Vikan - 28.11.1991, Page 62
Gefið meðgöngunni
hátíðlegan blæ í jólafötunum
frá okkur
Fis-létt
Grettisgötu 6
Sími 626870
ULLAR- OG SILKINÆRFATNAÐUR
Ullarnærfatnaður ásamt nærfatnaði úr ullar- og silkiblöndu
fyrir konur og fyrir börn á öllum aldri.
Svissnesk hágæðavara á frábæru verði.
Einnig ekta silki- og bómullartreyjur fyrir konur.
TILVALIN JÓLAGJÖF.
Póstsendum á kröfu Visa og Euro.
ÞUMAÚNA
Leifsgata 32 - Sími 12136 - Næg bílastæði
TÓK ANDKÖF
Frh. af bls. 32
heföu skipulagt námskeiðiö
vel.
Hvernig skyldi vera aö koma
til fslands eftir aö hafa feröast
svona vítt og breitt um heim-
inn? „Við vissum ekki hvaö
biði okkar,“ segir Tracy og
Randolph, sem nú stendurfyr-
ir framan okkur, sýnir meö
hönd við háls hvert hann hélt
aö snjóskaflarnir næðu. Tracy
sagðist hafa tekiö hálfgerö
andköf þegar þau komu út úr
flugvélinni, lentri á íslandi.
Andarteppur þessar áttu sér
reyndar ekki aöra skýringu en
þá sem Randolph gaf. „Þetta
er ferskt loft,“ ku hann hafa
sagt Tracy. „Ég ætla aö segja
öllum aö koma hingaö," segir
Tracy. „Þetta er yndislegt
land, engir yfirþyrmandi skýja-
kljúfar eða neitt. Það er eigin-
lega ekkert neikvætt viö landiö
nema þá helst verölagiö
hérna. Það er hrikalegt!"
ÍSLENSKAR KONUR
FALLEGAR
Maturinn þykir þeim sérstak-
lega góöur en eftir ööru, dýr.
Eina tækifærið, sem þau hafa
fengið til að kynnast landi og
þjóö utan námskeiösins, var
að fara í Kringluna þar sem
þau segjast hafa fengið nasa-
sjón af verölaginu en Tracy
segist hafa mikinn áhuga á aö
koma hingað aftur og þá sem
feröamaöur. Randolph tók aft-
ur á móti dýpra í árinni og
sagðist helst vilja veröa hér
eftir. „íslenskar konur eru
bráöfallegar," var önnur
skýringin en hin var sú aö
hann fór á íslenskan skemmti-
staö, Tunglið, og sagöi það
hafa veriö skemmtilega upplif-
un. „Þetta var alveg eins og á
Bretlandi, frábært," segir
Randolph og er nánast farínn
aö dansa þarna á ganginum
framan við salinn sem þau
hafa til umráða.
Reyndar hittist svo
skemmtilega á þegar Rand-
olph fór einn sins liðs til fundar
viö íslenskt næturlíf aö leigu-
bílstjórinn, sem ók honum í
bæinn, er Bandaríkjamaður
sem hér hefur verið búsettur í
fimmtán ár. Sá mun hafa var-
að Randolph viö fordómum
gagnvart hörundsdökkum
mönnum sem hann segir sjálf-
ur vera tóma vitleysu. Enginn
hafi abbast upp á hann vegna
hörundslitar, þvert á móti hafi
honum verið tekið mjög vel og
allir verið mjög vinsamlegir í
hans garð.
TÓMUR í ORÐSINS
FYLLSTU MERKINGU
Þá haföi honum veriö sagt aö
ekki væri sérlega heppilegt aö
mæta mjög seint á skemmti-
staðina því þá væru langar
biðraðir fyrir utan þá. Rand-
olph haföi því allan vara á sér
og lagði af staö eitthvað um
hálftólfleytið. Þegar hann kom
að dyrum Tunglsins var hon-
um bent á aö staðurinn væri
enn tómur en hann hélt að
tómur þýddi svona fimmtíu,
sextíu manns svo aö hann lét
þaö ekki aftra sér. Inn kominn
áttaði hann sig síðan á því aö
tómur merkti tómur í orðsins
fyllstu merkingu þannig aö
hann settist bara niður og beið
þar til úr rættist.
Þetta skemmtilega par er
því ánægt meö heimsókn sína
til íslands. Veðrið kom þeim
reyndar á óvart og þau sögðu
það mjög svipað og á Bret-
landi. Einu áttuöu þau sig
reyndar illa á til aö byrja meö.
Þaö er þetta með dekkin. Allir
hamast viö aö skipta um dekk
undir bílum sínum þegar
vetrar, þvert á enska siöi þar
sem þau segja bílana bara
renna í hálkunni en Englend-
ingar ættu ef til vill aö taka ís-
lenska bíleigendur sér til fyrir-
myndar f þessum efnum, aö
þeirra sögn.
NÆÐINGUR HAMLAR
GÖNGUTÚRUM
Þó aö veöursæld hafi komiö á
óvart varö eini göngutúr þeirra
ærið skammur. „Viö fórum út
aö ganga," segir Tracy og
Randolph skýtur inn í aö þá
hugmynd hafi hún fengið en
Tracy heldur óhikað áfram:
„Og þegar viö vorum komin aö
endimörkum bílastæðanna
hérna fyrir utan hótelið kom-
umst við að því aö kuldi og
næöingur var ofan okkar
marka, svo viö snerum viö!“
Nú skal ekki tafið lengur því
námskeiðinu er lokið og pariö
góöláta á kafi í frágangi en að
honum loknum skal botninn
sleginn í með málsveröi í Perl-
unni. Hvernig þau hyggjast
haga því stutta ferðalagi er
vandi um aö spá en ekki þykir
mér ólíklegt að einhvers konar
faratæki verði fyrir valinu því
veitingahúsið það er dágóöan
spöl utan bílastæða Hótel
Loftleiða.
X
62 VIKAN 24. TBL. 1991