Vikan


Vikan - 15.10.1992, Blaðsíða 73

Vikan - 15.10.1992, Blaðsíða 73
trygging fyrir því að mynd gangi vel. Það hefur orðið mis- brestur á því. Ekkert er skot- helt í kvikmyndaiðnaðinum. Alien 3, sem er að mati undir- ritaðs besta myndin í mynda- röðinni, féll í Bandaríkjunum, skilaði aðeins 55 milljónum dala. Myndin kostaði í heildina 75 milljónir dala. Aðstand- endur hennar og forráðamenn ▼ Svip- mynd úr nýjustu mynd Eddie Murphy, Boomer- ang. ◄ Harrison Ford í Pat- riot Games sem gerði það gott í sumar í Bandaríkj- unum. Twentieth Century Fox gera sér þó vonir um að heims- markaðurinn muni hjálpa upp á sakirnar enda miklar líkur á því vegna þess að myndin hef- ur gengið vel á Bretlandseyj- um og á meginlandi Evrópu. Satt að segja hefur hún skot- gengið hér á Bretlandseyjum. Nafn Sigourney Weaver var ekki nóg til að bjarga myndinni í Bandaríkjunum, kannski vegna þess að engin hátækni- vopn eru notuð í myndinni eins og í mynd James Camerons, Aliens (1986). Lítið er þar líka um geimófreskjur, aðeins eitt lítið geimskrímslisgrey í þriðju myndinni. Ófreskjan er þó tæknilega vel sköpuð, vígaleg og grimm, engin kisulóra þar á ferð. Sigourney Weaver sýnir ▼ Milljóna- andlit. Tom Cru- ise í Top Gun. þó góðan leik auk þess sem leikstjórnin er góð en hún er i höndum Davids Fincher sem hafði aldrei áður leikstýrt mynd i fullri lengd. Flann hefur ein- göngu leikstýrt tónlistarmynd- böndum með Madonnu og fleiri poppgyðjum auk þess sem hann hefur leikstýrt sjón- varpsauglýsingum. Þess má líka geta að hann var einn af stofnendum Propaganda Films, fyrirtækis Sigurjóns Sighvatssonar, sem stofnað var árið 1986. Mynd Rons Howard, Far and Away, kolféll í Bandaríkj- unum. Þetta er gamaldags ástar- og ævintýramynd sem sver sig í ætt við gömlu stór- myndirnar sem gerðar voru á fimmta og sjötta áratugnum í Flollywood. Stirnið unga, Tom Cruise, fékk greiddar 12,5 milljónir Bandaríkjadala og myndin sjálf kostaði hátt í 63 milljónir dala. Far and Away skilaði aðeins 13 milljónum dala fyrstu sýningarhelgina og fjórum vikum síðar hafði hún aðeins náð 39 milljónum dala. Svo er nú það. Hins veg- ar gildir það sama um Univer- sal Pictures sem dreifði mynd- inni (framleiddi hana ekki) og Twentieth Century Fox að menn reiða sig á heimsmark- aðinn. Myndinni hefur vegnað vel á Bretlandseyjum svo ef til vill verður hægt að bjarga bók- haldinu. Það er svo sem ekki ný bóla að Hollywoodstirni geti krafist hárra launa vegna nafns síns og velgengni í myndum. Til að ganga úr skugga um það er nóg að líta um öxl og athuga fortíðina. Dreifingarfyrirtækið United Artists - sem nú er komið á höfuðið - var stofnað af stjörnum þess tima árið 1919, Charlie Chaplin, Mary Pickford, Douglas Fairbanks og leikstjóranum D.W. Griffith. Þessir leikarar framleiddu sín- ar eigin kvikmyndir. Eftir seinni heimsstyrjöldina hafa leikarar líka framleitt myndir sjálfir eða fengið hærri laun út á stjörnuí- myndina. Kvikmyndarisar þess tíma gerðu sér nefnilega grein fyrir að stjörnurnar myndu gull- tryggja að myndin yrði vel sótt og væri það því hin mesta lyfti- stöng. Leikarar hafa siðan þá alltaf gert sér grein fyrir að þeir eru potturinn og pannan í öllu saman. SPENNANDI SMÁFRÉTTIR Eddie Murphy (Boomerang) hefur leikið í myndinni The Distinguished Gentleman. Leikur hann þar þingmann sem er í framboði. Myndin er undir stjórn breska leikstjórans Jonathans Lynn (My Cousin Vinny, Nuns on the Run oq Clue). Madonnu langar að gera mynd um kvikmyndagyðjuna Marlene Dietrich. Og hver á að leika þýsk-amerísku gyðj- una? Hvílík spurning. Sinead O’Connor, söng- konan góða, er líka að færa úr kvíarnar. Við munum sjá til hennar i endurgerðinni Fýkur yfir hæðir - Wuthering Heights - sem verður fljótlega sýnd í Háskólabíói. Hana langar að auki til að leika frels- ishetjuna Jóhönnu af Örk í mynd sem á að heita Company of Angels, í hópi engla. Á myndin að kosta í kringum 30 milljónir Banda- ríkjadala. Sean Connery, sá gamli, skotheldi jaxl, á að leika í myndinni líka. Leikstjórinn nafntogaði Sir Richard Attenborough, sem nýlega hefur lokið við að leik- stýra myndinni Charlie, hefur ákveðið að leika í nýjustu mynd Stevens Spielberg, Ju- rassic Park. Sú fjallar um eitt stykki risaeðlu frá forsöguleg- um tíma sem ætlar að mála bæinn rauðan í New York. Hún sprettur fram í Central Park. Þetta verður ófreskju- mynd í anda mynda frá fimmta og sjötta áratugnum. Meðal annarra leikara eru glæsikon- an unga Laura Dern (Rambling Rose, Wild at Heart) og Jeff Goldblum (The Fly). Á þessu ári koma út þrjár kvikmyndir um nafna minn, Kristófer Kólumbus, Col- umbus 1492: Conquest of Paradise undir leikstjórn Ridley Scott (Alien, Black Rain, Legend) og með Sigo- urney Weaver, Gerard Depardieu og Armand Assante. Mynd númer tvö heitir á frummálinu Christoph- er Columbus: The Discovery og leikstjóri er John Glenn (sem hefur gert flestar James Bond myndirnar). Hún hefur á að skipa Marlon Brando, Rachel Ward, Tom Selleck og nýstirninu Geor- ge Corraface. Sú þriðja er grín- myndaútgáfa með Áfram- genginu og heit- ir einfaldlega Carry on Col- umbus. □ ▲ Fáum viö að sjá þriðja framhald- ið af Term- inator? FRÍAR HEIMSENDINGAR ALLAN SÓLARHRINGINN 7 DAGA VIKUNNAR PÓNTUNARSÍMI: 679333 PIZZAHÚSIÐ Grensásvegi 10 - þjónar þer allan sólarhringinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.