Vikan


Vikan - 24.01.1991, Side 39

Vikan - 24.01.1991, Side 39
Ll_ CZ. o LU co Hrafnhildur Wilde bjó um skeið í þorpi í Oxfordskíri ó Englandi. Par búa um fimm þúsund manns. Flestir vinna við þjónustustörf í tengslum við sveitirnar í kring. Þó eru margir sem búa þar og sœkja vinnu sína til annarra þorpa eða þorga. Við komum að móli við Hrafnhildi og spurðum hana hvort hún gœti ekki lýst fólkinu nónar fyrir okkur. KONAN SEM SKRIFAÐI Ég bjó um tíma í landi Engla og Saxa; í þorpi ekki langt frá fæðingarstaö Vilhjálms skálds. Fróður maður og vel kunnur siðum þarlendis hafði frætt mig um að þessi þjóð elskaði sér- vitringa umfram aðra. Hann sagði mér að bráðnauðsynlegt væri fyrir mig að ákveða ímynd mína áður en ég flytti þangað. „Hver ætlar þú að vera þarna úti?“ spurði hann. Þeg- ar þú ert búin að ákveða það verður þú að við- halda ímyndinni með framkomu og klæða- burði. Ég þakkaði honum vinsamlegar ábend- ingar en gleymdi þeim í hita niðurpökkunar og tilhlökkunarkvíða. Það var skömmu eftir að við fluttum í húsið okkar, og gólfrýmið flaut ennþá í hálfopnuðum pappakössum, að dyrabjallan hringdi á miðjum morgni. Klædd gömlum og litglöðum íþrótta- galla með hárið nælt upp I stert, lesgleraugun framan til á nefinu, svaraði ég bjöllunni. Fyrir utan stóðu tvær snyrtilegar miðaldra konur. Þær kynntu sig, kváðust hafa þann starfa með höndum, alls óformlega að sjálfsögðu, að bjóða aðflutta velkomna til þorpsins. Mættu þær ekki kíkja inn og, jú, þær myndu endilega þiggja tesopa. Ég ruddi braut milli kassanna, hreinsaði drasl af tveimur stólum fyrir þær, fór svo fram í eldhús og undirbjó teið. Síðan byrjaði kynning- in. Önnur þeirra var hjúkrunarkona, hin kom á vegum kirkjunnar. Heilsaðist ekki öllum á heimilinu vel til líkama og sálar? Gott var nú það. Ég fræddi þær um landflutninga okkar. ísland? Stórfurðulegt! Er það ekki eyjan fyrir ofan og til vinstri við Skotland á veðurkortinu í sjónvarpinu? Mikið rétt. Teið var tilbúið - ég bar það inn og skenkti, þakklát fyrir kennslu I þeirri list. Þær gátu séð að einhverja mannasiði kunni útlendingurinn. Spurningarnar héldu áfram. Værum við með börn á skólaskyldualdri? Hvað starfaði eigin- maðurinn? Myndi ég vilja starfa i einhverjum nefndum? Ynni ég úti? Eða var ég bara venju- leg heimavinnandi húsmóðir? Mér varð hugsað til heilræðis vinar míns; sá að ég hefði betur gefið mér tíma til að ígrunda ímyndina. Hvað átti ég að segja? Að íslenskar konur gætu aldrei verið „bara eitthvað" heldur værum við allar sérstæðar? Eða játast undir hversdagslegt hlutverk heimavinnandi hús- móður? Ég vissi að þetta var úrslitastund ævi minnar - en mér koni ekkert til hugar. Þær biðu, eftirvæntingin hékk á andlitum þeirra. Skildu þær ekki erfiðleika mína? Mér fannst eins og leiða ætti mig að fallöxinni. Ég opnaði munninn. Út kom: „Ég .. Áður en ég gat lokið setningunni, sem ég vissi ekki hvernig átti að enda, opnuðust dyrnar og maðurinn minn kom inn með pökkunarlista f hendinni og sagði: „Skrifað... ? Hann stoppaði áður en hann komst lengra þegar hann sá gestina. Frekari kynningar fóru fram; svo hvarf maðurinn til fyrri starfa og við konurnar urðum aftur einar. Ég þagði, vissi ekki hvernig átti að halda áfram. En sálusorgarinn hafði komist að niðurstöðu og reið á vaðið. Ljómandi staðhæfði hún: „Svo þú skrifar! Ég sá það strax á þér þegar þú opnaðir dyrnar að þú hlaust að fást við eitthvað list- rænt (hún dró út orðið eins og harm- óníku). Þú skilur, klæðnaðurinn ...“ Setningin dó út. Hún leit til vinkonu sinnar. „Sama hugsun hjá mér," sam- sinnti vinkonan. „Og lítillætið og vand- ræðin sem þú áttir í með svariö. Það er alltaf svo erfitt að hrósa sjálfri sér, ekki satt? Það staðfesti grun minn,“ bætti hún við. Þær kvöddu skömmu síðar. Þannig varð ímynd mín til. Ég var „útlenda konan sem skrifaði" allan tímann sem ég dvaldi í þorpinu. Til- viljunin, auk rótgróinnar kurteisi fólks að hnýsast ekki of mikið I annarra hagi, veg fyrir að ég væri nokkurn tíma hvað ég skrifaði. En ég hef alla tfð ið af alls konar listum; er þess vegna konar „listakona". MÓTORHJÓLAGÆINN Skólastjórinn opnar útidyrnar á slaginu sjö alla virka daga. Virðulegur maður um fertugt, grannvaxinn og vel klæddur. Með skjalatösku í hendi gengur hann á gljáburstuðum skóm nið- ur götuna, bakkar skínandi gamla fordinum út úr bílskúrnum. Heldur hægt af stað, sagt er að hann aki alltaf vel undir löglegum hraða. Hann er skólastjóri gagnfræðaskóla í smáborg um Frh. á næstu opnu 2. TBL 1991 VIKAN 39

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.