Vikan - 24.01.1991, Blaðsíða 15
UÓSM.: BRAGI Þ. JÓSEFSSON
Við að upplifa óöryggi heftir
maður sjálfan sig, að öðru leyti
er gott að hafa þetta næmi og
opnun."
Er það glæst framtíð sem
bíður ungra leikara?
„Það er gersamlega örygg-
islaus framtíð og ég held að
fólk þurfi að hafa sterka sjálfs-
mynd til að lifa af það niðurbrot
sem verður til dæmis við að fá
ekkert að gera langtimum
saman. ( þessu fagi skiptir
miklu máli að fá að sanna sig
og sýna getu sína. Við eigum
mikið af fínum leikurum en
leikhúsið er svolítið þröngt;
það eru svo margir möguleikar
ónýttir. Ef fólk hefði meiri víð-
sýni gagnvart leiklistinni myndi
það gera tilraunaleikhúsi miklu
auðveldara fyrir. Ég geri mér
líka grein fyrir því að það verð-
ur erfitt að ætla iér að koma
Binhverju á framfæri sem
aður hefur lært eða tekið inn
>MIKIÐ FÓL|
HEILLANDI
Christine fæddist í Bandarikj-
unum en eftir skilnað fpréldra
inar fiuttist hún upp og ólst
upp nja'móðúrömmu og móð-
ursystur.
„Móðurfjölskylda mín er
skapmikið fólk og heillandi og
ég er hamingjusöm að hafa
fengið að njóta þeirra. Ég var
áhyggjulaus og lífsglöð sem
barn, fékk frjálsar hendur og
bjó ekki við mikinn aga. Ég var
í ballett, fimleikum, frjálsum
íþróttum, byrjaði að læra á pí-
anó og flautu og svo fór ég á
gftar og þaðan á kontra-
bassa."
Nítján ára fór Krilla f píla-
grímsferð til föður sfns í San
Diego og dvaldi hjá honum í
eitt ár.
„Mamma er hlý og viðkvæm
en hann er blanda af húmor-
ista og einfara. Hann er í því
að stofna fyrirtæki sem fara á
hausinn og spilar svo á saxó-
fón í klúbbum á kvöldin. Þau
eru að flestu leyti ólík en ég
hef fengið margt gott frá þeim
báðum."
ERFIÐLEIKAR AUKA
UMBURÐARLYNDIÐ
Telur hún umrótið í æsku hafa
haft einhver áhrif á skapgerð-
ina?
„Erfiðleikar heima fyrir gera