Vikan


Vikan - 24.01.1991, Side 41

Vikan - 24.01.1991, Side 41
TEIKNING: ÓLAFUR GUÐLAUGSSON rúðuna og ég renndi henni niður. Hann tók af sér hjálminn, kunnuglegt andlit blasti við okkur. Hann sagði: „Heldurðu að þú vildir segja kon- unni minni að keppnin verði framlengd?" Hann beið ekki eftir svari heldur skellti á sig hjálmin- um, sté á bak reiðskjótanum og brunaði burtu. Við störðum orðlaus á eftir skólastjóragæjan- um. VIÐSKIPTAJÖFURINN Hann var sagður viðskiptajöfur í borginni; hvers konar viðskipti hann stundaði vissi enginn. Hann gekk undir nafninu ríki maður- inn. Á morgnana hurfu þau hjónin í dýra bíln- um sínum til vinnu sinnar, en bæði unnu þau úti. Þau áttu fallegt hús og sérstaklega vel við haldið. Garðurinn var frægur út fyrir þorpið fyrir glæsileik en hann hafði eiginkonan skipulagt og unnið að í frístundum sínum. Stór bátur fyllti hálfa innkeyrsluna og stóð hann þar á hjólagrind allan ársins hring - nema ágúst- mánuð. Þá óku hjónin burt í sumarleyfi og tóku hann í tog. Enginn vissi hvert ferð þeirra var heitið. Leyndardómur hvíldi yfir húsinu á meðan. í verslununum mátti heyra vangaveltur þorpsbúa um áfangastað þeirra hjóna. Frakkland? Skotland? Suður-England? Fljót- in? En engin svör fengust. Stór bátur iyllti hálfa irmkeyrsluna og stób hann þar á hjólagrind allan ársins hring - nema ágústmánuÖ. Pá óku hjónin burt í sumarleyfi og tóku hann í tog. Enginn vissi hvert ferb þeirra var heitib. Leyndardómur hvíldi yfir húsinu á meban. í verslununum mátti heyra vangaveltur þorpsbúa um áfanga- stab þeirra hjóna. Frakkland? Skotland? Subur-England? Fljótin? En engin svör fengust. Þau voru farin að reskjast; höfðu búið í þorp- inu í nær tíu ár en aldrei vingast nóg við neinn til að bjóða heim. Þau voru barnlaus og enga húshjálp höfðu þau svo erfitt var að afla upp- lýsinga um hagi þeirra. Svo var það einn daginn að það fréttist um þorpið að ríki maðurinn væri búinn að setja húsið á söluskrá og þau hygðust flytjast á brott. Þorpsbúar tóku tíðindunum illa; eins og § færa ætti minnisvarða á brott og þorpið yrði § yfirbragðsdaufara fyrir vikið. | Garðar okkar lágu saman. Við höfðum | spjallað saman yfir girðinguna, eiginkonan og £ ég. Hún haföi liðsinnt mér í garðræktinni; benti o mér til dæmis einu sinni á að ein illgresisteg- | undin væri orðin óþarflega hávaxin. Ég hafði 1 þakkað henni fyrir en látið ósagt að í fáfræði “ minni hafði ég talið „blómið" til skrautjurta. Þaö kom mér mjög á óvart að rétt áður en þau fluttu buðu þau okkur til kvöldverðar. Viö mættum á tilteknum tíma. Ríki maöurinn bauð okkur veikomin, klæddur gömlum og snjáðum gallabuxum og köflóttri flónelsskyrtu. Eiginkon- an var einnig í áberandi ellilegum klæðum, en hver hefur ekki heyrt um sérvisku hinna ríku? Mikil var undrun okkar þegar við komum inn í stofuna. Annað eins samsafn af drasli höfð- um við aldrei séð. Hvert aflóga húsgagnið tók við af öðru. Við tylltum okkur varlega niður, hrædd um að stólarnir myndu gefa eftir undan þunga okkar. Við urðum ekki síður undrandi þegar við settumst að borðum. Diskarnir voru hver úr sinni áttinni, einlitir og rósóttir, en allir skörðótt- ir. Maturinn var samt ágætur og hjónin í besta skapi. Ríki maðurinn reytti af sér brandara, hló mikið svo skein í tannlausa gómana. Eftir máltíðina settumst við aftur inn í stof- una og dreyptum á heimabrugguðu léttvíni. Ríki maðurinn varð alvarlegri í bragði og sagði okkur ástæðuna fyrir þessu heimboöi; þau hjónin hefðu orðið ásátt um að bjóða okkur heim og segja okkur sögu sína. Ekki fylgdi nein skýring á hvers vegna við höfðum orðið fyrir valinu. Þau voru bláfátæk þegar þau kynntust en áttu sér sama drauminn: að verða rík. Þau gift- ust ung og byrjuðu strax aö vinna að markinu. Þau festu kaup á litlu húsi og gerðu það upp, seldu síðan með ágóða. Þau fylgdust vel með fasteignamarkaðnum, keyptu ódýrt á stöðum sem voru á uppleið, endurnýjuðu og seldu. Þetta höfðu þau gert í áratugi. Allir peningarnir fóru í afborganir, endurnýjanir og ytri stöðu- tákn: þau höfðu aldrei keypt neina innan- stokksmuni. Það var ytri hliðin sem sást - fal- legt hús, fínn bíll, stór bátur, góður fatnaður. Nú ætluðu þau að hætta - takmarkinu var náð. Þau voru að fara á eftirlaun til Möltu. Hlæjandi kvöddu þessi sérkennilegu hjón okkur. Hann brosti sínu tannlausa brosi, hún vinkaði. Næsta morgun voru þau horfin og húsið autt. En á ruslahaugunum fundust af- dankaðir húsmunir sem þorpsbúar eru enn að furða sig á hvaðan komu. RÍKA KONAN Hún var ættuð frá Wales og kaþólsk. Þar að auki bjó hún í stóra húsinu og maðurinn henn- ar var frægur í viðskiptaheiminum. Hún átti sér enga jafninga í þorpinu og enginn var henni æðri. Ekki mátti hún taka niður fyrir sig og þess vegna gat hún ekki þegið kaffisopa hjá þorps- konum: varð að láta sér nægja að kinka kolli til einstakra útvalinna á hlaupum sínum. Mikil og vegleg matarboð voru haldin í stóra húsinu og sá frúin alltaf sjálf um matreiðsluna. Þorpsbúar voru þess fullvissir að frúin væri einhver fremsti kokkur heims og voru tilbúnir að veðja á hana og tefla henni fram á móti Frh. á bls. 49 2. TBL. 1991 VIKAN 41

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.