Vikan


Vikan - 24.01.1991, Side 17

Vikan - 24.01.1991, Side 17
Sigurjón Sighvatsson segir m.a. um Christine Carr: „Mér fannst henni takast frábærlega upp og í rauninni var það hún sem kom mest á óvart." Myndirnar hér á síðunni eru báðar úr kvikmyndinni RYÐ. Er hún ánægö meö ákvörö- unina? „Mjög svo því Spánverjar eru lífsglatt fólk. Barcelona er lífræn borg og hljómfallið I henni er allt annaö en hér. Maöur sér miðaldra menn á þríhjóli og ýmsar ótrúlegar hliöar og jafnvel brenglun í því sammannlega. Skapgerð Spánverja heillar mig; þaö aö fólk kemur út meö hlutina og gýs. Þaö er svo fínt að gjósa ef maður gengur ekki yfir fólk - og kann að biðjast afsökunar eftir á,“ í TÍSKU AÐ HLUSTA Á INNRI RÖDD Er Christine dæmigerð 25 ára stúlka? „Mér finnst aðalmálið aö vera sjálfri mér samkvæm og ( því held ég að mest hamingja felist. Ef maöur hlustar á þá rödd sem er innra finnur maö- ur hvaö maður vill gera. Ann- ars er það kannski einmitt svo- lítið í tísku; aö hlusta á sjálfan sig og vilja notfæra sér það líf sem maður hefur til að þroska manngildið og samskipti við fólk. Ég álít það skipta miklu máli að vera opin fyrir ýmsum manngerðum og ég vona að ég verði alltaf þannig. Um leið og maður lokar á einhverja manneskju lokar maður líka á upplifun sem hægt væri að græða á. Þetta er líka spurn- ing um hvaö maður gefur frá sér því það fær maður oftast til baka. Ég held að ég sé að ná einhverju jafnvægi. Það er líka markmiðið - að láta gerðir, langanir og vilja vinna sarnan." Framtíðin? „Einmitt núna finnst mér ég tilbúin aö vera úti um óákveð- inn tíma. Það er svo oft að maður nýtur ekki augnabliks- ins og þess sem er að gerast í núinu því hugurinn er í fram- tíöaráformum. Nú er ég á þessum skóla og ætla aö not- færa mér það eins vel og ég get. Það er alveg sérkúnst að kunna aö slaka á í þeirri að- stöðu sem maður er í hverju sinni. Það sem heillar mig við það fólk sem ég hef kynnst í Barcelona er hve vel það vinn- ur saman. Maður fær ekki á til- finninguna aö hver sé að vernda sinn stól og ætli ekki að leyfa neinum öðrum að komast að. Mér var boðiö í leikhóp tveimur vikum eftir að ég kom og núna fer ég að leika í stuttmynd kvikmyndaskóla- nema. Maður gerir ekki annað en að græða á því að fá sem flesta meö. Það verður stöðn- un þegar maður lokar sig af en þarna er opnun sem er svo gefandi og verður í rauninni að vera. Maður þarf ekki endilega að vera númer eitt þegar verið er með í svona sköpun. Maður þróast með því sem þróast í kringum mann. Þarna er góður kjarni sem kemur víða að og allir vilja gera sitt til að árang- urinn verði sem bestur.“ Og svo var hún flogin. 2. TBL. 1991 VIKAN 17

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.