Vikan


Vikan - 28.11.1991, Side 36

Vikan - 28.11.1991, Side 36
SAVANNA-TRÍÓ A F STAÐ Á NÝJANLEIK? piltar...“ Barnið varð að heita eitthvað og því brugðum við okkur niður á Landsbókasafn þar sem við flettum upp í ein- hverri alfræðibók og upp kom nafnið Savanna. Þar með var það ákveðið.“ „Við hefðum örugglega vandað okkur meira við valið á nafninu ef okkur hefði órað fyrir því að Savanna ætti eftir að verða vinsælt þjóðlagatríó árum saman," bætir Þórir við. „Betra hefði verið að hafa ís- lenskt nafn. Einhvern tíma kom til tals að við kölluðum okkur Suðurnesjamenn." Á 14STOÐUM SÖMU VIKUNA Þeir voru aðeins sautján ára þegar þetta var, Troels í Verzlunarskólanum en hinir í Menntaskólanum í Reykjavík. Troels segir að spilamennsk- an hafi tekið mikinn tíma á þessum árum og hafi verið stór þáttur í tilveru þeirra á ár- unum 1963-67. „Við vorum á ferðinni allt árið um kring. Ég man eftir að við áttum algjört frí ein jól - annars fóru allar helgar í spila- mennsku. Fyrir kom að við kæmum fram á allt að fjórtán stööum á einni viku. Á þessum tíma voru engir í þessum „bransa" nema við og Ómar Ragnarsson. Það var ekki haldin sú árshátíð að við kæmum ekki fram þar ásamt Ómari. Formúlan var sú, þeg- ar stórhátíðir voru hjá félögum eða fyrirtækjum, að fram komu óperusöngvari, grínari og tríó. Við vorum orðnir ansi leiðir á þessum þeytingi síðasta árið sem við störfuðum saman. Við höfðum ekki einu sinni haft tækifæri til þess að æfa ný lög í heilt ár.“ „Það var heldur ekki orðið gæfulegt þegar við vorum farnir að syngja sömu lögin fyrir sama fólkið kannski í fimmta eða sjötta skiptiö," bætir Björn við og þeir félag- arnir horfa hver á annan og kíma. Á METTÍMA í LEIGUBÍL TIL AKUREYRAR Þeir staldra aðeins við minn- ingarnar frá frægðarárunum og Þórir rifjar upp að þeir hafi ávallt haft mjög góða sam- BIFREIÐAST BANNAE starfsmenn. „í raun vorum við alltaf fjórir í gamla daga því Gunnar Sigurðsson bassaleik- ari fylgdi okkur eins og skugg- inn hvert sem við fórum. Fimmta meðliminum má held- ur ekki gleyma, sem var Páll Valmundsson leigubílstjóri. Hann ók okkur um allar trissur í mörg ár, hvert á land sem var. Þar er reyndar saga að segja frá því hvers vegna þetta féll upphaflega í hans hlut. Þannig var að við vorum einu sinni sem oftar á leiðinni til Akureyrar. Við vorum stadd- ir úti á Reykjavíkurflugvelli klukkan fimm síðdegis þegar tilkynnt var að það væri ófært. Þá voru góö ráð dýr því við þurftum að koma fram á Hótel KEA klukkan ellefu. Við hringdum á leigubíl og Páll kom á vettvang. Við spurðum hann hvort hann treysti sér til að koma okkur norður fyrir þennan tíma. Hann kvaðst mundu reyna það þó hann þyrði ekki að lofa neinu - og við ókum af stað. Á slaginu ellefu hófum við að leika prógrammið okkar á sviðinu á Hótel KEA. Við komumst þetta sem sé á mettíma, þrátt fyrir vonda vegi og vitlaust veður á leiðinni. Eftir þetta ók Páll okk- ur ævinlega. AÐ H/ETTA EÐA HALDA ÁFRAM Þeir eru allir önnum kafnir hver á sínu sviði. Þórir fæst við kennslu, útsetningar og fleira sem tengist tónlistinni. Björn vinnur við auglýsingar og kynningarstörf eins og hann hefur gert undanfarin ár við 36 VIKAN 24. TBL. 1991
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.