Vikan


Vikan - 18.04.1991, Blaðsíða 30

Vikan - 18.04.1991, Blaðsíða 30
SVAR TIL UNGLINGSSTÚLKUNNAR PAT Kœra Jóna Rúna! Ég er unglingsstúlka sem á í vandrœðum. Fyrst œtla ég að byrja frá botni. Foreldrar mínir skildu þegar ég var fimm ára. Eftir að hann hvarf af heimiiinu, vegna ýmissa vandrœða, sem hann skapaði okkur, hef ég ekki séð hann. Sjálf er ég mjög lokuð, frekar feimin og á erfitt með að tjá mig. Reyndar fer flest í rugl þegar fólk talar við mig. Mér finnst aftur á móti mjög auðvelt að skrifa hugsanir mínar. Fief þó á tilfinningunni að þetfa geti verið að lagast. Ástœðan fyrir því að ég skrifa þér er að ég efast um að vinkona mín, sem ég kynntist ekki alls fyrir löngu, kœri sig um vináttu mína. Reyndar hófust kynni okkar ígegnum sameiginleg áhugamái þarsem hún erleiðandi en ég ekki. Ég átti frumkvœðið að kynnum okkar, sagði henni einfaldlega að ég vœri einmana og hún tók mér vel í fyrstu. Síðan kom í Ijós að faðir hennar hafði verið ósköp svipaður mínum. Vinkonan er yndisleg, kát auk þess að vera fijót að hugsa og breyta um umrœðuefni. Eftir að ég trúði henni fyrir leyndarmáli, sem gaf vissar uppiýsingar um mig, er engu líkara en hún forðist mig á vissan hátt. Fiún brosir ekki til mín lengur eða segir neitt skemmtiiegt. Aftur á móti er hún blátt áfram og eiskuleg við hinar stelpurnar. Mér virðist aftur á móti standa einhver ótti af henni því ég verð hálfpartinn miður mín ef mig langar til að tala til hennar, eins og ég haldi að hún vilji ekki fá mig. Pá dreg ég mig afsíðis og verð alveg miður mín. Ftún hélt boð um daginn og bauð hinum stelpunum íhópnum en ekki mér. Ég aftur á móti spurði hvort ég mœtti koma og svarið var: -Já, já. Sjálfhefég á tilfinningunni að mér hafi upphaflega alls ekki verið œtlað að koma í þetta boð. Mér finnst reyndar að ég hafi verið frek að nœstum bjóða mér sjálf þarna. Að undanförnu hefur verið sýning á góðum árangri þessa hóps sem við tilheyrum. Fiún valdi kátustu og hressustu stelpurnar til að sýna. Aftur á móti er ég svo feimin að ég get ekki sagt neitt frábœrt eða spennandi. Ég held að henni og öðrum finnist ég vera ömurleg. Satt að segja veit ég ekki hvað ég hefgert rangt og skil ekki afhverju mér finnst hún forðast mig. Mig iangar að spyrja hana hvernig standi á þessari breytingu í minn garð og jafnvel spyrja vinkonur hennar ef eitthvað skýrðist. Málið er bara að ég vil heldur spyrja einhvern sem gœti skilið hvernig hugsanir mínar og persóna er. Pess vegna skrifa ég þér. Vonandi eigum við, ég og hún, eftir að verða góðar vinkonur því mér finnst hún frábœr. Ég vona, kœra Jóna, að þú getir ráðlagt mér eitthvað. Takk fyrir að vera til! Með fyrirfram þökk, Pat. JÓNA RÚNA KVARAN MIÐILL SVARAR LESANDA Elskulega Pat! Kærar þakkir fyrir yndis- legt bréf og elskulega uppörvun til mín. Ef þú hefðir ekki sagt mér hve gömul þú ert hefði ég haldið þig miklu eldri því bréfið er svo gott og þú ert svo ótrúlega ung. Reyndar sýnir það furðu mik- inn þroska á vissum sviðum. Eins og þú sérð hef ég stytt bréfið mjög mikið og líka breytt oröalagi töluvert, vegna ótta um að það mætti rekja slóðina til þín. Vonandi finnst þér það skynsamleg ráðstöfun hjá mér. Við skoðum fyrst ástand- ið með innsæi mínu og hyggjuviti. Ég mun svo enda á að gefa þér umsögn um manngerð og hugsanlega möguleika þína eins og hvort tveggja plasir við mér. AFLEIÐINGAR HEIMILISÓFRIÐAR Það er ekki spurning um að það erfiða heimilislíf, sem þér var boðið upp á á fyrstu árum ævi þinnar, er þér á einhvern hátt fjötur um fót. Það vill nú þannig til að ég leið svipaðar þrautir í mínum uppvexti og þú og þekki því mjög vel af eigin raun hvaða skaða og almenn vandræði slíkt getur haft í för með sér fyrir okkur sem fyrir verðum. Óöryggi, sem óstöð- ugt og hverfult fjölskyldulíf myndar, hefur því miður ákveðin sýnileg geöræn, til- finningaleg og sálræn áhrif á börnin frá þessum heimilum, sem gera þau óörugg ( tengslamyndun við aðra og ókunnuga. Á þínu heimili viðgengust til dæmis barsmíðar og augljós fyrirgangur föður og þannig ástand reynir mjög á tauga- kerfi barns. Það veit varla hvað er rétt og hvað rangt, 30 VIKAN 8. TBL. 1991
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.