Vikan


Vikan - 28.11.1991, Side 32

Vikan - 28.11.1991, Side 32
Frh. af bls. 30 förðun, klæðnað og skart í hávegum. Þegar Tracy hafði skenkt blaðamanni og hinum síkáta Randolph kaffi var tekið til við að forvitnast aðeins um það sem þau eru að gera. Tracy hefur orðið: „Við erum að kenna íslensku hár- greiðslufóiki aö skapa rétt útlit fyrirsætna fyrir Ijósmyndatök- ur. Námskeiðin fara þannig fram að við klippum og greið- um fyrri part dags fjórar fyrir- sætur og veljum síðan tvær til Ijósmyndunar sem fram fer eft- ir hádegið. Við veljum klæðn- aö og skartgripi sem hæfa til að ná því besta fram í hár- greiðslunni og þar geta nem- endurnir komið með tillögur." Þegar fyrirsætan telst skarta sínu fegursta á þessum svið- um er lögð áhersla á að sýna hvernig samvinnu við förðun- arfólk og Ijósmyndara verður best háttað því til dæmis geta skartgripir, sem líta vel út í hendi, alls ekki átt heima inn- an ramma Ijósmyndarinnar. Hið enska tvíeyki sagðist hríf- ast mjög af fyrirsætunum sem hefðu leyft þeim nánast hvað sem er í hárgreiðslunni, nokk- uð sem þau eiga ekki endilega að venjast í námskeiðahald- inu. KÆFILEIKARÍKIR ÍSLENDINGAR Tracy sagði íslenskt hár- greiðslufólk mjög hæfileika- Hárgreiðsla, skartgripir og förðun eru höfuðþættirnir þrír til að útkoman verði sú sem sjá má hér að ofan. ríkt, að minnsta kosti að því leyti sem hún fékk að kynnast því. „Þau klippa hvorki né greiöa sjálf en þaö má lesa margt út úr spurningunum sem við fáum og samkvæmt þeim spurningum sem ís- lenska hárgreiðslufólkið varp- aði fram mátti sjá að hér er á ferðinni mjög hæfileikaríkt fólk. Síðan verður athyglisvert að sjá hver útkoman verður þegar þau fara að nota það sem við höfum verið að kenna hér.“ Annað sem þeim þótti merkilegt og (slendingar verða reyndar oft varir við f sam- skiptum við enskumælandi fólk var hversu vel mæltir (s- lendingar eru á enska tungu. „Þau skildu nákvæmlega allt,“ segir Tracy og tekur fram að sérstaklega ánægjulegt hafi verið hve kímnigáfa þjóðanna virðist vera lík. „Við grínuðumst svolítið og þaö var alveg sama hvort við vorum svolítið kvik- indisleg eða tvíræð, allir virtust átta sig á gríninu og það gerði þetta allt mjög skemmtilegt." Randolph hefur hlotið þjálf- un sína hjá Eclipse fyrirtækinu og nú er hann, auk þess að vera í hinu listræna teymi, framkvæmdastjóri annarrar Eclipse hárgreiðslustofunnar í Lundúnum. Þá hefur hann einnig haldið nokkur námskeið sjálfur. Tracy starfaði fyrir Vid- al Sassoon í Lundúnum og Mílanó á Ítalíu og hlaut auk þess menntun sína hjá Ging- les fyrirtækinu. Árið 1980 stofnaði hún við annan mann Eclipse fyrirtækið en hefur ver- ið á ferðinni við námskeiða- hald undanfarin fimmtán ár. „Guð, ég hlýt að fara að verða ansi gömul," segir hún þegar hún rifjar upp hve lengi hún hefur verið í þessu, í gaman- sömum tón þó. FIMM HNATTFERÐIR Tracy reiknast svo til að samanlagt hafi hún ferðast sem svarar til fimm hnattferða og sem dæmi nefnir hún að fimm dögum áður en þau komu hingað til lands voru þau á Taiwan og þar áður I Belglu. Milli langra og strangra ferða- laga starfar hún síðan á hár- greiðslustofum fyrirtækisins. Á námskeiðið hér, sem haldið var á vegum heildverslunar- innar H. Helgason hf., mættu eitthvað um fjörutíu manns, allt faglært hárgreiðslufólk, og tók Tracy sérstaklega fram hve starfsmenn H. Helgasonar Frh. á bls. 62
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.