Vikan


Vikan - 18.04.1991, Side 6

Vikan - 18.04.1991, Side 6
TEXTI: HELGA ÁGÚSTSDÓTTIR / LJÓSM.: MAGNÚS HJÖRLEIFSSON A orku 1 #1 Vikan rœðir við Margréti Helgu um Sigrúnu Ástrósu, sem hún hefur leik- ið við geysigóðar undirtektir í tvö ór Ljósin kvikna og Sigrún Ástrós birtist með innkaupapokann. Hún dregur svolítið fæturna, ekki laus við að vera þreytuleg. En fljótlega færist meira líf í hana og hún heldur uppi hrókasamræðum við vegginn, málvin sinn til margra ára, á meðan hún undirbýr kvöldmatinn. Svolítill undrunarkliður fer um salinn. En jafnframt er Ijóst að margir vita á hverju þeir eiga von; hafa heyrt um þetta einstaka, stórskemmtilega leikrit. Og ekki líður á löngu uns heyra má saumnál detta - á milli hláturrokanna. Enginn vill missa af einu orði. Sigrún Ástrós/Margrét Helga Jóhannsdóttir hefur enn einu sinni töfrað áhorfendur upp úr skónum. að fljúga ótal spurningar í gegnum hugann þegar setið er andspaenis leikkonunni sem kynnti Sigrúnu Ást- rósu fyrir íslendingum, þetta heill- andi verk þar sem gaman og alvara fléttast í samspili sem fær áhorfendur til að skellihlaeja og tárast til skiptis. Og hvar á aö byrja? Ja hvernig kynntust þær Margrét Helga og Sigrún Ástrós? „Sennilega heyrði ég alfyrst um Sigrúnu Ást- rósu frá vinkonu minni í Danmörku. Hún hafði farið að sjá Lisbet Dahl í hlutverki Sigrúnar. Þessi vinkona mín var óskaplega hrifin af verk- inu en sagði jafnframt að ég bara yrði að kynn- ast því og leika þetta hlutverk. Þannig heyrði ég nú fyrst af þessu. Nú, svo fór ég til London og ætlaði endilega að sjá Hönnu Gordon leika þaö. En sýningum var hætt, einmitt daginn áður en ég kom, svo það varð nú ekki af því í það skiptið. Ég hefði nú líka alveg þegið að sjá Pauline Collins fara með þetta á sviði, þá sömu og lék í kvikmyndinni, en af því varð heldur ekki. Loksins þegar ég komst svo til að sjá Sigrúnu Ástrósu á sviði þá var það í túlkun Paulu Whitcock og ég verð að segja eins og er að ég varð ekkert bergnumin. En leikritið keypti ég, las það spjaldanna á milli og - ja við getum kannski sagt að ég hafi orðið heltekin af því. Svo mikið er aö minnsta kosti víst að ég fékk Leikfélagið til að kaupa réttinn og Þránd Thoroddsen til að þýða það. Já, það orkaði sterkt á mig strax í upphafi." - Fékkst Þránd til að þýða? Vill það segja að þú hafir ráðist í það prívat og persónulega, borgað úr eigin vasa? „Nei, ég myndi nú varla setja það þannig fram.“ Margrét Helga kímir svolítið. „Þaðfeng- ust hundrað þúsund krónur í þýðingarstyrk frá menntamálaráðuneytinu en það vill til að mér finnst alltaf voða gaman að koma niður í menntamálaráðuneyti." - Varstu þar kannski með annan fótinn uns styrkurinn var fenginn? „Ja, þær voru orðnar nokkuð margar, ferð- irnar sem farnar voru áður en styrkurinn var í höfn. En sjáðu til, ég hafði svo sterka tilfinn- ingu fyrir verkinu, fyrir Sigrúnu Ástrósu, að það var held ég ekki til í mínum huga að hætta við þetta." - Og svo hefur þetta gengið vel og lukku- lega fyrir sig og strax verið ákveðið að setja verkið upp? „Ja, útkoman varð sú, eins og þú veist, en ég get sagt þér hreinskilnislega að ég var búin að læra verkið til hálfs og eyða drjúglöngum stundum með leikstjóranum mínum, henni Hönnu Maríu Karlsdóttur, inni í herberginu mínu áður en nokkuð hafði verið ákveðið um Ó VIKAN 8. TBL. 1991

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.