Vikan - 28.11.1991, Síða 16
TEXTI: ÞÓRDÍS BACHMANN
farin tvö ár hefur hún svo starf-
aö sem einn af sex teiknurum
Fuglastríðsins.
í Fuglastríðinu teiknaði Ásta
fuglinn Ólivíu, auk söngkon-
unnar og barnanna í lok
myndarinnar. Leikstjóri mynd-
arinnar, Jannik Flastrup, leik-
stýrir teiknurum sínum þannig
að áður en Ásta hefst handa
við teikninguna hafa raddir
fuglanna verið talaðar inn. Það
er síðan teiknarans að skapa
persónuleika og vidd í hlut-
verkið þó leikstjórinn hafi yfir-
umsjón með verkinu. „Þetta er
viss tækni sem Jannik beitir,
en til dæmis í Valhöll teiknuðu
allir alla. Þetta er betri aðferð,
gefur hverri sögupersónu
meiri einstaklingseinkenni,"
segir Ásta.
Ásta starfar við þann geira
teiknimyndanna sem nefnist
„animation" en einnig koma
við sögu milliteiknarar, hrein-
teiknarar og litarar. Vinnan við
Fuglastríðið tók tvö ár og nú
hefur fyrirtækið nýverið hafið
störf við aðra teiknimynd sem
einnig er fyrirsjáanlegt að taki
tvö ár, svo ferlið er langt og
margir sem leggja hönd á
plóginn. Hver sekúnda teikni-
myndar er sett saman úr 24
teikningum. Bíómynd f fullri
◄ Ásta Sigurðar-
dóttir ólst upp í
Danmörku frá níu
ára aldri og er
útlærður mynd-
höggvari frá Det
fynske kunst-
akademi. Síðastlið-
in sjö ár hefur hún
starfað við að
teikna fígúrur og
fyrirbæri fyrir
myndir á borð við
Fuglastríðið. „Eftir
að hlutverkum
hefur verið raðað
niður á teiknara er
hafist handa. Ég er
mjög fljót með
hverja mynd.“
Rétt viö Kongens Nytorv
í Kaupinhöfn situr hóp-
ur fólks og teiknar all-
an liðlangan daginn. Þetta eru
starfsmenn Dansk Tegnefilm
Kompani, eða Danska teikni-
myndafólagsins og meðal
þeirra er Ásta Sigurðardóttir
en nafn hennar blasir nú við á
nafnalista einnar kvikmyndar í
bænum. Ásta er teiknari og
meðal afurða hennar og
starfsfélaganna er teiknimynd-
in Fuglastríðið sem nýlega var
tekin til sýninga í Regnbogan-
um. Fuglastríðiðerteiknimynd
fyrir börn og í tilefni af því að
stærsti áhorfendahópurinn er
ólæs var hópur leikara fenginn
til að lesa inn íslenskan texta.
Ásta ólst upp í Danmörku
frá níu ára aldri. Hún er út-
lærður myndhöggvari frá Det
fynske kunstakademi en eins
og hún segir sjálf vildi hún
vinna fyrir tekjum að námi
loknu og réð sig því til starfa
sem auglýsingateiknari. Eftir
tveggja ára starf á auglýsinga-
stofu frétti hún af því að til
stæði að gera teiknimyndina
Valhöll. Ásta heimsótti þá
teiknimyndafyrirtækið með
möppuna sína undir hand-
leggnum og var strax boðið að
fá sér sæti og teikna nokkrar
prufumyndir. í dagslok var hún
síðan ráðin sem hreinteiknari
viö Valhallarmyndina. Síðan
eru sjö ár og hún hefur aldrei
litið til baka. Hún hefur komið
víða við á tímabilinu, meðal
annars hjá Nordisk Film við að
teikna auglýsingateiknimyndir,
sem teiknari fyrir Ástríks-
myndirnar og sem teiknari hjá
Don Bluth. Ásta hefur einnig
starfað fyrir teiknimyndafyrir-
tæki í Los Angeles og að
teiknimyndinni Siðasti regn-
skógurinn sem sýnd verður
um allan heim. Einnig starfaði
hún að þýskri teiknimynd sem
heitir Litli pönkarinn. Undan-
lengd er um 90 mínútur, sem
kallar á um 130 þúsund teikn-
ingar. Það er því ekki að undra
að langan tíma taki að búa til
teiknimynd í fullri lengd.
Þótt teiknimyndaframleiðsla
sé svo dýr sem raun ber vitni
borgaði Fuglastríðið sig strax
upp með sýningum í heima-
landi sfnu. Þess má geta að
auk Reykjavíkur hafa heims-
borgirnar Ósló og Tókýó einn-
ig tekið Fuglastríðið til sýninga
og nú er verið að vinna að því
aö selja myndina áfram, vítt
og breitt um heimsbyggðina.
Ásta hefur litið starfað að
höggmyndalistinni eftir að hún
útskrifaðist. Hvað um framtíð-
ina? „Ég ætla að halda áfram i
teiknimyndum. í teiknimynda-
starfi er ég aö vinna með öðru
fólki og samvinna á miklu bet-
ur við mig en að vera ein. Svo
16 VIKAN 24. TBL. 1991