Vikan


Vikan - 24.01.1991, Side 9

Vikan - 24.01.1991, Side 9
klaustri þar sem hún missti móður sína ung. Hún fer ekkert út nema í kirkju og þar kynnist hún hertoganum sem kann sannarlega að skjalla konur. En ég held samt að hann hafi orðið hrifinn af henni - svo fremi aö hann hafi verið fær um það.“ Og fyrir þá sem ekki þekkja til óperunnar er það um hana að segja að Rigoletto er ein þekktasta og vinsælasta ópera allra tíma. Hún var samin 1851 og átti sinn þátt í heimsfrægð Verdis. Óperan Rigoletto var frumsýnd á ís- landi á hundrað ára afmæli hennar. Það var í Þjóðleikhúsinu skömmu eftir opnun þess, 1951. Þótti þá mörgum hin mesta óráðsía að leggja út I flutning slíks stórvirkis en óperan fékk mjög lofsamlega dóma. ( annað sinn var hún sýnd á tíu ára afmæli Þjóðleikhússins 1960. En um hvað fjailar þessi ópera? Hún segir frá harmsögu hirðfíflsins Rigolettos sem er f þjónustu hins spillta hertoga af Mantúa. Sá gerir sér það að leik að táldraga sem flestar konur. Rigoletto hefur það að atvinnu að vera illgjörn rógstunga en heldur einum þætti tilveru sinnar algjörlega leyndum. Hann á dótturina Gildu sem hann elskar fölskvalaust af lífi og sál. Óperan fjallar um hefnd, formælingar og leikflækju, ytra líf hirðfíflsins leggur innra líf þess í rúst. Eiturtungan, sem hann hefur beint að öðrum, beinist í lokin að honum sjálfum. Sverðið, sem hann ætlaði hertoganum, lendir í líkama einkadótturinnar Gildu. Öll hlutverk óperunnar eru í höndum íslenskra söngvara nema hlutverk Rigolettos, það er sem fyrr segir Kostas Paskalis sem fer með það fyrst um sinn en hann er einn þekktasti Rigolettosöngvari ( heimi, hefur sungið hlutverkið um fjögur hundr- uð sinnum um heim allan. Tal okkar beinist að íslenskum söngvurum og Diddú er spurð hvað hún vilji segja um þá yfirlýsingu Kristjáns Jóhannssonar að það séu engir almennilegir söngvarar á íslandi. „Mér finnst mikið um góða söngvara hér á landi,“ segir Diddú. „Það eru auðvitað margir farnir utan vegna þess hve atvinnuöryggi hér er í lágmarki. Það er alltaf verið að tala um að þeir verstu sitji eftir og gert lítið úr okkur sem erum hér heima. En það vilja ekki allir búa er- lendis og þeir sem eru hér byggja upp það tón- listarlíf sem er I landinu." - Þú hefur verið syngjandi frá fyrstu tíð, er það ekki? „Jú, svo er mér sagt. Við erum talsvert mikið í tónlistinni, fjölskyldan. Foreldrar mínir sungu oft saman dúetta, einn bróðir minn er nú í söngnámi og tvö systkini mín eru að syngja í hljómsveitum. Afgangurinn syngur í baði. En við systkinin höfum farið í nám á fullorðinsár- um, ekkert okkar var í tónlistarskóla þegar við vorum yngri. Við höfum greinilega verið lengi að finna okkar farveg." - Nú eru tíu ár frá því aö þú hófst söngnám eftir að hafa sungið með Spilverkinu. Hvenær tókstu ákvörðun um að verða óperusöngkona? „Aldrei," svarar hún að bragði. „Þetta hefur bara æxlast svona einhvern veginn. Ég ætlaði bara að læra að nota hljóðfæriö mitt rétt. Ég hafði lengi framan af litla rödd en með því að spila rétt á hljóðfærið hefur raddstyrkurinn auk- ist. Það skiptir miklu máli að æfa sig rétt og gæta að mataræðinu." - Hver er helsti munurinn á því að syngja dægurlög og óperuhlutverk? „Það er mjög mikill líkamlegur munur. Þaö tekur mörg ár að þjálfa upp raddstyrkinn. Þeg- ar sungin eru dægurlög þarf maður ekki nema rétt að hvísla í míkrófóninn. Ef söngvarar eiga að endast vel þurfa þeir að hlúa vel að rödd- inni. Fólk gerir sér oft ekki grein fyrir því hvað þetta er viðkvæmt hljóðfæri. Það þarf að passa vel upp á mataræði og svefn en það er það sem röddin nærist helst á. Fyrir sýningar borða ég til dæmis aldrei kryddaðan mat, því það getur ert raddböndin, drekk ekki kalt vatn og borða ekki hnetur. Þeir sem syngja við Óper- una fá svo lág laun að þeir þurfa að taka að sér alls kyns vinnu þess á milli, syngja á árshátíð- um og þess háttar, oft á tíðum í miklum reyk sem fer illa með röddina. Erlendis eru sýningar færri í hverri viku og því fær röddin meiri tíma til að hvíla sig á milli. Mín ósk er sú að í fram- tíðinni verði búiö svo um hnútana að við fáum meiri tíma til að hvíla okkur á milli sýninga." - Áttu þér fleiri draumahutverk? „Já, en röddin gæti farið að breytast og þá gætu önnur hlutverk farið að henta mér, hlut- verk sem passa ekki röddinni núna.“ - Hvað tekur svo við? „Við förum í lokjanúartil Þrándheims en þar hefur mér boðist að syngja í Brúðkaupi Fígar- „Það var verið að setja hana í poka.“ Það er Kostar Paskalis sem er í hlutverki Rigoiettos. ós. Við förúm þangað öll fjölskyldan. Maðurinn minn spilar á franskt horn í Sinfóníunni svo hann situr í hljómsveitargryfjunni meðan ég er aö spangóla. Það er þægilegt þegar áhuga- málin fara saman en þegar við komum heim tölum við helst ekki um tónlist. Og vinir okkar eru ekkert frekar tónlistarfólk." Diddú er orðin óróleg og horfir út um gluggann. „Þarna koma þær,“ segir hún svo og inn á gólfið koma tvær hnátur sem setjast við borðið hjá okkur. - Hvað heitið þið? „Ég heiti Valdís og hún heitir Salóme," svar- ar önnur kotroskin. „Ég var að koma frá því að syngja við brúðkaup ( Landakotskirkju," segir Diddú til útskýringar. „Þær fóru með frænku sinni á jólatrésskemmtun á meöan." - Var gaman? I „Já, jólasveinninn gaf okkur mandarinur og ■ Ég fór að gráta þeg- ar ég var kölluð ein fram, ég varð eitthvað svo lítil innan í mér við þetta. En maður verður að læra að taka á móti þessu. ■ Eftir að ég kynntist þessu hlutverki á ítal- íu hlutverki á Ítalíu var það ofarlega á óskalistanum ... ■ Gilda er gersemi. Hún er eina góða manneskjan í þessari Óperu. Hún er heil- steypt og heilög. ■ Ef söngvarar eiga að endast vel þurfa þeir að hlú vel að röddinni. Fólk gerir sér oft ekki grein fyrir því hvað þetta er við- kæmt hljóðfæri. konfekt. Við ætlum aö bursta tennurnar þegar við komum heim,“ svarar Valdís aftur fyrir þær báðar. „Veistu þaö, það var maður á jólatrés- skemmtuninni sem sagðist ætla að eiga okkur,“ segir Salóme sem hefur fengið málið, hermir eftir manninum á jólatrésskemmtuninni og grettir sig: „Má ég ekki eiga ykkur, stelpur?" - Hafið þið séð mömmu ykkar syngja í Óperunni? Þögn í smástund. Svo segir Valdís: „Við sáum hana en ég vil ekki sjá neitt ljótt.“ - Hvað var svona Ijótt? „Það var verið að setja hana í poka.“ „Þið vitið að þetta er bara í þykjustunni," segir móðir þeirra hughreystandi. „Það er alveg sama.“ Valdís er áköf á svipinn. „Ég vil ekki sjá neitt ljótt.“ - Hvað eruð þið gamlar, stelpur? „Við verðum fimm á morgun." - Verður ekki afmælisveisla? „Hún verður seinna," svarar móðir þeirra. „Mamma þarf að syngja f Óperunni á morgun." Hnáturnar hennar Diddúar fá sér súkkulaði- tár í bolla og Diddú er spurð hvort hún sjái fyrir sér hvaö hún verði að gera eftir tíu ár. „Ég hef ekki hugmynd um það. Ég sá það alls ekki fyrir fyrir tíu árum að ég ætti eftir að syngja aðalhlutverk í vinsælustu óperu allra tíma. Kannski verð ég bara komin í allt aðra vinnu." □ 2. TBL1991 VIKAN 9

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.