Vikan


Vikan - 24.01.1991, Side 27

Vikan - 24.01.1991, Side 27
Hœgri skórinn og Hemmi króna Kœri draumráðandi! í nótt dreymdi mig tvo drauma sem ég mundi vel þegar ég vaknaði og mér fannst þeir báðir athyglisverðir. Fyrri draumurinn var sem hér segir: Mér fannst ég deila íbúð með stúlku sem ég vann með. í veruleikanum andar köldu á milli okkar. í draumnum fór ágœtiega á með okkur. Við vorum báðar sammála um að hafa reglulega fínt hjá okkur og gluggamir urðu endilega að vera oþnir. Ég var í miklum vandrœðum með skóna mína, Þeir voru brúnir og reimaðir gðtuskór, nema það að þeir voru frekar mikið slitnir, sérstaklega hœgri skórinn. Hœgri sólinn var allur trosnaður og nánast í sundur um miðju. Ég man að ég reyndi að lagfœra þetta með því að troða tuskum og dagblóðum í skóinn en það stoðaði ekki neitt. Þrátt fyrir ástand skónna minna fannst mér vera afar bjart og einhvern veginn eins og svalt yflr draumnum (eða kannski tilverunni í draumnum), Mér fannst eins og á milli mín og stúlkunnar vœri allt í góðu nema við vorum eins og svolítið feimnar hvor við aðra. Þá er það seinni draumurinn. (Þar kemur Hemmi króna við sógu. Ég er Reytyíkingur og man eftir honum þegar ég var unglingur. Mér leist nú ekkert of vel á karlinn þá, þó ég viti núna að hann var sauðmeinlaus og vildi engum illt. Kannski var hann bara á undan sinni samtíð, fyrsti pönkarinn eða eitthvað þvíumlíkt.) Mér fannst eins og ég og dóttir mín vœrum á gðngu einhvers staðar í Þingholfunum. Við komum að hornhúsi og gengum upp brattar trðppur og inn um dyr. Hurðin var eldgðmul tvðföld (vœngjahurð), grœnmáluð. Þegar inn kom sá ég að við vorum staddar á einhvers konar fornsðlu, Ég var að kaupa lín, rúmföt og þess háttar, sem afgreiðslumaðurinn sýndi mér af mikilli samviskusemi (þar var kominn Hemmi króna, sjálfur). Línið og rúmfötin, sem ég keypti, var altt saman afar fallegt, með blúndum og svoleiðis (samt sást að þetta var gamalt), Ég vildi líka kaupa lak með blúndum sem passaði á rúmið mitt (það er 140 sm og sjálfsagt erfttt að fá fínt lak á þannig rúm). Þá kom afgreiðslumaðurinn (Hemmi króna) með afar fallegt lak, allt lagt blúndum á jöðrunum og keypti ég það. (Samt varð ég aldrei vðr við neina þeninga í draumnum.) Síðan drukkum við saman te (ég drekk afar sjaldan te) og mér fannst einhvern veginn eins og fólki þœttí ekki gott að ég vœri að drekka te með þessum manni en ég kœrði mig kollótta um það. Mér leið líka vel yflr þessum draumi, það var reyndar ekki eins bjart yfir og í fyrri draumnum en allt mjðg hlýlegt og gamait að sjá. Mér þœtti virkilega vœnt um að fá forvitni minni svalað varðandi þessa drauma. Bestu þakkir. Síó Að lokum tvœr sþurningar: Oft dreymir mig eitthvað, stundum man ég það vel en stundum bara óljóst, en svo nokkrum vikum eða mánuðum seinna upplifl ég sömu atburði og þegar það gerist finnst mér eins og ég sé að upþlifa eitthvað sem ég hef áður gert, Flestir segja að það sé ekki fyrir góðu að dreyma ketti eða kettiinga en ég vil meina að fyrir mig boði það gott, það er vegna þess að ég hef mikla ást á köttum, reyndar flestöllum dýrum yfirleitt. RÁÐNING Draumur þinn sýnir að óvin- áttan milli þínog stúlkunnar sé þér að einhverju leyti áhyggju- efni og að þú vildir gjarnan að opnun ætti sér stað og að gott væri að hleypa fersku lofti inn í samskipti ykkar. Miggrunarað þið hafið einhvern tíma á fyrra æviskeiði átt samskipti. í draumnum eruð þið enn á við- kvæmu stigi, þvi sem fylgir oft sættum eftir misklíð. Hægri skórinn tengist framkvæmd og frumkvæði en hann er ekki heill. Þú vildir e.t.v. geta tekið einhver raunveruleg skref í átt að sáttum en skortir eitthvað til þess. En þér finnst einnig að þú sért ekki heil meðan óvin- áttan sem þú átt sístan þátt í ríkir milli ykkar. Þar sem þú ert aðilinn sem vill sættir mæli ég með því að þú notir nokkrar mínútur á kvöldin áður en þú ferð að sofa til þess að sjá fyrir þér ykkur báðar standa hlið við hlið, baðaðar í Ijósi. Ljósinu fylgir hlýja og þú hugsar þér þessa hlýju koma frá Kristi og inn í hjörtu ykkar beggja. Þú munt síðan finna það þegar ekki er lengur þörf á þessari litlu æfingu. Seinni draumurinn sýnir þig leggja grunn að lífi þínu með virðingu fyrir fortíðinni og þeim arfi sem þar liggur. Þar er að finna fegurð og umhyggju fyrir smáatriðum þeim sem veita fegurð inn í lífið, hversu erfitt eða snautt af ríkidæmi sem það er. Lakið úr fortíðinni passará rúmið í nútíðinni eins og gildismat á það sem skiptir máli. Draumurinn sýnir að for- tíð og nútíð geti „lagst á eina sæng". Gamlir fordómar þínir hverfa og eftir eru sættir og samlyndi. Þó eru gamlar raddir inni i þér sjálfri (fólki þykir ekki gott að þú drekkir te með Hemma) sem enn vilja ráða einhverju og sem þú réttilega lætur ekki hafa áhrifá þig. Til- finningin sem fylgir draumnum þínum sýnir þér friðinn sem þú öðlast við að sætta nútíð við fortíð. Þú sendir mér tvær fullyrð- ingar sem þú kallar spurning- ar. Það er stundum virkilega erfitt að framkalla spurningu. Spurning er samt mikilvægt tæki fyrir viljann til þess að þroskast. Prófaðu að stíga skrefið til fulls, það gæti breytt lífi þínu. Þú imprar hér á hæfileikan- um sem íslendingar hafa löng- um haft, að dreyma fyrir dag- látum. Þetta fyrirbæri vekur heillandi spurningar um hvað tíminn sé. Er timinn, eins og við þekkjum hann, aðeins af- leiðing afþví að við erum í lík- amanum? Ef við förum út úr líkamanum á nóttunni og ferð- umst um andlegu sviðin, er tíminn þar enginn? Sjáum við þar atburði „fortíðar", „nútíð- ar“ og „framtíðar" alla jafnt? Eða rennur tíminn þar aftur á bak sem „framtíðin" kæmi til móts við okkur í stað þess að vera alltaf einu augnabliki á undan okkur? Ef framtíð okkar er þegar skráð í andlegum veruleika, hvar kemur þá frjáls vilji einstaklingsins við sögu? Skilaboð drauma okkar koma fram í algildum myndum, en líka í einstakl- ingsbundnum myndum. Hægt er að veita myndunum inn á brautir sem auðveldara getur verið að skilja, með því að lesa sér til um algildar draumamyndir sem sálfræðin eða jafnvel goðafræðin gefa. En það sem þér líkar eða mis- líkar í vöku hefur að sjálf- sögðu endurspeglun í draum- unum. Vandinn liggur í því að stundum plötum við okkursjflf í þeim efnum. 2. TBL 1991 VIKAN 27

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.