Vikan - 18.04.1991, Page 44
„Mér finnst heilmikið til þín koma, Sara,
veistu það.“ Raddblærinn var allt að því kæru-
leysislegur en aðeins allt að því. Hjarta hennar
hægði á sér en svo komu tólf hröð slög.
„Finnst þér það í alvöru?"
„Þessi Dan særði þig víst, var það ekki?“
„Ég veit ekki hvað hann gerði mór,“ sagði
hún sannleikanum samkvæmt. Gula blikkljós-
ið, götulengd fyrir aftan þau núna, lét skugga
þeirra birtast og hverfa á steypunni fyrir framan
þau.
Johnny virtist vera að íhuga svarið. „Ég
myndi ekki vilja gera það,“ sagði hann að
lokum.
„Nei, ég veit það. En Johnny ... gefum því
tíma.“
„Já,“ sagði hann. „Tíma. Ég býst við að við
höfum hann.“
Og þessi orð komu aftur og aftur upp í huga
hennar, í vöku og enn ákafar í draumum, f
blæbrigðum ólýsanlegs biturleika og missis.
Þau fóru fyrir hornið og Johnny opnaði bílinn
fyrir henni. Hann fór hringinn og settist undir
stýri. „Er þér kalt?“
„Nei,“ sagði hún. „Þetta er fínt veður til að
fara.“
„Þaö er það,“ samþykkti hann og ók af stað.
Hugsanir hennar hvörfluðu aftur að þessari
fáránlegu grímu. Hálfur Jekyll með biátt auga
Johnnys sjáanlegt bak við O-laga augntótt
hins undrandi læknis - Þetta var ekkert smá-
vegis hanastél sem ég uppgötvaði í gærkvöldi
en ég reikna ekki með að það seljist vel á
börunum - og sú hlið var í lagi því maður sá
svolítið af Johnny fyrir innan. Það var Hyde-
helmingurinn sem hafði skelft hana svo því
það rifaði aðeins í það auga. Það hefði getað
verið hver sem var. Bókstaflega hver sem var.
Dan, til dæmis.
Þegar þau komu að hátíðarsvæðinu í Esty,
þar sem naktar Ijósaperur skemmtanasvæðis-
ins Ijómuðu í myrkrinu og langir pílárar París-
arhjólsins snerust upp og niður, var hún búin
aö gleyma grímunni. Hún var með stráknum
sínum og þau ætluðu að skemmta sér.
köllurunum - vinnið tuskuhund handa elskunni
ykkar, hérna, kastið þar til þið vinnið. Þetta
breyttist ekkert. Maður var strax orðinn að
krakka aftur, óðfús að láta plata sig.
„Hérna!" sagði hún og stansaði hann. „Þeyt-
an! Þeytan!“
„Vitanlega," sagði Johnny róandi. Hann rétti
konunni í miðalúgunni dollaraseðil og hún rétti
tvo rauða miða og skiptimynt til baka án þess
að líta upp úr leikarablaðinu.
„Hvað áttu við - vitanlega? Hvers vegna
ertu að „vitanlega" mig með þessum
raddblæ?"
Hann yppti öxlum. Andlitið var allt of sak-
leysislegt.
„Það var ekki það sem þú sagðir, John
Smith. Það var hvernig þú sagðir það.“
Ferðinni var lokið. Farþegar voru að tínast af
og streymdu framhjá þeim, mest unglingar f
bláum ullarskyrtum eða opnum hettuúlpum.
Johnny leiddi hana upp trépallinn og fékk
stjórnanda þeytarans miðana þeirra. Sá leit út
eins og hann væri sú skyni gædda vera í heim-
inum sem leiddist mest.
„Ekkert,“ sagði hann meðan stjórnandinn
kom þeim fyrir í einni skelinni og smellti örygg-
■ Feit kona í bláum
buxum og mokkasínum
var að fara framhjá
þeim. Johnny ávarpaði
hana og otaði þumli í átt
að Söru. „Þessi stúlka
er að ónáða mig, frú.
Viltu segja lögreglunni
f rá því ef þú sérð hana?“
isslánni á sinn stað. „Það er bara þaö að þess-
ir bílar eru á litlum hringlaga sporum, ekki
satt?“
„Já.“
„Og þessi litlu hringlaga spor eru greypt á
stærri hringlaga disk sem snýst hring eftir
hring, ekki satt?“
„Já.“
* 3 *
Þau leiddust eftir skemmtanasvæðinu án þess
að segja margt og Sara greip sig í aö endurlifa
héraðshátíðir æsku sinnar. Hún hafði alist upp
í Suður-París, pappírsborg í Vestur-Maine, og
stóra hátíðin hafði verið sú í Fryeburg. Hjá
Johnny, sem var frá Pownal, hafði það líklega
verið Topsham-hátíðin. En þær voru í raun og
veru allar eins og höfðu ekki mikið breyst í ár-
anna rás. Maður lagði bílnum sínum á moldar-
stæði og greiddi sína tvo dollara í aðgangseyri
og þegar maður var rétt kominn inn á hátíðar-
svæðið mátti finna lyktina af pylsum, steiktum
lauk, fleski, candyflossi, sagi og ilmandi sætu
hestataði. Maður heyrði þungan niðinn í keðju-
drifnum rússíbananum, þeim sem kallaður var
tryllta músin. Maður heyrði skothvellina úr
skotbökkunum, gjallandann frá bingó-kallaran-
um úr kallkerfinu sem hékk í stóra tjaldinu fullu
af löngum borðum og klappstólum úr líkhúsinu
á staðnum. Rokktónlist kepptyvið gufuorgelið
um yfirburði. Maður heyrði stöðug hrópin í
„Nú, þegar þeytan er komin á fulla ferð
snarsnýst litli bíllinn, sem við sitjum í, á litla
hringlaga sporinu sínu og fær stundum á sig
allt að sjöfalda þyngdarhröðun, sem er ekki
nema aðeins minna en það sem geimfararnir
fá þegar þeir fara frá Kennedyhöfða. Og ég
þekkti strák..Johnny hallaði sér yfir hana
og var alvarlegur í bragði núna.
„Nú kemur ein af þínum stóru skröksögum,"
sagði Sara kvíðin.
„Þegar þessi strákur var fimm ára datt hann
niður tröppurnar hjá sér og fékk örlitla sprungu
við efsta hryggjarliðinn. Síðan - tíu árum síðar
- fer hann í þeytarann á Topsham-hátíðinni
og ...“ Hann yppti öxlum og klappaði síðan
samúðarfullur á hönd hennar. „En það verður
áreiðanlega allt í lagi með þig, Sara.“
„Óóóó ... ég vil komast aaaaaf...“
Og þeytarinn þeytti þeim af stað svo hátíðin
og skemmtanasvæðið varð að hallandi móðu-
sýn Ijósa og andlita og hún hló og æpti og hóf
að kýla hann.
„Örlitla sprungu!" Hún öskraði á hann. „Ég
skal gefa þér örlitla sprungu þegar við kom-
umst niður, lygarinn þinnl"
„Finnst þér eitthvað vera farið að gefa eftir í
hálsinum?" spurði hann vingjarnlega.
„Ó, lygarinn þinn!“
Þau snarsnerust áfram, hraðar og hraðar og
þegar þau þutu framhjá hliðinu í - tíunda eða
fimmtánda sinn hallaði hann sér áfram og
kyssti hana-og bíllinn þaut áfram á spori sínu
svo varir þeirra þrýstust saman á þann hátt
sem var bæði æsandi og þröngur. Svo var far-
ið að hægja á ferðinni, bíllinn þeirra skrölti af
meiri tregðu á spori sínu og nam að lokum
ruggandi staðar.
Þau stigu út og Sara kleip hann í hálsinn.
„Örlítil sprunga, fíflið þitt!“ hvíslaði hún.
Feit kona í bláum buxum og mokkasínum
var að fara framhjá þeim. Johnny ávarpaði
hana og otaði þumli í átt að Söru. „Þessi stúlka
er að ónáða mig, frú. Viltu segja lögreglunni frá
því ef þú sérð hana?“
„Þið unga fólkið haldið að þið séuð svo
sniðug," sagði feita konan full fyrirlitningar.
Hún kjagaði á brott í átt að bingó-tjaldinu og
hélt töskunni sinni þéttar undir handleggnum.
Sara flissaði hjálparvana.
„Þú ert vonlaus."
„Það fer illa fyrir mér,“ samsinnti Johnny.
„Það sagði móðir mín alltaf."
Þau gengu aftur hlið við hlið meðfram leik-
tækjasvæðinu og biðu þess að veröldin hætti
að vera svona völt fyrir augum þeirra og undir
fótum þeirra.
„Er mamma þín ekki frekar strangtrúuð?"
spurði Sara.
„Hún er eins mikill baptisti og hægt er að
vera,“ samþykkti Johnny. „En hún er ágæt.
Hún heldur því í skefjum. Hún stenst ekki mát-
ið að rétta mér nokkra bæklinga þegar ég er
heima en það er hennar ástríða. Við pabbi líð-
um henni það. Ég reyndi að stríða henni með
því hér áður fyrr - spurði hana hverjum í fjár-
anum Kain hefði búið með í Nód ef foreldrar
hans voru fyrsta fólkið á jörðunni og um svo-
leiðis mál - en ákvað svo að það væri illkvittið
og hætti því. Fyrir tveimur árum hélt ég að
Eugene McCarthy gæti bjargað heiminum og
baptistar eru í það minnsta ekki með Jesúm í
forsetaframboði."
„Er pabbi þinn ekki trúaður?“
Johnny hló. „Það skal ég ekki segja um en
hann er sannarlega enginn baptisti." Eftir
andartaks umhugsun bætti hann við: „Pabbi er
smiður," eins og það útskýrði máliö. Hún
brosti.
„Hvað myndi móðir þín segja ef hún vissi að
þú værir með föllnum kaþólikka?“
„Biðja mig að bjóða þér heim,“ sagði Johnny
að bragði, „svo hún gæti látið þig fá nokkra
bæklinga."
Hún nam staðar, hélt enn I hönd hans.
„Langar þig til að fara með mig heim til þín?“
spurði hún og horfði grannt á hann.
Langa, vingjarnlega andlitið hans Johnnys
varð alvarlegt. „Já,“ sagði hann. „Mig langartil
að þú hittir þau ... og öfugt."
„Hvers vegna?"
„Veistu það ekki?“ spurði hann blíðlega og
skyndilega lokaðist háls hennar, andlitið þrútn-
aði eins og hún væri að fara að gráta og hún
þrýsti hönd hans fast.
„Ó, Johnny, ég kann svo vel við þig.“
„Ég kann ennþá betur við þig,“ sagði hann
alvarlegur.
„Komum í Parísarhjólið," heimtaði hún
skyndilega, brosandi. Ekki meira af svona tali
44 VIKAN 8. TBL. 1991