Vikan


Vikan - 28.11.1991, Síða 4

Vikan - 28.11.1991, Síða 4
TEXTI: ÞÓRDÍS BACHMANN / LJÓSM,: BRAGI Þ, JÓSEFSSON ERU DAGLEGA I HEIMAHLYNNING KRABBAMEINSFÉLAGSINS Haustlaufin falla enn á ný og nóvembertreginn síast smám saman inn í vitund- ina. Við lestur dagblaðanna hnjótum við um minningargreinar sem gjarna hefj- ast á því að viðkomandi hafi háð harða baráttu við illvígan sjúkdóm og lotið í lægra haldi. í flæði djúpt innra með okkur gerum við okkur grein fyrir því sem frumur okkar vita sjálfkrafa, að dauðinn, svipað og kynlífið, er aðeins hluti líf- fræðilegrar hringekju. Sýnum við þeirri kennd traust, leiðir hún beint að tilfinn- ingu okkar fyrir ódauðleikanum? Einhver djúphyggja og andrökhyggja í okkur veit að til er ríki handan dauðans. Lífið á sér yfirskilvitlega vídd, falda. Viður- kennum við ekki það innsæi lifum við fyrirboða. Sigurður Árnason, Hrund Helgadóttir og Bryndís Konráðsdóttir starfa við Heimahlynn- ingu Krabbameinsfélagsins, ásamt þremur öðrum hjúkrunarfræðingum, þeim Guðbjörgu Jónsdóttur, Þóru Björgu Þórhallsdóttur og Ernu Haraldsdóttur. Valgerður Sigurðardóttir stend- ur svo læknavaktina á móti Sigurði. Þetta sjö manna teymi á sólarhringsvakt sinnir krabba- meinssjúklingum sem kjósa að dvelja heima hjá sér eftir þann úrskurð að lækning fáist ekki. Starfsemin byggir á Hospice-hugmyndafræð- inni en innan hennar er áhersla lögð á að sjúkl- ingur dvelji heima eins lengi og unnt er og deyi heima þegar þess er kostur. Þau ræða við Vik- una um starfið og fræðin, lífið og dauðann, fer- ilinn og tilfinningarnar. I hverju felst heimahlynning? Sigurður verður fyrir svörum: „Heimahlynn- ingin snýst um tvennt: að hjálpa sjúklingnum að lifa með sjúkdómnum eins vel og unnt er og að veita ættingjum þá aðstoð, hjálp og örygg- iskennd sem þeir þurfa til að geta sinnt þess- um ástvinum sínum heima og komast eins heilir og hægt er gegnum sorgina og erfiðið sem felst í því að fylgja þeim sem maður elskar yfir í dauðann. Ég er í landamæravörslu en mér finnst aldrei létt þegar einhver deyr. Maður gengur með fólki í gegnum erfiðustu stundir lífsins en þegar einhver deyr sáttur og maður fær hlýjar kveðjur eftir á, oft til margra ára, þá get ég verið ánægður með gott dagsverk." „Þróunin endar svo í þessum eðlilega hlut, dauðanum," segja þær Bryndís og Hrund. „í sjálfu sér kemur þó dauðastundin ávallt á óvart, sama hvort er inni á sjúkrahúsi eða heima. Hún er endanleg og þá þarf aðstand- andi að horfast í augu við það að eiga ekki þennan lifandi einstakling að lengur. Það er erfið stund þegar einhver deyr en hún getur líka verið mjög hátíðleg og hún lifir sterkt í minningu þeirra sem eftir lifa. Á svona stórum stundum skipta öll smáatriði máli. Við sem við þetta störfum þurfum síðan að leyfa fólki að fara yfir þessa stund f smáatriðum aftur og aftur. Þá má ekki sussa á fólk eða segja þvi að of sársaukafullt sé að tala um þetta. Fái fólk ekki að fara yfir þessa stund getur það orsakað stíflu, streitu sem getur breyst í langvarandi óbærilega vanlíðan." Heimahlynning ástundar svonefnda líknar- meðferð en okkur fýsir að fræðast meira um eðli hennar og tilgang. „Það er vaxandi þörf fyrir líknarmeðferð því nútímalækningar hafa meira og meira hneigst stöðugt við skugga tilgangsleysis og að því að lækna fólk en líta fram hjá þeirri staðreynd aö dauðinn er óhjákvæmilegur hluti lífsins. Vegna þessa ætti líknarmeöferö að taka mun meiri tíma nútímalækna en raun ber vitni,“ segir Sigurður. „Margarrannsóknirsýna að læknar hræðast dauðann, rétt eins og ann- að fólk og bregðast við í samræmi við það. Þeir beita þvf sömu aðferðum og fólk yfirleitt til að losa sig frá honum, sem er að ræða sem minnst um þau vandamál sem snúa að dauð- anum og forða sér af hólmi þegar hann nálgast. Þetta er vörn þeirra sjálfra og einnig er dauðinn þeim vitanlega stöðug áminning um að læknisfræði er ekki fullkomin. Hún virðist ekki verða fullkomin fyrr en dauðinn hættir að vera til, ef þaö er þá markmið í sjálfu sér! Hospice-hreyfingin hefur þróast í jarövegi þessarar græjulæknisfræði, sem gerir okkur mögulegt að viðhalda „lífi“ löngu eftir að öll mannvirðing er horfin." SAGA HOSPICE-HUGMYNDA- FRÆÐINNAR Hospice-hreyfingin er ævagömul þó í merk- ingu dagsins í dag tengist hún griöastað fyrir dauðvona fólk. Fyrr á öldum, á tímum kross- ferða, þýddi orðið hospicium greiðastaður og oft ráku trúflokkar þessa staði fyrir suðurfara, krossfara og aðra ferðamenn. Á nítjándu öld stofnuðu nunnur í Dyflinni hreyfingu til líknar deyjandi fólki. Um aldamótin stofna þær síðan Hospice heilags Jóseps í Lundúnaborg. Það- an sprettur það hugarfar til líknar sem nú teygir anga sína um allan hinn vestræna heim. Breska stúlkan Cecily Saunders lærði hjúkr- unarfræði af hugsjónaástæðum en eftir að hún meiddist í baki treysti hún sér ekki f almenn hjúkrunarstörf. Hún sá þó að sjúklingar áttu við margvísleg félagsleg og andleg vandamál að stríða svo hún tók sig til og lærði félagsráðgjöf. Á Hospice heilags Jósefs í London kynntist Cecily líknarmeðferð. Henni var mjög í mun að kynna læknum mikilvægi fyrirbyggjandi verkja- meðferðar en var þá sagt að læknar hlustuðu ekki á hjúkrunarfræðinga og alls ekki á félags- ráðgjafa. Cecily gerði sér þá lítið fyrir og lærði til læknis til að geta komið vitneskjunni á fram- færi. Á einu sjúkrahúsanna hitti hún pólskan hermann, einstæðing sem beið dauðans af völdum krabbameins. Það sem hermanninn skorti helst var andlegur stuðningur og í fram- haldi af því fæddist sú hugmynd aö stofnsetja Frh. á bls. 6 Sigurður Árnason, Valgerður Sigurð- ardóttir, Hrund Helgadóttir, Bryn- dís Konráðsdóttir, Guðbjörg Jónsdótt- ir, Þóra Björg Þór- hallsdóttir og Erna Haraldsdóttir starfa við heima- hjúkrun dauðvona krabbameinssjúkl- inga. Þau byggja starf sitt á Hospice-hug- myndafræðinni. 4 VIKAN 24. TBL. 1991
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.