Vikan


Vikan - 15.10.1992, Blaðsíða 7

Vikan - 15.10.1992, Blaðsíða 7
Hvað er þjóðrækni og í hverju er hún fólgin? Trúlega eru við þessari sþurn- ingu mörg svör og blæbrigðin fara sennilega eftir aldri þeirra sem sþurðir eru. Nú verður æ algengara að íslendingar leggi land undir fót og setjist að erlendis, án þess að það kallist lengur þjóðarsvik. Þetta fólk þlandar saman menningu föðurlandsins og þess lands sem flutt er til. Misjafnt er þó hve fólk leggur sig fram við að viðhalda móður- málinu og halda því hreinu. Það á jafnvel við um þá sem flytja aftur til íslands eins og mál- verndunarmenn kvarta mikið yfir í íslenskum fjölmiðlum á síðustu tímum. í upþhafi árs 1988 sagði Drífa Harðardóttir, sem býr hér í Ástralíu, mér frá ungum, ís- lenskum manni sem væri í ástralska hernum. Hún sagði að hann hefði verið hér síðan hann var þrettán ára gamall og talaði mjög góða ís- lensku. Hún sagði einnig að hann væri að flytja til Adelaide þar sem hann myndi búa næstu tvö árin eða svo og ætlaði að bjóða okkur heim þegar hann væri búinn að koma sér fyrir. Fyrr en varði rann dagurinn upp og við ís- lendingarnir átta héldum ásamt fjölskyldum okkar af stað sem leið lá upp að hermanna- bústöðunum í Woodside, einu af úthverfum Adelaide, til að heimsækja Einar, Teenu konu hans og börn þeirra, þau Önnu átta ára og James fimm ára. Ég hafði ekki hugmynd um hvernig hann liti út en vissi þó um leið og ég sá tvo menn stika yfir tún á svæðinu hvor þeirra hann myndi vera. Það stafaði af honum norræn útgeislun langar leiðir. Ekki spillir að hann er af Víkinga- vatnsættinni. Það var mjög ánægjulegt að hitta þennan unga mann sem talar kristaltæra íslensku og þar að auki með þingeyskum hreim þótt frá Norðfirði sé! í sjálfu sér lýsir það eitt út af fyrir sig mikilli þjóðrækni. Hann hefur svo mikinn á- huga á íslandi og íslenskri menningu þrátt fyr- ir tuttugu ára fjarveru frá landinu að það er unun að sveifla sér í heimspekilegar samræð- ur við hann um þetta allt þegar færi gefst. Þessi þjóðrækni maður heitir Einar og er Gunnarsson, frá Norðfirði. Þegar þetta viðtal var næstum fullunnið sýndi Einar mér Þjóðviljann frá 7. febrúar 1969 með grein um fyrirhugaða brottför fjöl- skyldu hans úr landi. Sú grein undirstrikar þá skoðun mína að löndum okkar á íslandi gæti þótt gaman að njóta þess með okkur að fá hann til að segja okkur sögu sína. - Hvernig kom það til, Einar, að fjölskylda þín fluttist tilÁstralíu? „Það kom margt til. Ég veit að foreldrar mínir höfðu lengi hugsað um að flytja eitthvað út, til Kanada til dæmis. Þetta mál byrjaði mörgum árum áður á Norðfirði. Að fara til Ástralíu varð svo niðurstaðan. Kannski fannst foreldrum mínum Norðfjörður of lítill og ekki nægir menntunarmöguleikar þar fyrir börnin. Þar var aðeins gagnfræðaskóli og þau hefðu þurft að senda börnin í burtu til frekara náms. Ég held að það hafi líka verið svolítil ævin- týralöngun í þeim. Ævintýraþráin er kannski í blóði fjölskyldunnar. Afi minn og amma, þau Þórarinn Grímsson Víkingur og Ástríður Egg- Þessi mynd var tekin áriö 1977, þegar fyrsti Islendingurinn útskrifaöist frá Konunglega ástralska herskólanum í Duntroon, í höfuðborg Ástralíu. ertsdóttir Jochumssonar, höfðu búið í Banda- ríkjunum. Faðir minn fæddist í Bellingham í Washington-fylki en foreldrar hans fluttu heim þegar hann var fimm ára.” EKKI PENINGATRÉ í ÁSTRALÍU - Hvernig var það, kom einhver maður og bauð ykkur gull og græna skóga - eins og sagt var um suma - fólk fékk frítt far og þess háttar? „Já, það er satt að sumu leyti en foreldrum mínum var alveg Ijóst hvernig þetta yrði. Þau héldu nú ekki að það væru seðlatré í Ástralíu! Það kom til okkar maður frá ástralska sendi- ráðinu í Stokkhólmi, Flynn að nafni. Hann flaugTil Norðfjarðar um vetur og kom til okkar. Við vorum öll skrúbbuð uþþ og sett í röð í sófann, sjö strákar og ein stelþa. Mamma sagði mér mörgum árum seinna að maðurinn hefði hvíslað að henni að hann yrði að játa að þeir í Ástralíu hefðu engan áhuga á þeim hjónunum en þeir vildu fá þessi, sagði hann og benti á sófann. Það vorum við systkinin. Við fluttum svo út í febrúar 1969. Fyrir hreina tilviljun gerðist svo það skemmtilega atvik mörgum árum seinna að ég frétti af þesum Flynn í Canberra. Hann reyndist vinna á sömu skrifstofu í Canberra og maður sem ég hitti. Ég ákvað því að hafa samband við hann. Hann mundi eftir okkur og sagði að við hefðum verið stærsta fjölskylda sem hann hefði skrifað inn. Hafði hann oft hugleitt hvernig okkur hefði reitt af, þessari fjölskyldu sem kom frá hjara veraldar til Ástr- alíu og frá svo ólíkum lífsskilyrðum. Ég út- skýrði fyrir honum í nokkrum dráttum hvernig líf okkar hefði verið og held að hann hafi bara verið nokkuð ánægður með hvernig við höfð- um sþjarað okkur.” FLÓTTI EÐA ÆVINTÝRAÞRÁ „Ég hef verið að hugleiða nánar hvers vegna foreldrar mínir yfirgáfu ísland. Kannski var það eitthvað sem maður skildi ekki sem barn. Kannski var þetta flótti frá einhverjum lífskjör- um, lífsbaráttu, kannski flótti frá einhverju öðru á islandi. Maður skilur slíkt betur sem fullorðinn en ég mun samt aldrei vita það.” - Nú hef ég heyrt íslendinga, sem komu hingað á þessum tíma, segja að þeim hafi verið álasað fyrir þjóðarsvik að fara svona langt í burtu. Fannstu fyrir að foreldrum þínum væri álasað fyrir að fara úr landi með öll þessi efnilegu börn? „Nei, ekki beint álasað. Ég veit ekki til þess að það hafi verið sagt við foreldra mína en þegar að því kom að við færum í burtu höfðu tveir af okkur bræðrum gengið í gegnum 21.TBL. 1992 VIKAN 7 TEXTI: MATTHILDUR BJÖRNSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.