Áskriftargjaldið er innheimt fjórum sinnum á ári, sex blöð í senn. Athygli skal vakin á því að greiða má áskriftina með EURO eða VISA og er það raunar æskilegasti greiðslumátinn. Aðrir fá senda giróseðla. VIKAN kemur út aðra hverja viku. Tekið er á móti áskriftarbeiðnum í síma 91-83122. Útgefandi: Sam-útgáfan. Framkvæmdastjóri: Sigurður Fossan Þorleifsson Ritstjóri og ábm.: Þórarinn Jón Magnússon Auglýsingastjóri: Helga Benediktsdóttir Höfundar efnis í þessu tölublaði: Valgerður Jónsdóttir Þórdís Bachmann Þorsteinn Eggertsson Þórarinn Jón Magnússon Þorsteinn Erlingsson Helga Möller Gunnlaugur Rögnvaldsson Lína Rut Karlsdóttir Hrafnhildur Wilde Ómar Friðleifsson Gísli Ólafsson Guðjón Baldvinsson Jóna Rúna Kvaran Líney Laxdal Arnþór Hreinsson Myndir í þessu tölublaði: Magnús Hjörleifsson Gunnlaugur Rögnvaldsson Bragi Þ. Jósefsson Hildur Axelsdóttir Sigurður Stefán Jónsson Ólafur Guðlaugsson Young-Tae Choi Binni, ÞJM o.m.fl. Útlitsteikning: Þórarinn Jón Magnússon og Auglýsingastofa Brynjars Ragnarssonar Setning og umbrot Sam-setning Filmuvinna, prentun, bókband: Oddi hf. ASKRIFTARSÍMI 83122 Skrifstofustjórinn fann strák í birgðageymslunni vera að slæpast. „Hvað færðu mikið i kaup á viku?“ spurði hann stráksa. „Tvö hundruð kall,“ svaraði strákurinn. Skrifstofustjórinn tók tvö hundruð krónur úr veskinu sínu og lét strákinn hafa með þess- um orðum: „Hafðu þetta og láttu svo ekki sjá þig hér nokkurn tíma aftur.“ Strákur gekk út. Skrifstofu- stjórinn sagði þá við forstjórann: „Hve lengi hefur þessi letingi unnið hér?“ „Hann vinnur ekki hér," sagði forstjórinn, „hann var bara að koma með kassa.“ Faðirinn: Fávís maður getur spurt fleiri spurninga en vitur maður getur svarað. Sonurinn: Það var þá þess vegna sem ég féll á prófinu! Þið ættuð aldrei að leggja trún- að á það sem sþákona segir ef hún hættir að spá til að hlusta á veðurfréttirnar. Heilsufarið í bænum? Jú, það er sko fínt. Við urðum að skjóta farandsala til að geta vfgt kirkjugarðinn. Á barnum: - Afgreiðið þið konur hér? - Nei, því miður, menn verða að koma með þær sjálfir. Til minnis Maður á að læra að þekkja sjálfan sig - og vera svo við- búinn því að verða fyrir von- brigðum. Þó margir haldi annað er Venus alls ekki eins fullkomin og af er látið. Andlitið til dæmis. Það er allt á skakk og skjön. En verra er það með fótinn. Annar fóturinn er nefnilega tveimur sentímetr- um styttri en hinn, svo hin fagra Venus hefði ef til vill þurft að fá sér innlegg í skóinn. Hafin er framleiðsla bíla sem ganga fyrir alkóhóli, eins og allir vita. Nú bíður maður spenntur eftir glæsikerrunum sem ganga fyrir kampavfni, Fíötum sem brenna ódýrasta rauðvíninu og svo fá ensku kráargestirnir sér áreiðanlega bíla sem fara allra sinna ferða á bjór. Það er þetta með bílana sem aka um á alkóhóli. Hvenær fara bensínstöðvarnar að bjóða bíl- unum í hanastél? Kanar eru eina þjóð veraldar sem leggur á sig þriggja tíma ökuferð til að komast út að hlaupa. Sagt um svínið: „Hundurinn lítur upp til þín, kötturinn lítur niður á þig, en svínið horfir beint í augun á manni. Ég kann vel við svínl" Winslon Churchill - Ætlarðu að vera við jarðar- för Halla? - Nei, hvers vegna skyldi ég gera það? Ekki verður hann við mína jarðarför. Það var við jarðarför. Einn af imbum bæjarins stóð við hliðina á elsta manninum og spurði hann hvað hann væri gamall: „0, ég er nú níutíu og fimm ára síðan í haust," svaraði sá gamli. „Nú, já, þá tekur því ekki fyrir þig að fara heim.“ 3A.GI VIKAN MEÐ VASADAG- BÓKINNIVAR RIFIN ÚT - seldist víða upp á fáeinum klukkustundum Sú nýjung, sem Vikan bryddaði upp á sfðast, að láta vasadagbók með stjörnuspá fyrir allt árið 1991 fylgja blaðinu féll væg- ast sagt í góðan jarðveg. Fjölmargir sölustaðir seldu hálfsmánaðar upplag sitt á faeinum klukkustundum. Dreifing Vikunnar hófst á fimmtudagsmorgni og strax síðar um daginn var farið að afgreiða viðbótarsendingar til sölustaða. Margir kláruðu við- bótarsendinguna strax á næsta sólarhring og pöntuðu meira. Á mánudeginum var svo upplagið gjörsamlega á þrotum hjá útgáfunni. Fyrir- fram var vitað að viðbrögðin við þessari nýjung yrðu góð og þvf var prentað ríflegt upplag. Salan fór þó fram úr björtustu vonum. Ekki var ráðist f kostnaðar- sama endurprentun þó enn væru tíu dagar til útkomu næsta tölublaðs. En Ijóst er að upplagið verður ríflegra að ári. 4 VIKAN 2. TBL. 1991

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.