Vikan


Vikan - 24.01.1991, Page 5

Vikan - 24.01.1991, Page 5
HOLLY OG MACLACHLAN: Vilja fil íslands Miklar likur eru til þess að MacLachlan, sá er leikur alríkislögreglumanninn í Tvídröngum og lék í Blue Velvet, láti þann draum sinn rætast innan tíðar að svamla f Bláa lóninu. í þessu tölublaði Vikunnar fjöllum við um leikarann MacLachlan sem fer með eitt aðalhlutverkið í Tví- dröngum. Við gerð þáttanna hefur vaknað talsverður ís- landsáhugi hjá leikaranum og er okkur ekki grunlaust um að það kunni að veru- legu leyti að stafa af sam- starfi hans við Sigurjón Sig- hvatsson, framleiðanda þáttanna. Og nú er svo komið að MacLachlan hefur óskað eftir því að (slandsferð verði komið í kring fyrir sig sem fyrst. Hefur skemmtistaðurinn Yfir strikið hafið undirbúning þar að lút- andi hvað svo sem úr verður. Tvennt var það sem Mac- Lachlan lagði sérstaka áherslu á; annars vegar að komast í óbyggðaferð og hins vegar að fá tækifæri til að svamla í Bláa lóninu. Nú, og svo er ekki útilokað að hann bregði sér á krá í borginni og fái sungnar fyrir sig nokkrar íslenskar drykkju- vísur og ættjarðarlög á borð við söngdagskrána sem mátti heyra í Tvídröngum fyrr í vetur - og átti þá að gera persón- unni, sem hann leikur í þáttun- um, afar gramt í geði. Þar áttu það að vera íslenskir náms- menn sem sungu við raust - nýkomnir vestur um haf, vel við skál og ruglaðir af tíma- mismuninum... HOLLY JOHNSON LÍKA? Þá hefur Vikan einnig hlerað að þeir á skemmtistaðnum Yfir strikið kanni möguleikana á því að fá hingað til lands söngv- arann Holly Johnson sem söng á sínum tíma með hljóm- sveitinni Frankie Goes to Holly- wood. Mun hann þá væntan- lega koma nokkrum sinnum fram á skemmtistaðnum og syngja fáein lög af sólóplötu sinni. Johnny hefur sýnt þessari hugmynd áhuga en ekkert er þó afráðið í þeim efnum enn sem komið er. □ Holly Johnson einum of seinn aö syngja á sviði Hollywood i Ármúla. En honum býðst að syngja á skemmtistaðnum Yfir strikið, sem nú starfar í sömu húsakynnum og Hollywood áður... Lina Rut með hluta bréfanna sem þætti hennar í Vikunni hafa borist frá áhugasömum stúlkum. Ljósm.: Binni Listamaðurinn Lína Rut Margir hafa orðið til að Ijúka lofsorði á lista- vel unna förðun for- síöustúlkunnar á völvublaði Vikunnar. Það er hin snjalla Lína Rut Karlsdóttir sem á heiðurinn af verkinu og notaði hún að venju Make-up For- ever. Ljósmyndina tók Sigurður Stefán Jónsson, en saman hafa þau Lína Rut unnið að þættinum Stakkaskipti hér [ Vikunni. Módelið heitir Heidi Johannsen. Fyrir mistök var hún kynnt í blaðinu sem Hrönn Johannsen en það er systir hennar sem ber það nafn. Báðar hafa þær komið fram í Stakkaskiptum. STAKKASKIPTI Og fyrst þátt Línu Rutar hefur borið hér á góma getum við ekki stillt okkur um að segja frá því í leiðinni að viðbrögðin við honum hafa verið lygileg. Dag- lega berast Línu Rut bréf og myndir af stúlkum sem hafa áhuga á að setjast í stólinn hjá henni. Skipta bréfin og mynd- irnar orðið mörgum tugum. Lína Rut vill þó hvetja stúlkur til að halda áfram að senda inn myndir, því hver veit nema heppnin verði með þeim. □ Heidi förðuð af Linu Rut og mynduð af SSJ. TMFIM HJALLAHRAUNI 13 HAFNARFIRÐI SÍMI 53955 2. TBL. 1991 VIKAN 5

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.