Vikan - 24.01.1991, Side 37
Hún andvarpaði og fór að vinna við þýðing-
arnar sem voru mest aðkallandi. En vinnan
gekk treglega. Henni varð litið út um gluggann
þar sem greinilega mátti sjá merki þess aö
sumarið væri í nánd. Nú sat hún þarna og
þráði að komast út. Hún ákvað að ferðast eitt-
hvað í fríinu sínu um sumarið. Fara eitthvað
og kynnast öðru fólki. Haga sér eins og annað
ungt fólk. Hún hlaut að geta það. Með einhverj-
um hætti varð hún að losa sig við þennan
ósýnilega vegg.
Alice fór til Parísar. Þangað hafði hún aldrei
komið áður en Yvonne hafði sagt henni svo
margt frá fæðingarbæ sínum að henni fannst
næstum því eins og hún hefði sjálf átt þar
heima einhvern tíma.
Hún reikaði alein um breiðgöturnar. Hún
mataðist alein á gistihúsinu. Hún vogaði sér
ekki að setjast við eitt af litlu borðunum undir
marglitu sóltjöldunum. Samt naut hún þess að
vera komin þangað.
Nú varð henni litið á auglýsingaskiltið. Þar
var smáauglýsing um að Daniel White, enski
fjallagarpurinn, ætlaði að halda fyrirlestur um
Matterhorn þetta kvöld. Hann var þá í París.
Hún gæti fengið að sjá hann, setið án þess aö
nokkur veitti henni eftirtekt í myrkum sal og
hlustað á hann. Alice keypti aðgöngumiða.
Fyrirlestur með skuggamyndum.
Salurinn var fullskipaður eftirvæntingarfull-
um áheyrendum og nú kom hann og í fylgd
með honum var ung dökkhærð stúlka með
brún augu. Þetta var lagleg ung stúlka og það
var auðséð að hún naut þess aö standa þarna
f sviðsljósinu og brosa til fólksins niðri f
salnum. Hún bauö þau velkomin og þaö fór
hrollur um Aiice þegar stúlkan fór að tala
frönskuna. Áhorfendur sátu furðu lostnir.
Stúlkan kynnti sig sem Lillian Whittaker, einka-
ritara hr. Whites. Hr. White gat því miður ekki
talað frönsku, þess vegna ætlaði hún að þýða
fyrirlesturinn smám saman um leið og mynd-
irnar birtust á tjaldinu. - Reyna að þýða, hugs-
aði Alice með sér.
Hún var svo taugaóstyrk að hendur hennar
voru rakar af svita. Bara að þessi stelpukjáni
eyðilegði nú ekki allt saman fyrir Danny. Meira
að segja Alice átti bágt með að verjast hlátri
enda þótt henni lægi við gráti. Það fór kliður
um salinn af niðurbældum hlátri áheyrendanna
eftir því sem ambögunum fjölgaði í þýðingu
Lillian Whittaker. Danny var nú nóg boðið. Svo
Iftið bar á bað hann Lillian að hætta og reyndi
sjálfur að útskýra myndirnar á frönsku en það
varð honum ofraun og fólkið í salnum var sýni-
lega farið að ókyrrast.
Einhver kvað upp úr með það að fá pening-
ana endurgreidda. Allt í einu varð Alice þess
vör að hún stóð á miðjum ræðupallinum. Með
fáum vel völdum orðum skýrði hún fyrir áheyr-
endum hve langt Danny væri kominn í fyrir-
lestrinum.
Augnatillit Dannys bar vott um þakklæti og
feginleik. Alice hélt hiklaust áfram með þýðing-
una án þess að skeyta um hið marghöfða
skrímsli niðri í salnum. Hún hugsaði aðeins
um Danny. Loksins var þessu öllu lokið.
Áheyrendurnir klöppuðu og Danny tók um
hönd Alice og dró hana fram í sviðsljósið. Þeg-
ar lófaklappinu loksins linnti bað hann hana að
koma með sér að tjaldabaki og þar voru þau
ein. Þau horfðu hvort á annað.
Allt í einu tók hann hana í faðm sér og kyssti
hana, löngum heitum kossi. Þótt undarlegt
kunni að virðast flúði hún ekki í þetta skipti. □
STJORNUKORT
Góð aðferð til sjálfsskoðunar og til að kanna
orkustrauma framtíðarinnar.
Erum umboðsaðilar
fyrir stjörnukort
Gunnlaugs
Guðmundssonar
★ Persónulýsing
★ Framtíðarkort - 12 mán.
★ Framtíðarkort - 3 ár
★ Samskiptakort
Kortin afgreidd samdægurs
Mikið úrval af bókum um stjörnuspeki:
Á íslensku:
★ Hver er ég?
Hvað býr í framtíðinni?
Stjörnumerkin
eftir Gunnlaug Guðmundsson
Ástin og stjörnumerkin
Stjörnumerkin og kynlífið
Bækur um hvert stjörnumerki
Stjörnumerkin og áhrif þeirra
Mikið úrval af bókum á ensku,
meðal annars:
★ American Ephemeries
★ Planets in Houses, R. Hand ★ Planets in Youth, R. Hand
★ Planets in Transit, R. Hand ★ Planets in Composite, R. Hand
★ The Astrologer’s Handbook, Sakoian & Acker
★ Karmic Astrology I, II, III, IV, M. Schulman
★ Rising Signs, J. Avery ★ The Twelve Houses, H. Sasportas
★ Horoscope Symbols, R. Hand ★ Esoteric Astrology, A. Leo
★ Sexual Astrology, Martine ★ Moon Phases, M. Goldsmith
★ Your Secret Self, T. Marks ★ The Astrology Workbook, C.M.
Póstkröfuþjónusta-
Greiðslukortaþjónusta
Pantanasímar:
(91)62 33 36 og
62 62 65
beuR^ip
Laugavegi 66
101 Reykjavík
símar 623336 og 626265
2.TBL1991 VIKAN 37