Vikan


Vikan - 28.11.1991, Page 42

Vikan - 28.11.1991, Page 42
báðar áttir féll að stöfum. Róbert leið eins og hverjum öðrum aðskotahlut. Hann haföi svo sem ekkert verið að biðja um að vera viðstadd- ur. Lena hafði einfaldlega krafist þess. Eftir dágóöa stund opnaðist aftur til hálfs og Ijósmóðirin rak höfuðið fram í gættina. - Ert þú faðirinn? Róbert fann hjartslátt í maganum. - Já, ég er hann. Er hún búin? Ljósmóðirin brosti. - Þetta gengur nú ekki alveg svona fljótt fyrir sig. Ætlar þú ekki að vera viðstaddur? Róbert reyndi að bera sig mannalega. - Jú, það var nú meiningin. - Komdu hérna inn í skoðunarherbergið. Róbert fylgdi í humátt á eftir henni. Lena lá á bakinu í háu járngrindarrúmi með magann beran upp í loftið. Tvær teygjur voru um mitti hennar og frá þeim lágu leiðslur í tæki til hliðar við rúmið. - Er ekki allt í lagi? spurði Róbert áhyggjufullur. Hann leit á þær báðar samtímis. - Jú, jú, þetta er allt eins og best verður á kosið, svaraði Ijósmóðirin hughreyst- andi. Róbert dró stól að rúminu og settist. Hann strauk yfir ennið á Lenu og hélt í hönd hennar. Ljósmóðirin kom með litla túpu og veifaði henni fyrir augunum á Lenu. - Ég ætla að láta þetta í þig til að hreinsa, svo ekkert komi nú með þegar þú ferð að fæða. Það yrði svo óþægileg tilfinning fyrir þig. Lena sneri sér með erfiðismunum á hliðina. Hún gretti sig framan í Róbert á meðan Ijósmóðirin kreisti túpuna. Ljósmóðirin sló létt á rassinn á Lenu. - Reyndu nú að halda þessu eins lengi og þú getur, sal- erniö er hérna bak við hengið. Hún losaði teygjurnar af maganum. - Það er víst betra að þú sért laus frá mónatornum þegar þetta fer að virka. Ég fer núna en kem fljótlega aftur. Dyrnar lokuðust að baki henni. Róbert var feginn að vera einn með Lenu. Hann kreisti hönd hennar og hvíslaði blíðlega að henni. - Þetta gengur allt vel, ástin mín. Hugsaðu bara um að á morgun veröur þetta allt örugglega búið. — Komdu þér út. Lena var æst. - Hvað er eiginlega að þér, manneskja? Róbert vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. - Ég verð að fara á klósettið, hrópaði Lena. - Ég kæri mig ekkert um að þú sért hérna inni á meðan og heyrir í mér. Enn ein geðsveiflan sem ég verð víst að taka tillit til, hugsaði Róbert. Lena hafði skipað honum að lesa öll tilmæli til verðandi feðra í bæklingi frá mæðraskoðuninni. Þar var að finna afsökun fyrir hvers konar framkomu mæðranna. Róbert fór út úr herberginu og lok- aði á eftir sér. Á ganginum var eins konar glerbúr fyrir starfsfólkið. Inni í þvi stóðu fjórar sloppklæddar konur sem störðu brosandi á Róbert. Fjandakornið, hugsaði hann. Þær eru að hlæja að mér. Róbert fór í skóna og út í stutta gönguferð. Lena stóð á gólfinu og studdi sig við móna- torinn þegar Róbert kom aftur. Ljósmóðirin var að taka saman fötin hennar og setja í poka. - Hvar varst þú eiginlega? spurði Lena sneypt. - Ég hélt að þú vildir fá frið einhverja stund, svar- aði Róbert. - Hvað er annars að gerast núna? - Við erum að fara inn á fæðingarstofuna. Þetta er allt komið í fullan gang hjá henni, svar- aði Ijósmóðirin. Hún setti fatapokann ofan á mælitækin sem voru á hjólum og ýtti þeim á undan sér fram á ganginn. Þú verður að styðja konuna þína fram, við förum í fæðingarstofu númer þrjú. Róbert tók um Lenu miðja og bogr- aði henni til stuðnings fram ganginn. - Þið stoppið bara ef koma hríðir, kallaði Ijósmóðirin til þeirra um leið og hún hvarf fyrir hornið á glerbúrinu. Róbert og Lena reyndu sem þau gátu aö fylgja henni eftir. Stórar dyr stóðu opnar og þangaö stefndu þau. Rétt í þann mund sem þau gengu inn fyrir hljómaði hátt og skerandi öskur um allan ganginn. Róbert rétti skart úr sér eins og hann ætti von á að ráðist yrði á sig. Lenu varð líka mjög hverft við. Hún hentist nokkur skref frá honum og greip um dyrastafinn á fæðingar- stofunni. Ungbarnsgrátur hljómaði nú um ganginn. Róbert var við það að missa alla stjórn á sér. Hann leit á Lenu. Hún var eldrauð í framan og gaf frá sér rembingshljóð. Róbert tók um axlir hennar. - Þarft þú að fara á kló- settið aftur? spurði hann æstur. - Viltu að ég fari? ■ Hann greip í grímuna og andaði í hana eins og hann ætti lífið að leysa. Einkenni- leg hljóð bárust frá Lenu og hún var eiginlega rauðblá I framan. Róbert fannst sem hann svifi eitt augnablik. Hann beygði sig yfir rúmið og skellihló beint framan í Lenu. Ljósmóðirin kom askvaðandi til þeirra. - Ekki rembast! Ekki rembast! hrópaði hún. - Fljótur, fljótur. Við verðum að koma henni í rúmið, hún er að byrja að fæða. Róbert leið eins og flughræddum manni, dæmdum til að Ijúka ferðinni til að komast í burtu. Lena lá ná- föl í rúminu, greinilega hrædd. Ljósmóðirin vann störf sín hratt og örugglega er hún undir- bjó komu barnsins. Róbert stóð við rúmið og starði á Lenu. - Get ég gert eitthvað fyrir þig, ástin mín? hvisl- aði hann skjálfandi röddu. - Já, já, þrumaði Lena. - Þú getur til dæmis fætt barnið fyrir mig. Róbert reyndi að brosa en var síður en svo hlátur í huga. Ljósmóðirin vatt sér að honum og teygði sig í grímu sem hékk á veggnum. - Láttu hana anda í þetta þegar hún fær hríðir næst. Hún bar grímuna að vitum Lenu og hélt þéttingsfast. Lena andaði stundarkorn ótt og títt í grímuna en ýtti henni svo frekjulega frá sér. - Ætlar þú að kæfa mig eða hvað? hróp- aði hún reið. Ljósmóðirin brosti framan í Róbert. - Hvað er þetta? spurði hann og benti á grímuna. - Þetta er kallað glaðloft og hjálpar konunni að slaka betur á eftir hríöirnar. Sumir kalla þetta hláturgas. Þetta vakti áhuga Róberts. Það væri kannski ekki svo vitlaust að reyna þetta, hugsaði hann. Hver veit nema fæöingin yrði honum léttbærari fyrir vikið. - Núna, núna! Lena kippti í hönd hans. - Grímuna! Grímuna! Róbert lagði grím- una yfir vit hennar og hún teygaði gasið að því er honum virtist af áfergju. Sú hefur aldeilis komist á bragðið, hugsaði Róbert. - Ekki gefa henni meira núna, kallaði Ijósmóðirin, verkur- inn er að líða hjá. Róbert tók grímuna frá og horfði á Lenu. Hann átti von á að hún færi að hlæja þá og þegar en þess í stað tautaði hún einhverja óskiljanlega vitleysu. Ljósmóðirin vatt sér fram á ganginn og Róbert greip tækifærið. Hann greip grímuna og andaði í hana eins og hann ætti lífið að leysa. Einkennileg hljóð bárust frá Lenu og hún var eiginlega rauðblá í framan. Róbert fannst sem hann svifi eitt augnablik. Hann beygði sig yfir rúmiö og skellihló beint framan í Lenu. - Gefðu henni grímuna, maður, heyrði hann Ijósmóðurina kalla einhvers staðar víðs fjarri. Hann setti grímuna kæruleysislega á Lenu. Verkurinn leið hjá og Lena kjökraði. - Þú varst að hlæja að mér, helvítið þitt. Hún ýtti honum frá sér. Róbert var kominn aftur til sjálfs sín en var þó mun rólegri. Hann skammaðist sín fyrir hláturinn sem hann hafði ekki ráðið við. Hann hafði ekki einu sinni frambærilega afsökun vegna framkomu sinnar. Önnur kona var nú komin Ijósmóðurinni til aðstoðar. Þær sátu báðar við enda rúmsins og spjölluðu sam- an í rólegheitum eins og hreint ekkert væri að gerast. Hátt rembingshljóð frá Lenu sleit sam- ræðum þeirra. Ljósmóðirin fletti ábreiðunni af Lenu. - Höfuðið er að koma, sagði hún snöggt og stóð upp. Það leyndi sér ekki að holskeflan var aö ríða yfir. Hröð orðaskipti, skær Ijós, hróp og köll og rembingsstunur boðuðu komu einstaklings í þennan heim. Róbert reyndi að gera allt f einu, horfa á fæðinguna, halda grímunni og hlusta á orðaskipti aðstoðarkvennanna. Orð eins og ekki rembast, rembast, slaka á viku von bráðar fyrir háum barnsgráti. Róbert fann gleði og fagnaðarstraum um sig allan. Hann horfði á litla líkamann sem lá milli fóta Lenu. - Það er strákur, það er strákur, hrópaði hann og kyssti Lenu. Hún brosti þreytulega og reyndi árang- urslaust að sjá litla hnokkann. - Vilt þú klippa? Ljósmóðirin leit á Róbert. - Ha? Róbert vissi ekki hvað hún meinti. - Klippa hvað? - Viltu klippa naflastrenginn? Það kom óþægindagretta á andlit Róberts. - Já, svaraði hann hikandi. Hún rétti honum skæri. - Hvar á ég að klippa? - Bara hérna á milli, svaraði hún rólega og benti honum. Róbert bar skærin að strengnum og klippti með lokuð augun. - Þetta var fínt hjá þér, heyrði hann Ijósmóðurina segja. Hún lagði barnið ofan á Lenu. Róbert lagðist til hálfs upp í rúmið við hlið hennar. - Er hann ekki dýrleg- ur, hvíslaði hún og strauk yfir litla kollinn. Róbert strauk henni létt um vangann. - Hann er yndislegur, ástin mín, hvíslaði hann, ég elska ykkur bæði ákaflega heitt. Lena leit hug- fangin á Róbert. - Ég hefði aldrei getað þetta nema af því að þú varst viðstaddur. □ LAUSN SÍÐUSTU GÁTU + + + +• + + + H + V + E + + R + + G + + + + + + F E L U M Y N D A F + U + + + + + + E R + N í Ð A + S Ö G Ð + + + + + + S V A N N X + A K T A R + + + + + + T Ö N G + rn I L + T R 0 + + + + + + I R + E L t N + A U D N + + + + + + N + F R E G N A Ð + Y + + G U M S + G A R A. D R I + + F R 1 + A F /£ T A + L A + J I + S K A K K Æ k S L U M + A + o A S T E L + J 0 + Ð + I N A + p É 12 + D E L I + U N + K Ö R G + S P E N D Ý R + o + V A + L L + U S L A + N A R T + p R E + + 1 + + s K i? L F I R + A + A + R s S P R E K + F E L + K 1 N A + S K E + P Ó L ó + A G A + A R + S T E F I A U M + F Æ D + N N + S K A R k Æ L + R + E L R I + D E K K + H É Ð R A + + A L A S + G U M A + A L + A U + S A L D + L J Ó R A R + F A + M A E R N I N A + Ð + + L E K T A + H + L I N + tí A R N A G Æ L A + S K E M E R G + E F Æ G Ð I + L + S K A R , + G + A Ð L A Ð I + G E I G L A U S A U R U G R I + 5 T A R ,F A + N l ; G E k N I N G A V E D U rI 1 + G 0 S A 42 VIKAN 24. TBL. 1991
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.