Vikan


Vikan - 24.01.1991, Page 28

Vikan - 24.01.1991, Page 28
TEXTI: HELGA MÖLLER Við heyrum oft um íslendinga sem gera víðreist og auka á hróður okkar víða um heim. Það er samt ekki á hverjum degi sem við fréttum af íslenskum ballettdansara sem starfar í Asíu. Jóhannes Pálsson er 27 ára Seltirningur sem hefur dvalið í Kóreu síðastliðin ár og dansað með kóreskum ballettflokki í Seoul. Okkur fýsti að vita hvað varö til þess að hann er kominn svona langt að heiman til að vinna að list sinni og fengum hann til að segja okkur sögu sína. Að sjálfsögðu byrjum við á byrjun- inni. 28 VIKAN 2.TBL.1991 „Þegar ég var tíu ára vildi Alda systir mín, sem var í List- dansskóla Þjóðleikhússins, endilega aö ég færi líka að læra ballett. Ég hafði ekki mik- inn áhuga en fór nú samt með hálfum hug, eftir að hún var búin að kenna mér svolítið á stofugólfinu heima. Þá eins og nú þótti fengur að því að fá drengi f skólann því alltaf vantar karldansara og mér var vel tekið. Áhuginn var samt ekki mikill. Svo var það að fljótlega eftir að ég byrjaði var komið í ballettskólann til að leita að börnum til að taka þátt í sýningu Þjóðleikhússins á Ferðinni til tunglsins. Eins og flestum börnum þótti mér spennandi að fá að leika í leikriti í Þjóðleikhúsinu og heþpnin var með mér, ég var valinn ásamt öðrum börnum. Jóhannesí Cake ► Walk ásamt Juliu H. LJÓSM. Á ISLANDI: BRAGI JÓSEFSSON . . . enn sem komið er

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.