Vikan


Vikan - 28.11.1991, Page 53

Vikan - 28.11.1991, Page 53
OKKUR FINNST EKKI LEIÐINLEGT AÐ VERA TIL VIÐTAL VIÐ HLJÓMSVEITINA NÝDÖNSK viö tökum þau upp. Ég er samt nokkurn veginn viss um aö við erum núna komnir meö hljóm sem við finnum okkur í og hann náöist aö hluta til út af vinnubrögðunum. Þannig aö ég gaeti trúaö því aö næsta plata yrði unnin á svipaöan hátt, þó á lengri tíma held ég.“ - Sigurður Bjóla var á tökkunum sem endranær. Hvert er hans framlag til De- luxe? „Hann hefur veriö með okk- ur allt frá fyrstu plötunni okkar, Regnbogalandi. Það er í raun heilmikið framlag að hafa hann í hljóðverinu. Hann skilur mjög vel hvernig við viljum að lögin okkar hljómi, þannig að okkur líður mjög vel hjá hon- um. Hann hefursínarskoðanir á tónlistinni og við berum gjarnan ýmislegt undir hann sem eins konar sjötta meðlim í sveitinni, þó hann spili ekkert." FJÓRIR LAGASMIÐIR INNANBORÐS - Hvaö telur þú vera mesta styrk Nýdanskrar eins og stað- an er núna? „Ég held að styrkur okkar felist mest í heilmikilli sam- heldni og aö við erum með fjóra lagasmiði innanborðs. Þess vegna getum við til dæmis leyft okkur að velja úr bestu lög hvers og eins, þurf- um ekki að taka upp lög sem við erum óánægðir með. Við erum líka búnir að spila nokk- uö lengi saman undir þessari liðsskipan og hljómsveitin orð- in slípuð. Það skilaði sér með- al annars í því hvað við vorum fljótir að gera þessa plötu.“ - Og mórallinn í bandinu, hann er eins og hann er, þið eruð alltaf aö grínast og gant- ast - er það ekki? „Okkur finnst voðalega gaman að þessu öllu saman, okkur finnst ekki leiðinlegt að vera til.“ - Hvernig er þetta með trommarann, af hverju segir hann aldrei brandara, til dæm- is á tónleikum? „Hann er nú með fyndnari mönnum á íslandi en hann lætur bara okkur vinina njóta grínsins. Hann er ekki með þetta málæði eins og við hinir. Við getum nú líka verið alvar- legir, erum það reyndar oftast og þessi hljómsveit er ekkert „Bítlavinafélagsgrín" - Jón er alveg sammála mér I því. En grínið og léttleikinn verður að vera til staðar." - Eruð þið alveg í skýjun- um yfir Deluxe? „Já, við erum mjög ánægðir með Deluxe, okkur finnst hún svo skemmtileg, sem er meðal annars afleiðing þess að við þurftum ekki að liggja lengi yfir henni. Það er líka léttari blær yfir henni en fyrri plötum okkar,“ sagði Björn Jr. Frið- björnsson, bassaleikari og söngvari í Nýdanskri, að lokum. 24. TBL. 1991 VIKAN 53
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.