Vikan - 18.04.1991, Page 34
◄ í gleðihverfinu St.
Pauli er ekki bara
dúndrandi næturlíf. Þar
er verið að sýna söng-
leikinn Cats ■
T Það var eiginlega
óvart sem Vikumenn
duttu inn í þetta
þrönga, eldgamla port.
En það reyndist um
margt merkilegt því á
horninu til hægri stóð
elsta og minnsta hús
sem fyrirfinnst í gamla
bæjarhlutanum. Það er
372 ára gamalt og er
samtals 39 fermetrar á
þrem hæðum! Húsin til
beggja handa voru ann-
ars eins konar félags-
bústaðir sem byggðir
voru handa ekkjum
kaupmanna endur fyrir
löngu.
er því ekki pyngju nokkurs
manns ofviöa. Og þá er hægt
aö fara að skoða.
DÝR, KIRKJUR
OG SÖFN
Hagenbecks-dýragaröurinn er
heill ævintýraheimur. Þar eru
rúmlega 2000 dýr af 360 teg-
undum á 27 hekturum lands. Á
kvöldin gefst fólki kostur á aö
upplifa svokallaða „frum-
skógarnótt" því þá fara eld-
gleypar, fakírar alls konar og
limbódansarar á kreik. Hljóm-
listin dunar og flugeldum er
skotið á loft.
Það er stundum sagt að
landinn megi ekki koma svo í
erlenda borg að hann þurfi
ekki að skoða að minnsta kosti
eitt stykki kirkju. St. Michaelis-
kirkjan er allrar athygli verð,
risastór og skrautleg bygging í
barokkstíl. Turn hennar er 132
metra hár en útsýnispallur í 82
metra hæð. Af honum er frá-
bært útsýni yfir borgina og
höfnina. Óvinnandi er að ætla
að reyna að lýsa innviðum
kirkjunnar. Þá verður hver og
einn að sjá með eigin augum.
Gleðihverfið St. Pauli tengja
flestir við létta leiki að nætur-
lagi. En það er harla fróðlegt
að koma við í því að degi til.
Þarna eru vændishús, barir,
spilabúllur, sjómannakrár og
fleira slíkt sem þjónar sínum
tilgangi, alls um 450 staðir.
Víst er þetta umhverfi fram-
andi í augum hins venjulega
ferðamanns því það er ekkert
verið að fara með hlutina í
felur. Heljarmikil auglýsinga-
spjöld tilkynna að þarna sé
nektarsýning eða gægjusýn-
ing eða vændiskonur til sölu
eða peningaspil og svo fram-
vegis. Á einum veggnum stóð
til dæmis stórum stöfum:
„KONTAKTHOF". Ör benti
niður í þröngt port þar sem
ung stúlka stóð heldur fá-
klædd og beið næsta við-
skiptavinar.
En nú vilja borgaryfirvöld
fara að innleiða listir og menn-
ingu í St. Pauli. Er sú innreið
þegar hafin. Eitt það fyrsta
sem mætir ferðamanninum,
þegar komið er inn á hina
frægu gleðigötu Reeþerbahn,
er leikhús þar sem söngleikur-
inn Cats er sýndur um þessar
mundir. Þetta er fimmta árið
sem hann gengur í Hamborg
og er uþpselt langt fram í
tímann. Annar frægur söng-
leikur er einnig á fjölunum í
Hamborg um þessar mundir.
Það er Das Phantom der
Opera sem sýndur er við
feiknavinsældir.
FEIKNASTÓR HÖFN
Skoðunarferðinni má ekki
Ijúka svo að ekki sé litið á
höfnina. Raunar er það ekkert
fimm mínútna verk því hún er
feiknastór og margt að sjá.
Þarna losa og ferma um
14.000 skip árlega allt að því
60.000 tonn af alls konar varn-
ingi. Hægt er að fara f sigl-
ingu um svæðið og virða
fyrir sér þau miklu umsvif sem
þar eiga sér stað. Ferðin getur
sem best hafist eða endað í
seglskipinu Rickmer Rickmers
sem liggur við festar í innri
höfninni. Það er nú rekið sem
sjóminjasafn og veitingastaður
sem auðvitað býður upp á fisk-
rétti.
MATUR OG MENNING
Menningarlíf í Hamborg er
mjög fjörugt ef svo má að orði
komast. Þar eru starfandi 40
leikhús, stór og smá. Sum
þeirra eru líka starfrækt á
sumrin þannig að hægt er að
bregða sér í leikhús allan árs-
ins hring.
Þá eru Hamborgarbúar
býsna stoltir af því hve vel
þeim hefur tekist að búa að
kvikmyndalífi í borginni. Þarer
fjöldi kvikmyndahúsa og eru
mörg þeirra í hæsta gæða-
flokki hvað tæknilegan útbún-
að varðar. Lögð hefur verið
áhersla á val góðra mynda,
ekki bara nýjasta afþreyingar-
efnisins heldur sígildra verka,
heimildamynda og þess
háttar. Innfæddir segja stund-
um að maður geti gleymt því
að kaupa sig inn á mynd sem
ekki hefur verið sýnd í
Hamborg.
Hásæti málaralistar og
skúlptúra er í Listasafni
Hamborgar, „Kunsthalle". Þar
er gott yfirlit yfir listsköpun
seinni alda. En þarna gildir
sama lögmálið og víða annars
staðar, þetta er heimsókn sem
ekki verður hespað af. Höllinni
er skipt í eins konar sýningar-
skála eða gallerí sem samtals
eru 6000 fermetrar að stærð.
TÓNLIST f HÁVEGUM
Tónlist er gert hátt undir
höfði í Hamborg. Heilu hverfin
eru lögð undir lifandi tónlist af
öllu tagi og má þar til dæmis
nefna Grossneumarkt. Þetta
hverfi er í gamla bæjarhlutan-
um. Tvisvar hefur það brunnið
til kaldra kola og verið byggt
upp aftur. Þarna eru litlir veit-
ingastaðir og krár á hverju
götuhorni. Á vorin eru borð og
stólar borin út á gangstétt og
þá þyrpast þangað borgarbúar
og ferðafólk sem langar til að
fá sér glas af víni og hlýða á
góða tónlist. Einnig má nefna
borgarhlutana Eppendorf og
Eimsbuttel. Þar eru raunveru-
leg kráahverfi eins og þau
geta best orðið og alls staðar
flutt lifandi tónlist.
Annars er gott að hafa það í
huga að blómatíminn í Ham-
borg er frá maí og fram í sept-
ember. Þá eru í gangi bók-
mennta- og listsýningar, götu-
leikhús, tónleikahald, vínhá-
tíðir, kvikmyndahátíðir og
kaupstefnur, svo eitthvað sé
nefnt.
FISKUR AÐALTROMPIÐ
Veitingastaðir eru fjölmargir
í borginni, sinn með hverju
sniðinu. Það er hægur leikur
aö borða kínverskt, ítalskt,
franskt og svo auðvitað þýskt.
En aðaltrompið eru auðvitað
fiskréttirnir. Þeir eru nefnilega
frábærir, búnir til úr glænýju
hráefni og það er meira en
margar borgir á meginlandi
Evrópu geta státað af. Vígi fisk-
veitingahúsanna er náttúrlega
við höfnina.
Að endingu skal lesendum
bent á góða aðferð til þess að
enda einn dag og byrja annan.
Þessa aðferð er að vísu ekki
hægt að viðhafa nema einu
sinni í viku hverri: Aðfaranótt
hvers sunnudags hefst svo-
kallaður fiskmarkaður,
„Fischmarkt". Hann byrjar
klukkan fimm (05!) og þar er
ekki aðeins seldur nýr fiskur
heldur allt sem ekki er
naglfast, eins og Hamborgar-
búar orða það. Þangað flykkist
fólk sem hefur verið að skoða
næturlífið og fær sér hress-
ingu. Markaðnum lýkur klukk-
an tíu. Þá má bregða sér í fisk-
uppboðshöllina sem er rétt hjá
og fá sér ríkulegan morgun-
verð undir dúndrandi djassi.
Eftir slíkan leiðangur þykir gott
að vera kominn undir sængur-
hornið um hádegisbil. □
34 VIKAN 8. TBL. 1991