Vikan


Vikan - 15.10.1992, Blaðsíða 14

Vikan - 15.10.1992, Blaðsíða 14
KAFFI EÐA TE? Nú er búið að slökkva sætisbeltaljósin og í farþegarými gengur allt sinn vanagang. Eftir að hafa sýnt farþegum hvernig eigi að bera sig að við björgunarbelti og súrefnisgrímur svífa tvær flugfreyjur um með morgunmat handa þeim 109 farþegum sem eru um borð, meðan aðrar hella upp á kaffi sem borið er fram strax á eftir matnum. Söluvagninn með tollfrjálsa varningnum rennur tiltölulega hratt í gegnum vélina; Þjóð- verjar eru ekki eins ginnkeyptir fyrir tollfrjáls- um varningi og landinn; hafa enda fleiri tæki- færi en við til að nálgast vöru á sæmilegu verði. Flugfreyjurnar hafa líka orð á því að far- þegar séu afar misjafnir eftir þjóðerni. „Nú eru Þjóðverjar til dæmis farnir að bóka flugið til íslands næsta sumar,“ segir Ágústa Halldórsdóttir, flugfreyja með fimmtán ára starfsaldur, sem áður starfaði hjá Arnarflugi. „ís- lendingur ákveður hins vegar í ágúst að fara út því sumarið hafi verið svo leiðinlegt, fer út viku síðar og finnst það jafnvel nokkuð góður fyrir- vari.“ Ágústa tók á sínum tíma þátt í pílagríma- fiugi innan arabalandanna og Afríku en flestar flugfreyjur Atlantsflugs hófu störf hjá Arnarflugi þar eð nýliðanámskeið fyrir flugfreyjur hefur enn ekki verið haldið á vegum Atlantsflugs. Þegar lent er í Hamborg afhendir flugfreyja stöðvarstjóra farþegalista og sýnir fram á að allur tollskyldur varningur sé innsiglaður. Það Flugfreyja er ekki kynfákn né gengilbeina. Flugfreyja er sú sem getur opnað dyrnar á Boeing 747, í myrkrinu, neðansjávar, á hvolfi. Flugfreyja hjá Pan American skal hann vera þar til farið er í loftið frá Munchenarflugvelli. Milli Hamborgar og Munchenar er flogið í þýskri lofthelgi og því ekki leyfilegt að veita annað en ávaxtasafa og kaffi á þeirri leið. Þann hálftíma sem staðið er við á flugvellinum í Hamborg er hluta farþega hleypt frá borði, tekið við mat fyrir heimleiðina, salerni hreinsuð af flugvallarstarfsfólki og flug- freyjur ganga um vélina, tína saman kodda, teppi og blöð og rétta stólbök. Svo er farið í loftið aftur, stefnan tekin á Múnchen og við taka sömu vanaverkin. HLÝLEGT VIÐMÓT OG ALÚÐLEGT BROS í þessari ferð er Kristín Valsdóttir fyrsta freyja um borð. Hún er flugfreyja eins og fólk vill hafa þær, hefur sérlega hlýlegt viðmót og stutt 1 er í alúðlegt bros. Hlutverk fyrstu freyju er að vera tengiliður milli flugstjórnarklefa og far- þegarýmis, ákveða hvernig þjónustu um borð skal hagað og er þá tekið mið af fjölda far- þega hverju sinni, bera ábyrgð á farþegarými og koma öllum farmskjölum til skila til viðkom- andi aðila. Hverri flugfreyju í áhöfn er úthlutað tölu sem segir til um hverjar skyldur hennar eru um borð og hvaða öryggisatriðum hún á að huga að. Kristín tekur fram að þær fjórar stúlkur sem eru í áhöfn hverju sinni verði þó að vinna saman sem teymi, samvinna þeirra sé það sem allt velti á. Sé um að ræða þéttsetna vél á tveggja til þriggja klukkustunda leið er í mörgu að snúast allan tímann og allt þarf að ganga hratt og lipurlega fyrir sig. Þarna koma kostir fámenns flugfélags í Ijós, flugfreyjurnar eru vanar að vinna saman, þekkjast vel og hittast gjarnan utan vinnu. Kristín minnist á Dublinarferðir síðasta árs, á níutíu mínútum var farið með mat, bar og sölu, kaffi og te fyrir 170 manns. „Hjólin voru að verða komin niður þegar maður skellti vagninum inn og settist í svuntunni," segir hún og bætir við að svo hafi verið gengið frá og innsiglað í taxeringunni. „Þótt flugtíminn sé stuttur vill fólk samt fá að njóta flugsins," segir Kristín og brosir. HENTAR EKKI VEIMILTÍTUM Hvað þarf svo stúlka að hafa til að bera til að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.