Vikan


Vikan - 24.01.1991, Síða 36

Vikan - 24.01.1991, Síða 36
SMÁSAGAN Frh. af bls. 35 en nú blöstu ógnir stríðsins við þeim svo þetta voru mikil vonbrigöi. Móðir Alice sá henni fyrir einkakennslu á heimilinu en loksins kom þó að þeim degi að Alice hitti önnur börn í fyrsta skipti. Marian frænka hennar ætlaði að halda upp á 12 ára afmælisdaginn sinn og Alice var búin að hlakka til þess að fara í veisluna í rúm- an mánuð. Húsið var troðfullt af börnum og Michael, litli bróðir Marian, sem var fjórtán mánaða gamall, sat í háum barnastól. Hann baðaði út höndun- um, fylgdist vel með öllu sem fram fór og reyndi að babla eitthvað á sínu óskiljanlega barnamáli. Og þá fór Alice að tala við hann á frönsku. Enn í dag var henni alveg óskiljanlegt hvers vegna hún hafði gert þetta. Ef til vill var það vegna þess að hún hafði einhvern óljósan grun um að litli drengurinn talaði að minnsta kosti ekki ensku. Hún skildi ekki hversu heimskulega hún hafði hagað sér fyrr en hláturinn glumdi í eyrum hennar. Börnin hlógu, fullorðna fólkið hló, meira að segja Michael litli tók þátt í hlátrinum og Alice fann að hún blóð- roðnaði. Hún hafði ekki sagt eitt einasta orð það sem eftir var dagsins. Daginn eftir ákváðu foreldrar hennar að nú væri tímabært að hún færi að umgangast önn- ur börn en þá var það um seinan. Hún gat ekki gleymt þessum hlátri og hann varð fyrsti steinninn í hinum ósýnilega vegg. Hún sat ein úti í horni og heyrði fólkið hlæja og masa allt í kringum sig. Fólkið stóð annaö- hvort tvennt og tvennt saman eða í smáhópum og hún kom sér ómögulega að því að gefa sig á tal viö það. Þau myndu bara stara á hana, halda áfram samræðunum - og hlæja. Meðan hún var í þessum hugleiðingum kom hann inn, hávaxinn, ungur, dökkhærður maður. Hann studdist viö hækjur, staulaðist áfram með erfiðismunum og hélt á stórum, flöt- um pakka. En þegar hann fór að heilsa fólkinu missti hann pakkann. Fyrst ætlaði hann að beygja sig niður og taka hann upp en hann gaf það upp á bátinn. Allir steinþögðu og störðu á unga manninn sem hafði misst pakkann sinn. Það hlaut að vera hræðilegt aö finna allra augu hvíla á sér, hugsaði Alice. Síðan reis hún á fætur og tók upp pakkann. Henni varð litið í augu hans þegar hún rétti honum hann. Þau voru dimmblá. Allt í einu varð henni Ijóst að nú var það hún sem allra athygli beindist að. Hún blóðroðnaði og varð svo utan við sig að hún gaf ekki gaum að þakkarorðum unga mannsins. Hún heyrði einhvern hlæja og hún hraðaði sér burt. - Þú verður að lofa mér því að vera um kyrrt þangað til öll hin eru farin, sagði Marian við Daniel White. Ungi maðurinn með hækjurnar lofaði því og rétt á eftir kom Peter, unnusti Marian, og settist hjá honum, meðan Marian kvaddi síðustu gestina. - Hvenær ætlar þú að klífa Mount Everest? spurði Peter kumpán- lega. Daniel og hann höfðu verið skólabræður og enda þótt þeir hittust ekki oft nú orðið hélst kunningsskapur þeirra ennþá. - Ég fer sennilega ekki í fleiri fjallaferðir, sagði Daniel og andvarpaði. - Þegar maður er svo mikill klaufi að hrapa niður f hyldýpin verð- ur maður að sætta sig við að hafast við á lág- lendinu það sem eftir er ævinnar. - En þú verður þó ekki örkumla eftir þetta? spurði Peter skelfdur. Daniel brosti. - Nei, eftir mánuð get ég fleygt hækjunum en ég býst við að halda kyrru fyrir héðan af og snúa mér að einhverju nytsamlegu. Ég erorðinn þrftugurog þá er maður orðinn of gamall til að vera að klifra í fjöllum. Peter þagnaði og þeir sögðu ekki fleira þar til Marian kom inn. - Nú eru þau öll farin, andvarpaði hún og rödd hennar bar vott um feginleik og angur- værð í senn. - Nú erum við opinberlega trúlof- uð, Peter, sagði hún og settist hjá honum. - Hvenær ætlar þú að gera slíkt hið sama, Danny? Daniel hristi höfuðið. - Það liggur ekkert á, sagði hann. - Fyrst verð ég að minnsta kosti að finna stúlku sem getur umborið mig. - Hvað varð um Alice? spurði Peter allt í einu. - Ég þóttist sjá hana við borðhaldið en svo hvarf hún. Marian andvarpaði. - Hún er alltaf svona. Annaöhvort hverfur hún skyndilega eða fer of snemma. Ég botna ekkert í henni. Hún er vel gefin og lagleg en hún kann ekki að skemmta sér. - Hún er feimin, sagði Peter, og það er ein- göngu vegna þess að henni hefur aldrei gefist tími til þess að vera barn. Hún varð fullorðin daginn sem hún fæddist. Daniel sat og hugsaði um ungu stúlkuna í bláa kjólnum sem hafði rétt honum pakkann. Síðan hafði hún horfið. Það hlaut að vera þessi Alice sem þau voru að tala um. Af tilviljun hitti hann hana aftur og þegar hann sá hana varð hann að viðurkenna með sjálfum sér að hann hafði gleymt henni. Samt fannst honum það alveg óskiljanlegt því hún var bæði mjög lagleg og óvenjulega vel vaxin. Hann átti að halda fyrirlestur í útvarpið um för- ina til Kahmet - hinn örlagaríka rannsóknar- leiöangur sem hafði næstum því orðið hans bani - og hann sá hana í matsal útvarpshúss- ins þar sem hún sat afsíðis við lítið borð úti í horni. Daniel lagði bakkann frá sér á skenkinn. - Hver er hún? spurði hann stúlku í hvítum slopp sem var önnum kafin við að framreiða smásteik og kartöflumauk. Hún leit í sömu átt og hann. - Alice Mackenzie, hún vinnur í erlendu fréttadeildinni, sagði hún afundin og fór að af- greiða þann næsta í röðinni. Daniel settist andspænis Alice. - Má ég setjast hérna, ungfrú Mackenzie? spurði hann. Alice kinkaði kolli án þess að líta upp úr flugbréfinu sem hún hafði sökkt sér nið- ur í að lesa strax þegar hún sá að hann nálg- aðist borðið. Daniel leit brosandi á hana og þegar hún sá bros hans stóð hún upp og hrað- aði sér út. Hún hafði svo mikinn hjartslátt að hún hafði það á tilfinningunni að það myndi heyrast í öllum hátölurum byggingarinnar og berast út um allan heiminn með þúsundföldu afli. Hún hafði séð þaö í bláu augunum hans að hann gerði gys að henni. Því ekki það? Hún hafði hagað sér eins og kjáni. Hvað skyldi hann halda? Nú vissi hún hver hann var. Hinn frægi fjallagarpur, Daniel White. Hún flýtti sér inn á skrifstofuna sína. Hann átti að tala frá stofu númer sjö. Hún ætlaði að Ijúka því af sem hún átti eftir að gera svo hún gæti hlustað á fyrirlesturinn. Tveim dögum síðar mættust þau á götunni. Hann kom á móti henni og tók um handleqq hennar. - Við eigum samleið, sagði hann rólega. Alice leit á hann. Hvað átti hún aö segja? Hvað átti hún að gera? Henni var skapi næst að 1 hlaupast á brott en hún gat það ekki. - Við skulum koma í stutta gönguferð. Þetta er yndislegt vorveður, sagði hann. Síðan fór hann að tala um allt milli himins og jarðar og hún svaraði honum. Þau hlógu og gerðu að gamni sínu svo tíminn var fljótur að líða. - Við skulum koma hingað inn og fá okkur eitthvað að borða, sagði hann og opnaði dyrnar að litlu, fínu veitingahúsi. Alice varð hverft við þegar hún sá mjúk gólfteppin, hvíta borðdúkana og svartklædda þjóna. Hún sá að fólkið, sem sat við lítil borð, leit upp og einblíndi á hana. Bráð- um færu allir að hlæja. Hún var ekki nógu vel klædd til að fara inn á svona fínan veitingastað. Hún stamaði nokkur óskiljanleg afsökunarorð og tók til fótanna. Seinna, þegar hún var háttuð, gerði hún sér Ijóst hvað hún hefði átt að segja: - Danny, ég er ekki þannig klædd að ég geti farið inn á svona fínt veitingahús en ég veit um vistlega litla krá sem er hérna rétt hjá. En hún hafði ekki sagt þaö heldur hlaupist á brott og gert Danny að athlægi. Hann myndi aldrei fyrirgefa henni þetta. Alice sá auglýsingu frá honum í blöðunum: „Einkaritari óskast, þarf að hafa mikla mála- kunnáttu og vera vön að umgangast fólk.“ Henni fannst eins og þessari síðustu setningu væri beint til hennar sjálfrar. Hann vildi ekki eiga það á hættu að fá einkaritara sem hlypist á brott, aðeins vegna þess að einhver horfði á hana! Bros Alice var beiskjublandið. Hann gat verið alveg áhyggjulaus. Hún ætlaði ekki aö sækja um stöðuna. Hún myndi ekki voga sér að líta á hann framar. Sennilega hafði hann heldur enga löngun til þess að hitta hana aftur. 36 VIKAN 2. TBL. 1991

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.