Vikan - 18.04.1991, Page 8
vegar ekkert fyrir mig. Ég fæ ekkert út úr til
dæmis tívolíhræðslu í rússíbana, þó ég hafi
gaman af vissum háska. Samt er ég huglaus.
Ég er bílhrædd, lofthrædd og dáist að skíða-
fólki sem brunar á ógnarhraða niður hverja
brekkuna af annarri. Ég verð, svei mér þá, svo-
lítið öfundsjúk þegar ég sé fólk í stórsvigi í
sjónvarpinu. Hins vegar er ég í nautsmerkinu
og svo rækilega merkt því að ég verð helst allt-
af aö hafa klaufirnar alveg niðri í jörðinni." Hún
brosir hlýlega, svolítið heilluð á svipinn. „En
hitt væri nú samt gaman.“
- Þetta með að læra texta, finnst þér það
verða erfiðara með árunum eða... ?“
„Ég trúi að við getum öll endalaust lært og
bætt við okkur og hef satt að segja þá skoðun
að við stuðlum að eigin hrörnun og stöðnun ef
við ákveðum að nú getum við ekki lengur til-
einkað okkur neitt nýtt. Leyfðu mér aðeins að
segja þér frá heimilislækninum mínum. Hann
er talsvert fullorðinn, gáfaður og skemmtilegur
maður. Við ræðum oft saman. Veistu hvað
hann gerði? Nei! Hann fór nefnilega í háskól-
ann þegar hann var 59 ára og sagði mér að
hann hefði verið kominn á gott skrið með nám-
ið þegar hann var 61. Ég er sannfærð um að
besta leiðin fyrir fullorðna manneskju, sem
hafði ekki tækifæri til að læra þegar hún var
ung, er að drífa sig í það í dag! Er það ekki
dásamlegt að við getum alla ævi verið að
þroska okkur og sinna nýjum hugðarefnum?
Ég ætla seinna að læra vatnslitamálun, bara
fyrir sjálfa mig. Af því að mig langar til þess.“
- Varstu aldrei komin að því að hætta við,
gefast upp á miðri leið í textanum langa?
„Nei, það held ég ekki. En ef ég lét bilbug á
mér finna átti Hanna María það til að segja að
þetta væri ekkert mál, hún myndi taka að sér
hlutverkið; kynni hvort eð er svo mikið af text-
anum nú þegar. En nei! Þetta var mitt hlutverk.
Sjáðu, ég var bergnumin af Sigrúnu Ástrósu
og er kannski enn á vissan hátt.“
- Hvað er það sem er svona heillandi við
hana? Þetta er nú bara ósköp venjuleg hús-
móðir.
„Kannski er það hluti af töfrum hennar,
hvernig hún sýnir okkur fram á hvaö þaö er
firnamargt sem býr í okkur, ef við bara viljum
gefa því tækifæri - og taka svolitla áhættu. Og
svo auðvitað lífsviðhorfið hennar, óbilandi já-
kvæðni og heilbrigð skynsemi. Hún hefur svo
skemmtilega yfirsýn yfir llfiö og tilveruna, þrátt
fyrir þessa leiðindaaðstöðu sem hún hefur lent
í. Hún er svo heilbrigð, með víða lífssýn í raun
og veru. Mérfinnst hún heillandi."
Margrét Helga er svipsterk kona, jafnvel dá-
lítið dramatísk í útliti, en þegar hún talar um
Sigrúnu mildast svipurinn, raddblærinn mýkist
og það er ekki hægt aö komast hjá því að
skynja hversu djúpstæð væntumþykja hennar
er.
„Og hugsaðu þér, það var alltaf verið að
segja henni að hún væri ekkert; hún væri ekki
neitt neitt borið saman við aðra. Jafnvel skóla-
stýran sem hefði átt að hafa svolítinn skilning á
börnum; hún er fremst I flokki að niðurlægja
hana og brjóta niður sjálfstraustið. En það hef-
ur svona hvarflað að mér að þessi skólastýra í
verkinu sé ekkert einsdæmi í stétt kennara. Að
minnsta kosti kann ég nokkur dæmi um niður-
lægjandi athugasemdir sem hafa verið látnar
dynja á nemendum."
- Hvað gerist svo í lífi Sigrúnar Ástrósar?
„Nú, hún giftist honum Jóa - honum Jóa
sínum og þau voru fyrst hamingjusöm, svo
hamingjusöm að hún meira að segja fann það
skýrt og greinilega. En svo komu viðjar
vanans, hvunndagurinn og þau lokast hvort
inni í sjálfu sér. Hún talar við vegginn, hann við
heimilistækin. Það virðast vera svo margir sem
gleyma því að Jói er ekki síður einmana og
upplifir sig afskiptan, þrátt fyrir hryssingslegt
yfirborðið sem hann sýnir Sigrúnu. Hann á líka
dálítið bágt. En það gerðist svo sem ekki neitt
sérstakt annað en aö þau verða fórnarlömb
vanans án þess að átta sig á því. Og svo fest-
ast þau í afmörkuðum mynstrum og hlutverk-
um sem þau bregða helst aldrei út af. Þau
ræktuðu ekki sambandið sitt.“
- Er nauðsynlegt að rækta sambönd?
„Já, mér finnst það. Ég lærði það kannski
svolítið seint en sennilega þeim mun betur og
iegg upp úr því að hlúa að samböndum við vini
mína. Ég á mjög góða vini en ekki kunningja.
Auðvitað tala ég oft við fullt af ágætu fólki og
hitti marga. En ef við tökum yfirborðssamkom-
ur eins og kokkteilboð sem dæmi þá eru þau
fulltrúar þeirrar tegundar af mannamótum sem
■ „En það sem hún Sigrún
lærir er það að njóta
augnabliksins, vera ekki
bundin af einhverju sem
gerðist eða því sem ef til
vill á eftir að gerast; hún
lærir að lifa í nú-inu.“
mér hrýs eiginlega hugur við. Ég hefði aldrei
getað plumað mig í utanrikisþjónustu! Nei,
hún Sigrún mín Ástrós hafði hvorki gert sér
grein fyrir því sem í henni bjó, hvers hún var
megnug né heldur þvi að það þyrfti meira til en
bara að giftast manninum sem maður er hrifin
af. En það breytist nú allt.“
- Hvernig breytist Sigrún þá?
„Ég sagði ekki að hún breyttist í sinni
grunngerð, því hún er alltaf til staðar innst inni,
heldur það sem hún gerir. Nei, hún heldur
áfram að vera hún sjálf, heilbrigð og jákvæð.
En hún fer hins vegar að feta sig eftir ieiðum
sem fyrir henni eru nýjar og talsvert vogaðar.
Hún kynnist auðvitað ýmsu í viðhorfum Jó-
hönnu rauðsokku, vinkonu sinnar, og af því að
Sigrún er svo Ijómandi órugluð þá gleypir hún
ekki öfgana hráa heldur vegur og metur fyrir
sig og finnur hvað gæti hentað henni og hvað
það er sem hún treystir sér til að framkvæma,
án þess að stíga ofan á neinn eða gera lítið úr.
Hún nefnilega framkvæmir aðeins til eigin
þroska og vellíðunar, meiðir í raun engan í
leiðinni. En auðvitað er það djarft að standa allt
í einu upp eftir áratuga hjónaband í föstum
skorðum og tilkynna brottför I frí - jafnvel þó
það sé bara hálfur mánuður! En það var stóra
skrefið sem hún þurfti að stíga, til að fá að vera
ein með sjálfri sér, óheft af skyldum og vana, til
að upplifa einmitt hversu mikið gott og jákvætt
líf bjó í henni; líf sem hún hafði leyft að sofa,
þó það nagaði hana öðru hverju. Og Jói er
nefnilega undir sömu sök seldur; ofurseldur
gömlum klafa vanans."
- Er hann ekki bara óttaleg karlremba?
„Hann Jói minn? Nei, alls ekki inn við beinið
held ég. En hann er auðvitað fjarskalega lok-
aðurog í raun hræddurvið breytingar. Hann er
hræddur við allt sem ekki má fella inn í öruggu
og föstu, litlu skorðurnar sem þau hafa búið
sér. Nei, hann er sennilega ekki remba; bara
maður sem nýtur sín ekki og hefur ekki í lang-
an tíma látið sér detta í hug að hann ætti betra
skiiið en fasta liði eins og venjulega.“
Hún talar eins og þetta séu hennar nánustu
vinir og þaö hvarflar að manni að sennilega sé
varhugavert að halla á þau orðinu (ekki það að
óskin sé til staðar!) því þá væri Margréti Helgu
að mæta. Er það ekki einmitt þetta sem heitir
að vera einlægur í persónusköpun, tengjast
sínum persónum; finna til með þeim og skilja
þær langt út fyrir það sem sett er á prent f
leikritinu sjálfu?
- Er svona þreytt húsmóðir nokkurt einasta
efni í heila leiksýningu; bara gamlar klisjur og
sjálfsvorkunn?
„Hún Sigrún Ástrós á ekki til sjálfsvorkunn
og það hvarflar ekki að henni að erfa hluti við
fólk eða gera úlfalda úr mýflugu. Nú og svo
hefur hún líka þessa dásamlegu kímnigáfu
sem hún beitir óspart. Það er ekki af engu að
fólk veltist stundum um af hlátri þegar það
hlustar á hana.“
- Er þetta ef til vill fyrst og fremst gaman-
leikrit?
„Það fékk að vísu verðlaun sem slíkt en er
það ekki! Það er ekki heldur sorgarleikur; þetta
er leikurinn um lífið, gleðina og þá orku og já-
kvæðni sem býr í okkur öllum, körlum og
konum. Við þurfum bara að opna þessum þátt-
um farveg og þá auðgum við lífið til muna.“
- Nú er þetta leikrit skrifað um konu f millj-
ónaborginni Liverpool. Finnst þér sömu hlutir
eiga við hérna?
„Já, svo sannarlega, en kannski með svolít-
ið öðrum formerkjum á stundum. Fólk er Ifka
einangrað hér, lifir í viðjum vanans í þessu
þjóðfélagi þar sem allir gætu - og virðast raun-
ar stundum - þekkt alla. Hefurðu ekki komið
inn á heimilin - ég segi ekki þar sem talað er
við veggi og heimilistæki - þar sem bóndinn
horfir á fþróttir í sjónvarpinu hvenær sem færi
gefst og frúin hlustar ein á Jónas Jónasson
frammi í eldhúsi? Er nú svo óskaplegur munur
á þessu ef að er gáð? En það sem hún Sigrún
lærir er það að njóta augnabliksins, vera ekki
bundin af einhverju sem gerðist eöa því sem ef
til vill á eftir að gerast; hún lærir að lifa í nú-inu.
Og það er nokkuð sem ég trúi að viö þyrftum
öll að reyna að tileinka okkur. Þar er lykillinn
að lífshamingjunni."
- Tekst Margréti Helgu þetta, sjálfri?
„Ég er langt frá því að vera fullkomin, samt
tekst mér stundum að láta sjálfa mig staldra
við og minnast þess að augnablikið, nú-ið,
skiptir mestu og það gerir sálinni gott. En þetta
tekst ekki nálægt því alltaf."
- Hvað fleira hefur áhrif á Sigrúnu á leið
hennar til þess að verða aftur og meira hún
sjálf?
„Það breytti auðvitað líka heilmiklu fyrir
hana að hitta þessa gömlu skólasystur sem
hún hafði alltaf upplifað sem svo fína og full-
komna, hana Maju Magg sem var dálæti
skólastýrunnar og hafði fengið þessa líka
vönduðu framsagnarkennslu - strax sem barn!
Ja sú var nú ekki öfundsverð af stöðu sinni
þegar þær hittust aftur. Og þegar líða fer á
leikritið sættist Sigrún Ástrós við sjálfa sig, hún
finnur að hún er ekkert ómöguleg. „Ég held ég
sé bara farin að kunna svolítið vel við sjálfa
mig," segir hún þegar hún er aftur farin að
nálgast sitt upprunalega sjálf. Og kannski get-
8 VIKAN 8. TBL.1991