Vikan - 24.01.1991, Side 50
TEXTI: ÓMAR FRIÐLEIFSSON
★ Sylvester Stallone er ekki
í hávegum hafður í Bandaríkj-
unum um þessar mundir.
Rocky 5 hefur fengið slæma
dóma hjá flestöllum gagnrýn-
endum vestanhafs en hefur þó
náð að hala inn 36 milljónir
dollara á aðeins mánuði í
Bandaríkjunum. Kappinn er
nú að leika í mafíumynd sem
á að heita OSCAR. Þá mynd
framleiðir dótturfyrirtæki Walt
Disney, Touchstone. Aðrir
leikarar eru Tim Curry (Rocky
★ Sumarið 1989 var Batman-
æði, i sumar var það Dick
Tracy - hvað verður næst? Ég
held að æðið næsta sumar
snúist f kringum mynd sem
mun koma öllum á óvart. Hún
er í framleiðslu og er búin að
vera í smíðum í nokkur ár.
Rocketeer á myndin að heita
og eru flestir leikararnir ungir
og óþekktir nema einn. Það er
007, Timothy Dalton. Leikstjóri
er Bill Campell. Sagan er
byggð á teiknimyndahetjunni
The Rocketeer og það er
Touchstone sem framleiðir
myndina.
★ Spike Lee er aldeilis dug-
legur að gera kvikmyndir.
Hann átti allan heiðurinn af Do
the Right Thing sem var ein
umdeildasta kvikmynd síðasta
árs. Einnig gerði hann Mo
Better Blues. Þá lék Densil
Washington aðalhlutverkið í
þeirri mynd sem fékk betri
dóma en aðsókn. Spike heldur
áfram og er nú að fullgera
myndina Jungle Fever og
þykir deiia hart á hvíta
manninn. Myndina gerir kvik-
myndafyrirtækið Universal.
★ Einhver athyglisverðasta
myndin á árinu sem leið var án
efa Edward Siccorhands sem
er gerð af leikstjóranum Tim
Burton sem þekktur er fyrir
myndirnar Beatlejuce og
Batman. Þessi mynd er fant-
asfa sem gerist í úthverfi borg-
ar í Bandaríkjunum og fjallar
um dreng sem er ekki eins og
gengur og gerist. í staðinn fyrir
hendur er hann með... við
höldum því leyndu f bili. Þessi
mynd er þessa dagana að slá
aðsóknarmet í Bandaríkjun-
um. Sá sem leikur Edward er
22 ára og heitir Johnny Deep.
★ Danni de Vito er þekktur
fyrir að koma fólki til að hlæja.
Nægir þar að nefna kvikmynd-
irnar War of the Rose, Jewel
of the Nile og Twins. Hann er
þessa dagana að vinna að
tveim kvikmyndum. Sú fyrri
heitir Others People Money og
er leikstýrt af Norman Jewi-
son. Sú seinni er í vinnslu hjá
kvikmyndafyrirtækinu Fox.
Hún á að heita Jack the Bear.
Það er Marshall Herskovitch
sem leikstýrir de Vito í þeirri
mynd.
stj*rnumolar
★ Valkenvania, hvað er það?
Jú, nafnið á myndinni sem
grínleikarinn Dan Ackroyd
skrifaði fyrir sig, Chevy Chase,
John Candy og Deemi Moore.
Þessi grínmynd verður innan
skamms frumsýnd í Banda-
ríkjunum og búast allir að
þetta verði ein besta ef ekki
allra besta grínmynd ársins
1991.
Horor Picture Show), Don
Ameche (Coccon, Trading
Places) og Kirk Douglas,
gamli jaxlinn, á síðan aö leika
föður Sylvesters Stallone í
myndinni. Það er verið að kvik-
mynda hana í LA og í Orlando
þessa dagana og búast margir
við stórmynd.
Hann er geysilega vinsæll þar
fyrir vestan úr sjónvarps-
myndaflokknum 21 Jump
Street. Einnig lék hann í kvik-
myndinni Cry Baby sem sýnd
var við mikla aösókn. Aðrir
leikarar eru Vincent Price, Vi-
ona Ryder, Dianne West og
Alan Arkin. Menn eru sam-
mála um að þessi mynd eigi
engan sinn líka.
★ Nýjasta myndin sem Mick-
ey Rourke leikur í á að heita
því frumlega nafni Harley
Davidson and the Marlbour-
ogh Man. Aðrir leikarar eru
Don Johnson sem best er
þekktur fyrir leik sinn í sjón-
varpsþáttunum Miami Vice og
Robert Gynty sem lék í The
Exterminator. Leikstjórinn
heitir Simon Wincher og er
aðeins 31 árs að aldri.
★ Vinsælustu myndirnar á
síðasta ári voru Pretty Woman
og Chost. Þá er miðað við
heim allan en Pretty Woman
var langvinsælasta myndin
hér á íslandi. Alls komu rúm-
lega 50 þúsund manns að sjá
hana í Reykjavík og eitthvað
um 10 þúsund manns börðu
hana augum úti á landi. Þann-
ig hafa um það bil 60 þúsund
manns séð Pretty Woman á
íslandi og er það met þetta
árið.
★ Óskarsverðlaunin verða
afhent 25. mars og þá í 63.
skiptið. Myndir sem þykja eiga
góðar líkur á að fá margar út-
nefningar eru Goodfellas,
Godfather 3 og Sheltering
Sky eftir Bernando Bertoluchi.