Vikan


Vikan - 24.01.1991, Qupperneq 13

Vikan - 24.01.1991, Qupperneq 13
Gæti barnið manns verið sá sem hjálpar hinum út úr ruglinu í krafti þessarar vináttu? Getur maður gefið barninu eitthvað með samskiptum við það en ekki bara í stuttum fyrirlestrum þeg- ar það kemur seint heim á kvöldin? Það eru semsagt margar aðrar lausnir en einmitt sú að banna barninu að vera með einhverjum, sem þó senda barninu sömu skilaboð eða þau að við höfum áhyggjur af því í vináttu við þennan krakka. Á námskeiðum okkar Wilhelms förum við einmitt í þennan gildismatságreining. Þá er spurt um áhugamál barnsins, vini og lífsviðhorf en þetta eru mál sem oft er erfitt að taka á; hvað er rétt og hvað er rangt í þeim efnum. Það er bæöi vandasamt og áhættusamt í öll- um samskiptum að segja einhverjum öðrum hvað er rétt. Maður á þó að hafa áhrif á gildis- mat barnanna sinna og þar er áhrifaríkast að vera góð fyrirmynd. Einnig finnst mér áberandi hve hrætt fólk er við að hrósa börnunum s/num. Það er eins og verið sé aö gæta þess að þau fái það nú ekki á tilfinninguna að þau séu eitthvað. Rithöf- undurinn Axel Sandemose samdi bók sem gerist í borg sem heitir Jante og í henni ríkja Jante-boðorðin. Fyrsta boðorðið er: Þú skalt ekki halda að þú sért eitthvað meira en við hin. Þetta viðhorf er svolítið ríkjandi hér og þess er vandlega gætt aö hrósa ekki mikið. Það er hins vegar eitt grundvallaratriði í því að hafa já- kvæða sjálfsmynd að geta verið stoltur yfir sín- um verkum. Önnur mikilvæg atriði eru öryggi og aö hafa í kringum sig fólk sem manni þykir vænt um og þykir vænt um mann. Þó er ég al- veg mótfallinn því að börnum sé hrósað til þess að stjórna þeim. Það er stýrandi hrós að segja við barn að það eigi að taka til hjá sér af því það sé svo duglegt við tiltekt. Segjum frek- ar barninu hvernig okkur líður þegar það gerir eitthvaö vel, heldur en að segja eitthvað um barnið. Það er mikið meira ekta heldur en að segja: Þú ert svo duglegur, þú ert svo sæt eða eitthvað álíka. - Krefjumst við of mikils af börnunum? Já, við krefjumst of mikils af þeim vitsmuna- lega. Við förum alltof oft fram á að fá ástæður og rökfyrirþví sem þau gera. Skilnaðurforeldra hefur til dæmis áhrif á tilfinningaltf barna og í slíku tilfelli á ekki að reyna að fá fram vits- munalega umræðu heldur hlusta eftir hvernig barninu líði. Börnum getur til dæmis gengið ágætlega í skóla en liðið alveg bölvanlega. Ef þau eru spurð hvernig þeim líði fær fólk stund- um fram aðrar víddir en séu þau spurð hvernig þeim gangi. Fullorðið fólk hefur tilhneigingu til að líta á börn sem smækkaða útgáfu af full- orðnum og tala við þau á rökrænan hátt eða krefjast þess að barnið beiti rökum. Mér finnst ægilega mikið um að foreldrar gleymi því að börn eru fyrst og fremst tilfinningaverur. Börn komast ekki á það stig að stjórnast af vitsmun- um fyrr en við sextán til tuttugu ára aldur. Til mín leita einnig foreldrar sem eiga „þægi- leg og meðfærileg" börn en fara að fá áhyggjur þegar börnin eru orðin unglingar og eru ennþá „þægileg og meðfærileg". Áhyggj- urnar eru þá vegna þess að barnið hagar sér „of“ vel, gerir það sem því er sagt, situr heima hjá pabba og mömmu og horfir á sjónvarpið en hittir enga jafnaldra. Við viljum einmitt gjarnan sjá sjálfstæði og frumkvæði í börnunum okkar og foreldrar hafa leitað til mín vegna þess að börnin þeirra þora ekki út í lífið. Það er líka algengt að fólk komi vegna þess að það hefur áhyggjur af því hvernig barninu reiði af á unglingsárum. Unglingsárin eru áhyggjusamt tímabil, sér- staklega í þessu þjóðfélagi sem við búum í núna. Það er ekki lengur nóg að hafa verið barn til að vita hvernig á að ala upp börn og margir vita einungis hvað þeir ætla ekki að gera en vita ekki alltaf hvað þeir ætla að gera í staðinn. Á námskeiðum sínum fyrir foreldra kennir Hugo nokkra meginþætti í barnauppeldi: 1. Aðgreinið eigin þarfir og þarfir barnanna. Margir foreldrar gera þau mistök að átta sig ekki á hverjar þarfir barnanna eru og hve sterkar þær eru. 2. Gerið ykkur grein fyrir hver á vandann. Það er ekki verk foreldra að eigna sér líf barn- anna. Þegar á reynir er mikilvægt að geta séð að barnið ber ábyrgö á mjög mörgu. Barnið ber til dæmis ábyrgð á námi, sínum félögum og ýmsu öðru í sínu lífi. Rísi barn- ið ekki undir ábyrgðinni þarf að hjálpa því til þess, ekki með því að leysa málið fyrir barnið, heldur með því að hjálpa barninu til að leysa það sjálft. 3. Hvað er gert þegar barnið á vandann? Það sem barnið þarfnast síst eru ráð og lausnir, prédikanir eða refsingar. Það þarf að fá að tjá sig, fá hlustun og stuðning. 4. Hvað er gert þegar forledri á vandann í sam- skiptum við barnið? Þá er mikilvægt að for- eldri láti börnin vita af þvi, en ekki sama hvernig það er gert. Þar verður að taka tillit til þess að það sem barnið er að gera er fyrst og fremst til að koma til móts við eigin þarfir en ekki til að hrella foreldrana. 5. Hvað er gert þegar báðir aðilar eiga hann? Gerum okkur grein fyrir hver á vandann, við eða barnið okkar eða hvort við eigum hann sameiginlega. Báðir aðilar eiga f rauninni sinn rétt á þvi aö hafa hlutina á ákveðinn hátt. Oft eru foreldrar að segja efnislega: Okkar þarfir eru miklu mikilvægari en þínar. Tillitssemi og virðing eru lykiloröin hér; að taka tillit til hins og bera virðingu fyrir rótti beggja. Þarna verða aðilar að vera ásáttir um að leysa ágreininginn f sameiningu þannig að báöir séu ánægðir. Frh. á bls. 34 Láti maður aðra bera ábyrgð á sér er hœtta áaðá manni verði troðið í leiðinni Þau sakna þess að pabbi og mamma eru aldrei heima og ekkert er hœgt að tala við þau „Þú skait ekki halda að þú sért eitthvað meira en við hin“ Hef ekki hitt eitt einasta barn sem hefur verið ánœgt með að skrópa, lœra ekki heima og taka ekki til eftir sig Ekki lengur álitin minnkun að leita aðstoðar við andlegum vanda Unglingi ofviða að velja milli foreldra sinna og einhvers vinar 2. TBL1991 VIKAN 13

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.