Vikan - 18.04.1991, Page 62
g anna sem um ræöir. Því er
<n mikilvægt aö reyna aö nota
^ þvottaeíni sem ekki inniheldur
™ þessi efni og brotnar niður [
■E náttúrunni á sem eölilegastan
hátt. Oft stendur á umbúðum
Q þessara þvotta- og mýkingar-
* efna að þau séu „non-bio-
■ logical" eöa „phosphate-free"
m þvf skýringar eru oftast á
SjJ ensku.
0) ♦ Skilið inn ónotuðum
og ónothæfum lyfjum
Nú er hægt aö skila inn til
apóteka lyfjum sem eru komin
fram yfir síðasta söludag eöa
^ notkun þeirra er hætt. Þaöan
Z er þeim komiö áleiðis til eyð-
^ ingar.
3 ♦ Skilið inn ónýtum
rafhlöðum
I rafhlöðum er sýra og fleiri
efni sem eru stórskaðleg bæði
okkur og náttúrunni. Skilið því
inn öllum ónýtum rafhlöðum til
staða sem taka við þeim, til
dæmis bensínstöðva.
♦ Notið blýlaust bensín
á bílinn
Blýið í bensíninu er talið skað-
legast umhverfinu af þeim efn-
um sem eru í bensíni. Nú til
dags er hægt að keyra flesta
bíla á blýlausu bensíni en ef
þinn bíll er ekki þannig er
hægt að fá sérstakan búnað
sem gerir kleift aö nota blý-
laust bensín.
♦ Ekki henda rusli
á götum úti
Ef allir hentu frá sér sælgætis-
bréfum, sturtuðu úr öskubökk-
um út úr bflum eða skutluðu
frá sér öllu því rusli sem eitt-
hvað flæktist fyrir þeim væri
ekki fagurt um að litast í kring-
um okkur. Eflaust endaði sú
sorgarsaga á því að allir flyttu
af landi brott... en sem betur
fer er útlitið ekki svo svart. En
á meðan einn stundar slfkt
koma aðrir á eftir þannig að
best er að nota ruslaföturnar
óspart.
♦ Munið að ganga vel um
á ferðalögum
Umgengni á ferðamannastöð-
um hérlendis hefur verið nokk-
uð til umræðu undanfarið og
er brýnt að muna að ganga vel
um landið okkar. Muna að tína
upp rusl, ganga hreinlega um
tjaldstæði sem um aðra áning-
arstaði og keyra varlega þar
sem ekki eru vegir. Ef ekið er
yfir mosa geta hjólförin sést
allt að fimmtíu árum eftir að
ekið var síðast yfir hann. Auð-
vitað ber að muna að ganga
vel um erlendis sem hérlendis.
1L
oc
III
AÐ VITJA NAFNS
Frh. af bls. 17
sinni varðandi draumanöfn.
Þegar Sesselja var tólf ára
gömul dreymdi hana draum
þar sem hún hitti fyrir mann
sem fylgdi henni síöar lengi í
draumum hennar. Hét þessi
maður Sigurður og hafði þá
nýlega farist í sjóslysi. Segir
hann Sesselju að hún muni
eignast sex börn og að fyrsta
barn hennar verði drengur
sem hún eigi að skíra nafni
sínu og félaga sinna, Björns
og Torfa. Höfðu þeir farist í
sama slysi og Sigurður. Þegar
Sesselja mörgum árum síðar
eignast fyrsta barn sitt reyndist
það vera drengur eins og sagt
hafði verið fyrir f draumnum.
Sesselja vildi helst skíra barn-
ið draumanöfnunum þremur
en þar sem ekkert benti til að
neitt amaði að barninu þótti
óþarfi að flýta skírn þess. Þeg-
ar drengurinn var tveggja
mánaöa gamall veiktist hann
hastarlega og lést.
FANNST HÚN
BJARGA SIGURÐI ÚR SJÓ
Nokkrum árum síðar vitjaði
Sigurður aftur nafns hjá Sess-
elju. Var draumurinn eftirfar-
andi: Sesselju fannst hún vera
að bjarga Sigurði úr sjó. Þegar
hann hafði þakkað Iffgjöfina
sagði hann að nú væri telpan
rétt ókomin í þennan heim.
Vildi hann fara fram á það að
hún yrði skírð annaðhvort
Bryndís eða Sædfs. Lauk þar
draumnum. Það reyndist rétt
að næsta barn Sesselju var
dóttir. I fyrstu gekk allt vel og
dafnaði litla stúlkan mjög vel.
Skyndilega veiktist barnið
mjög hastarlega, fékk svokall-
aða bráöalungnabólgu og var
ekki hugað líf. Varð því að
skíra telpuna skemmri skírn
og við þær aðstæður gleymd-
ist draumurinn. Var stúlkan
skírð í höfuðið átengdamóður
Sesselju. Segir Sesselja
þessa dóttur sína vera yndis-
lega manneskju sem hafi til að
bera kraft og dugnað langt
umfram það sem venjulegt
getur talist. Enda hafi ekki veitt
af þar sem lífið hafi oft á tíðum
farið um hana ómjúkum
höndum. Ýmislegt hefur verið
lagt á þessa stúlku, svo sem
mikil veikindi og ástvinamissir.
Segir Sesselja aö oft hafi hún
fyllst sektarkennd yfir að hafa
ekki skírt hana nöfnum þeim
sem Sigurður bað um og segir
hún að aldrei megi neita að
skíra nöfnum sem beðið hefur
veriö um í draumi. □
STJÖRNUSPÁ
HRÚTURINN
21. MARS-19. APRÍL
Breytingar, sem eru ekki
álitlegar í fyrstu, reynast gagnleg-
ar í mánaðarlok. Þeir sem standa
í ástarsambandi um þessar
mundir eiga skemmtiiega tíma í
vændum. Vorkoman fer vel í þig.
Farðu samt að engu óðslega.
NAUTIÐ
20. APRÍL - 20. MAÍ
Sýndu lipurð út allan
aprílmánuð. Um mánaðamótin
stendurðu með pálmann í hönd-
unum. ( byrjun maí færðu skila-
boð sem gleðja þig. Þú vilt gjarn-
an hafa meiri tíma fyrir sjálfa(n)
þig en vinnan gengur fyrir.
TVÍBURARNIR
21. MAÍ-21. JÚNI'
Gættu tungu þinnar svo
að fólk misskilji þig ekki og út-
skýrðu málið eftir 27. apríl. Um
mánaðamótin fer að hægjast um
hjá þér og þú fyllist bjartsýni. Tíð-
indalítið tímabil að öðru leyti.
KRABBINN
22. JÚNÍ - 22. JÚLÍ
Félagar þínir gætu reynst
óútreiknanlegir 27. og 28. apríl og
þá borgar sig að vera við öllu
búin(n). Það er ástæðulaust að
draga úr því sem þú hefur gert vel
enda færðu svolítið tækifæri sem
er umhugsunarvert.
LJÓNIÐ
23. JÚLÍ - 23. ÁGÚST
Þú hefur mikið aö gera
þessa dagana og hefur áhyggjur
af að geta ekki staðið í skilum
með verkefni þín. Reyndu að
þrauka því aö í lok mánaðarins
fer að hægjast um hjá þér og það
eru bjartar vikur framundan.
MEYJAN
24. ÁGÚST - 23. SEPT.
Hugsaðu vel um heilsuna
næstu daga. Svolítil tortryggni í
garð ókunnugra er ráðleg um
þessar mundir. í lok mánaðarins
verðurðu í sviðsljósinu og nýtur
þess enda vekurðu verðskuldaða
athygli.
VOGIN
24. SEPT. - 23. OKT.
Skoðaðu fjármálin vel því
að loft er lævi blandið. Einhver
virðist hafa ágirnd á einhverju
sem þú átt. Notaðu síðustu viku
apríl til að skipuleggja. Einhverjar
breytingar virðast liggja í loftinu.
SPORÐDREKINN
24. OKT.-21. NÓV.
Þú ferð að slaka á eftir
viðburðaríkan vetur. Það kemur
þér á óvart hversu margir eru þér
hliðhollir seinni hluta aprílmánað-
ar. Njóttu vorkomunnar en var-
astu samt miklar breytingar fyrst
um sinn.
BOGMAÐURINN
22. NÓV.-21. DES.
Gættu eigin hagsmuna
en reyndu að forðast árekstra.
Vegna utanaðkomandi áhrifa
hafa ýmsar framkvæmdir dregist
á langinn hjá þér. Nú er tækifæri
til að ráða bót á þessu, að vissu
marki, en láttu það ekki bitna á
þínum nánustu.
STEINGEITIN
22. DES. - 19. JANÚAR
Rómantíkin gerir vart við
sig og styrkir ákveðin bönd. Undir
lok mánaðarins verða dagar þínir
þægilegir. Þú hefur staðið þig vel
og ert ánægð(ur) meö árangur-
inn. Frestaðu meiri háttar ákvörð-
unum fyrst um sinn.
VATNSBERINN
20. JAN.- 18. FEB.
Nú er rétti tíminn til að
skipuleggja huga þinn, umhverfi
og framtíðaráform. Þú ferð með
sigur af hólmi í einhverju málefni
en eitthvaö fer f taugarnar á þér í
lok apríl og veldur þér skamm-
vinnri streitu.
FISKARNIR
21. FEB.-20. MARS
Sköpunarþörfin er meö
besta móti þótt nú sé reyndar
betra að fá hugmyndir en að
koma þeim í verk. Hins vegar ertu
mikið í sambandi við fólk sem
stendur í framkvæmdum. Róm-
antíkin blómstrar hjá þér svo að
um munar.
60 VIKAN 8. TBL, 1991