Vikan


Vikan - 18.04.1991, Síða 50

Vikan - 18.04.1991, Síða 50
„Er allt í lagi með þig, vina?“ spurði kven- rödd og Sara hristi höfuðið í blindni. „Sara? Sara\“ Þú getur ekki falið þig... fyrir Jekyll og Hyde, hugsaði hún samhengislaust. Sjálflýs- andi gríman virtist hanga sjúkiega fyrir augum hennar i myrkri skemmtanasvæðisins meðan hún flýtti sér framhjá hringekjunni. Hún rak öxl- ina í Ijósastaur, riðaði, þreif í hann og kastaði upp. Það virtist koma alla leið neðan úr hælum hennar, maginn gekk í krampaflogum eins og sjúkur, sleipur hnefi. Hún reyndi eftir megni að slaka á. Lyktin ereins og af candyflossi, hugsaði hún og stundi, kastaði upp aftur, svo aftur. Blettir dönsuðu fyrir augum hennar. í síðasta sinn kom lítið annað en slím og loft. „Ó, hjálpi mér,“ sagði hún veiklulega og hélt sér í Ijósastaurinn svo hún dytti ekki. Einhvers staðar fyrir aftan hana var Johnny að kalla í hana en hún gat ekki svarað strax, langaði ekki til þess. Maginn var að róast aðeins og hana langaði að standa þarna í myrkrinu andartak og óska sjálfri sér til hamingju með að vera á lífi - að hafa lifað af hátíðarkvöldið. „Sara? Sara\“ Hún skyrpti tvisvar til að hreinsa munninn ör- lítið. „Hérna, Johnny." Hann kom kringum hringekjuna með gifs- hestana frosna í miðju stökki. Hún sá að hann hélt annars hugar á þykkum seðlavöndli. „Er allt í lagi núna?“ „Nei, en ég er betri. Ég kastaði upp.“ „Ó. Ó, Guð. Við skulum koma heim.“ Hann tók mjúklega um handlegg hennar. „Þú hefur fengið peningana þína.“ Hann leit á samanvöðlaða seðlana og setti þá síðan í buxnavasann annars hugar. „Já. Eitthvað af þeim eða þá alla, ég veit það ekki. Sá þrekvaxni taldi þá.“ Sara tók vasaklút úr tösku sinni og þurrkaði sér um munninn með honum. Vatnsglas, hugsaði hún, ég myndi selja sál mína fyrir vatnsglas. „Þér ætti ekki að standa á sama,“ sagði hún. „Þetta eru miklir peningar." „Fundið fé færir með sér ógæfu," sagði hann myrkur á svip. „Eitt máltækja móður minnar. Hún var með þau í milljónatali. Og henni er meinilla við fjárhættuspil." „Baptisti í húð og hár,“ sagði Sara og titraði síðan krampakennt. „Er allt í lagi með þig?“ spurði hann um- hyggjusamur. „Mér er ískalt," sagði hún. „Þegar við kom- um inn í bílinn vil ég fá miðstööina á fullt og ... ó, Guð, ég þarf að kasta upp aftur." Hún sneri sér frá honum, kúgaðist og stundi. Hún slagaði. Hann hélt henni mjúklega en ákveðið. „Geturðu gengið að bílnum?" „Já, ég hef það ágætt núna.“ En hana verkj- aði í höfuðið, hún var með vont bragð i munninum og vöðvarnir í bakinu og maganum virtust allir úr lagi gengnir, teygðir og sárir. Þau gengu hægt niður eftir skemmtana- svæðinu saman, dröttuðust gegnum sagið, fóru framhjá tjöldum sem búið var að loka og ganga frá fyrir nóttina. Skuggi rann upp að þeim aftan frá og Johnny leit snögglega aftur fyrir sig, gerði sér máski grein fyrir því hve mikla peninga hann var með í vasanum. Það var annar unglinganna - um það bil fimmtán ára gamall. Hann brosti feimnislega til þeirra. „Vonandi líður þér betur,“ sagði hann við Söru. „Þetta eru áreiðanlega pylsurnar. Það er algengt að þær séu skemmdar." „Minnstu ekki á það,“ sagði Sara. „Þarftu hjálp við að koma henní að bílnum?" spurði hann Johnny. „Nei, takk. Við björgum okkur.“ „Allt í lagi. Ég verð hvort sem er að drífa mig.“ En hann hikaði andartaki lengur, feimn- islegt brosið breikkaði i glott. „Mér finnst frá- bært að sjá þennan náunga tapa.“ Hann tölti burt inn í myrkrið. Litli, hvíti skutbíllinn hennar Söru var eini bíllinn sem eftir var á myrkvuðu bílastæðinu; hann kúrði sig undir Ijósi eins og vansæll, yfir- gefinn hvolpur. Johnny opnaði farþegadyrnar fyrir Söru og hún settist varlega inn. Hann sett- ist undir stýri og setti bílinn í gang. „Miðstöðin hitnar á nokkrum mínútum," sagði hann. „Það skiptir engu máli. Mér er orðið heitt núna.“ Hann leit á hana og sá svitann perla andlit hennar. „Við ættum kannski að rúlla þér yfir á slysavarðstofuna á sjúkrahúsinu í Austur- Maine,“ sagði hann. „Ef þetta er salmonella gæti það verið alvarlegt." „Nei, þetta er allt í lagi. Ég vil bara komast heim og fara að sofa. Ég ætla rétt að vakna til þess að tilkynna mig veika í skólanum og fara svo aftur að sofa.“ „Ekki vera að hafa fyrir því að vakna. Ég skal láta vita að þú sért veik, Sara.“ Hún leit þakklát á hann. „Myndirðu vilja það?“ „Vissulega." Þau stefndu í átt að aðalhraðbrautinni. „Því miður get ég ekki komið með þér heím,“ sagði Sara. „Mér þykir það verulega miður." „Það er ekki þér að kenna." „Víst. Ég borðaði skemmdu pylsuna. Sara óheppna." „Ég elska þig, Sara,“ sagði Johnny. Þá var það sagt, ekki hægt að afturkalla það, það hékk á milli þeirra í bílnum og beið þess að einhver gerði eitthvað við það. Hún gerði það sem hún gat. „Þakka þér fyrir, Johnny." Þau óku áfram í þægilegri þögn. FRAMHALD í NÆSTU VIKU SIGRÚN & MARGRÉT Frh. af bls. 9 sem ég hef talað við hafa fundið eitthvað sem þeir þekktu í verkinu." - Nú stendur til að fara með sýninguna út á land eða hvað? „Já, það er draumurinn að gera það. Svona leikferðir eru óhemju mikil vinna, kosta taisvert og gera endalausar kröfur um aðlögun, sveigj- anleika og skjót viðbrögð. En þær eru líka gef- andi og mér finnst svo gaman að fá tækifæri til að leika fyrir sem fjölbreyttastan hóp áhorf- enda. Engir tveir eru alveg eins. Aldrei.“ - Svo við vendum okkar kvæði í kross, svona rétt í lokin, ætlaðirðu alltaf að verða leik- ari? „Nei, almáttugur, það var alger tilviljun. Ég fór óvart í áhugamannaleikfélag og þarfékk ég þessa bakteríu sem ég hef aldrei losnað við. Ég er svo haldin af leikhúsi að mér finnst leikhús, með stórum stöfum, allt sem því til- heyrir, alltaf jafnstórkostlegt. Og ef ég gæti val- ið aftur myndi ég ekki hika; ég veldi leikhús. Það er svo ótrúlega mikið af yndislegu fólki í leikhúsinu, skapandi, gefandi og hlýju fólki. Samvinnan verður líka svo náin að þú kynnist engu slíku annars staðar.“ - Hvað um hina margfrægu, jafnvel ill- ræmdu, leikhúsafbrýðisemi? Ekki getur hún verið svona gefandi - eða er hún kannski bara þjóðsaga? „Þetta er náttúrlega á sinn hátt gömul klisja en auðvitað er samkeppni og auðvitað kemur upp afbrýði. Það hlýtur að vera eðlilegt þegar kannski tíu leikkonur þrá allar að fá tækifæri til að leika eitthvert hlutverk sem aðeins ein getur á endanum fengið. Væri það ekki lifandi dauði að yppta bara öxlum og vera alveg sama? Leikara er ekki sama um sín tækifæri til túlkun- ar, leikara er ekki sama um sína möguleika til sköpunar og tjáningar. Ég held varla að leikari, sem væri þannig innréttaður, gæti verið metn- aöarfullur i sínu starfi! En leikhúsið er stundum einn ólgupottur og ég kann því vel. Ég vil hafa lífsmark. Leikhús þar sem engin afbrýði er, engin samkeppni, er bara stofnun; gelt fyrir- bæri.“ - Einhver hvíslaði að mér að leikarar væru í hnotskurn þannig að þeir kysstust mikið, brostu og töluðu fallega hver framan í annan og bitu svo á barkann á næsta andartaki? „Nú, ég ræð auðvitað ekki við það hvað fólk segir úti í bæ en það er alveg satt að oft eru sögð stór orð, bæði lof og last í hita augna- bliksins. Leikhús er lifandi; í leikhúsi er stöðug gerjun. Ef þetta líf vantaði, ólguna, þá væri þetta bara eins og sendibílastöö. Hver á næsta túr? Leikari, sem langar ekki sárt til að glíma við hlutverk, hefur bara ekkert í leikhúsi að gera. Sé honum alveg sama þá á hann þar ekkert erindi.“ - En þú sjálf, hefurðu persónulega orðið fyrir barðinu á afbrýðisemi, jafnvel baktali í samkeppninni um hlutverk? „Eins og ég sagði hérna áðan hef ég verið afskaplega heppin. Ég hef fengið tækifæri til að leika mörg stór og eftirsótt hlutverk, tæki- færi til að vinna náið með því yndislegasta fólki sem hægt er að hugsa sér. Og aldrei, aldrei myndi ég skipta á leikhúsinu fyrir neinn annan vinnustað. Það segir alla söguna - er það ekki?“ Margrét Helga rís á fætur og fyrir hugskots- sjónir líða myndir af henni í hverju hlutverkinu á fætur öðru; hlutverkum þar sem trúnaðar- sambandið við salinn varð svo náið að áhorf- andi á aftasta bekk var ekki lengur viss um hvort hann horfði á leikrit eða tók þátt í því. Það er mögnuð tilfinning að fara meö úr leik- húsi. Leikkonan sjálf veit minnst af þessum hugrenningum þegar hún tínir saman bolla, kaffikönnu og diska og býðst til að skutla blaðamanni bæjarleið. En sá hefði þegið, eins og sjálfsagt margir aðrir, að sitja enn langa stund og njóta frásagnar hennar af leikhúsinu og lífinu þar, sem hún setur ofar öllu öðru. 50 VIKAN 8. TBL.1991

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.