Vikan - 28.11.1991, Qupperneq 95
i
KÖKUASKJA
Sjá snið á bls. 94.
Byrja þarf á að finna fallegt efni sem er eins á réttunni og röngunni eða næstum því eins. Fara 30-35 cm í öskjuna. Fyrst eru sniönir þrír kringlóttir
dúkar og þeir bryddaðir með skábandi. Þvermál þeirra 31-34 cm. Gengið vel frá samskeytum. Tæpur metri af skábandi lagður saman og saumaður
í lengju og síðan skipt í fjóra hluta til að binda öskjuna saman.
Tveir fyrstu dúkarnir eru saumaðir saman eins og myndin sýnir, þeim skipt í sex jafna hluta eins og löngu línurnar sýna. Þá er þriðji dúkurinn saum-
aður fastur á miðdúkinn eins og stuttu línurnar sýna og er best að taka lausa borðið af vélinni á meðan saumað er. Svo eru böndin saumuð á fjórum
stöðum á milli stuttu línanna, t.d. á milli 1., 2., 4. og 5. hólfs. Því næst eru böndin bundin í kross meö slaufu og hnútar bundnir á endana. Þessi
kökuaskja getur bæði staðið ein sér á borði með smákökum í og einnig má setja hana i körfu eða bakka og nota hana þannig.
Þessir pottaleppar eru ekki eingöngu
til skrauts því þá má gjarnan nota.
Þeir halda sér vel eftir þvott en gott er
að fjarlægja slaufur áður en þeir eru
þvegnir og setja þær svo aftur á aö
þvotti loknum.
Sniðnir eru fjórir kringlóttir dúkar,
23-25 cm í þvermál. Nota má diska
eða kökubox til að mæla og teikna
eftir. Vattefni, nokkuð þykkt, er líka
sniðið, tvö stykki, og þær blúndur sem
þið viljið hafa á pottaleppunum. Hank-
arnir eru samansaumuð skábönd, 10
cm hvor hanki, sem síðan er lagður í
tvennt og saumaöur fastur inn í lepp-
ana.
Fyrst eru blúndurnar saumaðar á
efri dúkana. Ef efnið er röndótt er það
auðvelt. Þá eru efnin lögö saman með
framhliðarnar inn, hankana smeygða
inn í og vattefnið neðst og saumaður
hringurinn með 1 cm saumfari þar til
aöeins smásvæði, ca 6 cm, er
ósaumaö. Þá snúum við pottaleppun-
um við, sléttum jaðarinn og saumum
litla opið saman annaðhvort í höndum
eða í vélinni. Svo bindum við slaufu
úr satínborða og saumum hana í
höndunum viö hankana.
24. TBL.1991 VIKAN 91