Vikan - 28.11.1991, Side 78
TEXÍI: FRÍÐA BJÖRNSDÓTTIR / MYNDIR: MAGNÚS HJÖRLEIFSSON OG FLEIRI
AÐVENTUNNAR
NOTIÐALLT ■
FRA PERLUNNI
UT I VIÐEY I
sumj
Vfiö ætlum aö helga að-
ventuna börnunum í
Perlunni. Um hverja
helgi í desember verða þar
skemmtanir við hæfi barna.
Þangað koma gamaldags jóla-
sveinar, kynntar verða barna-
bækur, barnakór syngur og
svo verður börnunum boðið að
taka þátt í jólagetraun Perl-
unnar,“ segir Bjarni Ingvar
Árnason veitingamaður. Þetta
er ekki í fyrsta skipti sem
Bjarni og samstarfsmenn hans
brydda upp á nýjungum f veit-
ingarekstri. í tólfta sinn bíður
danska jólahlaðborðið, sem
þeir buðu fyrstir hér á landi,
gesta í Óðinsvéum nú á að-
ventunni. Loks gefst fólki í
fyrsta skipti kostur á að sigla út
í Viðey og neyta rétta af jóla-
hlaðborði í Viðeyjarstofu.
HÁTÍÐ BARNANNA
UM HVERJA HELGI
Það verður mikið um að vera í
Perlunni um helgar fram að
jólum. „Árbæjarsafn mun
senda okkur gömlu, horuðu
jólasveinana sem hírðust í úti-
húsunum hér áður fyrr og nú
fá krakkarnir að sjá hvernig
þeir litu út. Og eitthvaö fleira
verður á dagskrá frá Árbæjar-
safni. ( Perlunni verða bóka-
kynningar, kynntar barnabæk-
ur og lesið upp úr þeim. Meðal
annarra kemur Þorgrímur
Þráinsson, sem nýtur mikilla
vinsælda meðal barna og
unglinga, með nýjustu bókina
sína, kynnir hana og áritar.
Barnakór Kársnesskóla mun
syngja og Lúðrasveit Reykja-
víkur heimsækir okkur. í Perl-
unni verða líka seldir munir frá
Afríku og rennur allur ágóðinn
af sölunni til starfsemi Rauða
krossins þar. Ekki má heldur
gleyma því að þarna verða
einhverjar uppákomur í sam-
bandi við plötu Rafns Jóns-
sonar trommuleikara, en hún
verður áreiðanlega komin í
platínu þegar aðventan geng-
ur í garð,“ segir Bjarni.
Segja má að jólagleði barn-
anna verði frá kjallara upp á
fjórðu hæð Perlunnar því eitt-
hvað verður um að vera alls
staðar. Á jarðhæðinni verður
feiknastórt jólatré sem kemur
frá vinum okkar Norðmönnum
og verður það skreytt upp á
gamla mátann eins og Bjarni
komst að oröi. Ætlunin er að
einnig verði hægt að virða fyrir
sér allnokkra piparkökubyggð.
Börnin fá auk þess að gæða
sér á piparkökukörlum og kerl-
ingum og svo bendir ýmislegt
til þess að hann Afi af Stöð 2
líti inn í Perluna um helgar.
PÖNTUÐU BORÐIÐ
f FYRRA
Frá fyrsta desember og fram
að jólum verður boðið upp á
þríréttaðan jólamatseðil í Perl-
unni. Velja má um þrenns kon-
ar forrétti - blandaðan forrétt,
síldardisk eða villibráðarsúpu
- þrenns konar aðalrétti -
grísaskorpusteik, ofngljáða
skinku eða grísakótilettur með
eplafleski - og loks verður
eftirréttahlaðborð þar sem
hægt er að bragða á tertum,
trifle, fromage, möndlubúðingi,
ávöxtum, ostakökum eða
ostum. Allt þetta býðst fyrir að-
eins 2590 krónur á manninn.
Frh. á næstu opnu
Snilldarmatreiðslufólk á fyrir-
taks veitingastöðum hefur sef
saman tillögu að girnllegum
hátíðarmatseðll fyrir lesendur i
Vikunnar. Hér sjást þáu með
herlegheitin fyrir framan sig,
Steinar, Helgi og Krlstín.
Uppskriftirnar er að finna á
næstu opnu.
74 VIKAN 24. TBL. 1991