Vikan


Vikan - 18.04.1991, Side 55

Vikan - 18.04.1991, Side 55
VIÐSKIPTAKORT LESENDA VIKUNNAR: á bekkjarmót með þeim sem voru með mér í gaggó. I þeim hópi var einn fyrrum sambýlis- maður sem Halli vissi allt um. þegar ég kom heim var hann orðinn órólegur og um leið og ég kom inn dundu á mér spurningar. Dansaði ég við hann? Töluðum við um gömlu góðu dagana? Reyndi hann við mig? Og hann sagðist ekki hissa þó hann hefði gert það því kjólinn minn leyndi engu! Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið, sat bara eins og klessa og kom ekki upp orði. Þögn mína túlkaði hann sem slæma samvisku, ég þyrði ekkert að segja. Þessi martröð stóð í klukkutíma. Þá stóð ég upp og fór að sofa án þess að hafa sagt orð. Hann svaf í sóf- anum um nóttina. Það átti eftir að verða verra. Einn daginn, þegar ég kom heim, hafði hann rótað í albúmunum mínum, tekið allar myndir af mér og þeim og hent. Hann sagðist hafa gert það svo mig væri ekki sífellt að dreyma um þá. í annað sinn kom ég að honum við að lesa gömul bréf til mín og dag- bækurnar mínar hafði hann lesið. Ég varð auðvitað bálreið en honum var alveg sama. Hann sagði að ég hefði eitt- hvað að fela úr því að hann mætti ekki vita ALLT um mig. Ég hef ekki tölu á öllum þeim skiptum sem ég reyndi að sannfæra hann um að hann hefði enga ástæðu til af- brýðisemi. En það breytti engu. Ég baö um skilnað. Ég gat ekki búið með manni sem sakaði mig um allt milli himins og jarðar. Haraldur var mér sammála um að fá skilnað því ég væri hvort eð er of fjöllynd [ ástarmálunum og passaði alls ekki fyrir hann. Ég vissi alveg að hann myndi segja það. Sem betur fer er Róbert ekki þessi afbrýðisama manngerð sem vill vita allt. Ég hef að sjálfsögðu sagt honum ástæðu skilnaðarins, en eftir á sé ég að ég var ekkert betri en Har- aldur. Ég sagði honum fúslega allt. Hefði ég vitað um þessa afbrýðisemi hefði ég haldið aftur af mér. Skilnaðurinn hefði samt verið óumflýjanleg- ur. ■ Halla er tuttugu og átta ára myndarleg stúlka og er í sambúð með Ara sem er nokkrum árum eldri. Bæði hafa þau verið mikið úti á lífinu og eiga að baki eldri sambúðir. Þau urðu ástfangin við fyrstu sýn og fóru fljótlega að búa saman. Við erum bæði hátt launuð og höfum lifað nokkuð áhyggjulausu lífi, ferðast og skemmt okkur mikið. Þið meg- ið alveg segja að ég hafi þvælst á milli stráka áður en ég kynntist Ara en það var yfir- leitt saklaust. Ég svaf ekki hjá þeim öllum! Og einmitt þess vegna hélt ég að hann yrði ekki afbrýðisamur þegar ég hélt áfram að hitta þá og tala lengi við þá í símann. Þetta var allt svo saklaust af minni hálfu! Ari sagði aldrei neitt. Við v <rum búin að búa sam- an í hálft ár þegar sprengjan sprakk. Ég segi sprengja því þannig fannst mér það. Ari hringdi í mig í vinnuna og sagðist eiga stefnumót við Heiðu um kvöldið. Hver í ósköpunum er hún? spurði ég. Æi, það er stelpa sem ég var með áður en við kynntumst, sagði hann. Fyrst varð ég hissa, síðan öskureið og hellti mér yfir hann, kallaði hann drullusokk og svín, svona færi maður ekki með kærustuna sína og fleira í þeim dúr. Og ég sagði að ef hann færi út með henni segði ég skilið við hann. Nú finnst mér að þú eig- ir að fara heim og hugsa þig um, sagöi hann rólega. Síðan var skellt á! Ég var yfir mig reið og sár. Stökk heim strax eftir vinnu og var næstum farin að tæma fataskápinn. Þá streymdu hugsanirnar að. Ég var sjálf ekkert heilög og þegar ég hugsaði málið betur sá ég að þetta var í fyrsta sinn sem Ari minntist á fyrrverandi kærustu en ég talaði nær daglega um mína. Ég meinti það ekki illa en greinilega hélt Ari eitthvaö annað. Það var ósköp róleg Halla sem sat og beið eftir Ara. Hann kom heim um miðnætti. Við töluðum lengi og alvarlega saman. Hann er ekki afbrýði- samur maður en þó gramdist honum mjög að heyra nær daglega um mína fyrrverandi. Hvort sem samböndin voru saklaus eða ekki og þótt hann fyndi að ég meinti ekkert illt með þessu vildi hann samt prófa mig á sama máta og ég hafði gert honum. Það reyndist erfitt en ég læknaðist. Nú er það þegjandi samkomulag á milli okkar að tala ekki um fyrri sambönd. Það er hvort sem er ekki nauð- synlegt og getur valdið sárind- um, segir Halla sem þakkar guði að eiga svona skilnings- ríkan mann. Hvernig litist þér á ef kær- astinn þinn talaði stöðugt um Lísu og Völu og Ellu og . .. og ... og ... ? □ HER ER KJÖRINN AUGLÝSINGA- VETTVANGUR FYRIR ÞJÓNUSTUAÐILA, ÁÞITT VIÐSKIPTAKORT HEIMA HÉR? EF ÞÚ TELUR AÐ SVO SÉ HRINGIR ÞÚ í SÍMA 83122 OG TALAR VIÐ HELGU BEN. 8. TBL.1991 VIKAN 53

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.