Vikan - 24.01.1991, Page 7
TEXTI: VALGERÐUR JÓNSDÓHIR
/
Þaö hríðar utan dyra en inni er hlýtt
og notalegt. Staðurinn er Hótel
Borg og stundin er dagur milli jóla
og nýárs. Dökkhærður þjónninn er
á þönum og sinnir viðskiptavinum
sínum af stimamýkt sem sæmir manni í slíkri
stöðu. Gestir eru fáir, nokkur kunnugleg andlit
úr bæjarlífinu. Menn lyfta bollum með kaffi eða
súkkulaði í.
Allt í einu opnast dyrnar og söngkonan
Diddú gengur inn úr kuldanum. Hún brosir á
sinn sjarmerandi hátt og handtakið er þétt.
„Ég ætla bara að biðja þig að spyrja mig ekki
hvers vegna ég sé kölluð Diddú eða eitthvað
um námsferilinn, það hefur svo margoft verið
spurt að því,“ segir hún og brosir aftur. Lítur
svo í kringum sig, lyftir líka bolla með súkku-
laði og horfir út um gluggann. „Nei, þarfer her-
toginn af Mantúa, Garðar Cortes," segir hún
og bendir á vörpulegan mann úti á götunni.
„Hann hefur líklega verið að koma frá Kost-
as Paskalis, Rigoletto, hann var svo heppinn
að fá íbúð hér rétt í nágrenninu."
Um stund leikur andrúmsloft Rigolettos um
kaffistofuna á Hótel Borg. Sigrún Hjálmtýsdótt-
2. TBL1991 VIKAN
LJÓSM.: BINNI