Vikan


Vikan - 15.10.1992, Blaðsíða 31

Vikan - 15.10.1992, Blaðsíða 31
Að sögn leikstjórans, Emile Ardonlino, liggur mikil hæöni í söguþræöinum þar sem hin lostafulla söngkona kemur inn af götunni. Fyrir hafi hún ekki haft mikið álit á þeim svart- klæddu og allra síst hafi hún átt von á aö finna svona mikiö af sjálfri sér í þeim. Um hlut- verkiö segir Whoopi sjálf að hún hafi laðast aö því sökum þess aö það krafðist einhvers af henni sem hún hafði ekki fengist viö áöur. „Mig langaði mikið til þess að gera þetta vegna þess aö mér fannst þaö bæta nýrri vídd í þennan undarlega starfsferil sem ég hef búið mér til. Og ég læröi töluvert á þessu,“ segir ærsla- leikkonan góðkunna. í mynd- inni á hún í höggi viö abbadísina og Whoopi segir þaö mikinn heiður aö fá að leika á móti öörum ósk- arsverðlaunahafa en meö hlutverk abbadísarinnar fer Maggie Smith. val á konum til aö leika nunn- urnar. Þetta var algert lykilat- riöi. Þær þurftu að vera mjög sterkir persónuleikar, geta staöið sjálfstæöar sem per- sónur og jafnframt verið mjög samrýmdar. Húppí kemur síö- an eins og hrærivél ofan í þennan friðsama graut. Hún viðurkennir að búningurinn hafi verkaö ágætlega á hana þó heitur sé. Hins vegar segir hún hinar „nunnurnar“ hafa þjáðst meira en hún vegna hitans þar sem þær hafi þurft að klæðast öllum undirfötum og tilheyrandi. „Ég var bara í gallabuxunum," bætir hún viö. Myndin var tekin aö mestu í nokkrum helstu kirkjum í Bandaríkjunum vestanverðum eg í Fitzgeralds spilavítinu en T Hér þangaö mætir „nunnan'* í full- hefur um skrúða. Þaö verður ekki Deioris annað sagt en aö Whoopi *e(tist aö Goldberg sýnist ákaflega góö- af leg og gæf á flestum þessara nunn- mynda en þegar hún skiptir unum. 1 1 VV v #' >:4‘,íí 1 j.'^rTaL |j :-i !ÍL._ ■ 1 J ilfiil < Whoopi Goldberg er hér á sviði sem söng- konan Deloris. EINN ÓFYNDINN Útgerð þessarar myndar rær á grinmiöin og þaö er ekki nema þá einna helst Bill Nunn, sem leikur leynilöggu, sem má ekki vera fyndinn. „Ég fæ ekki að segja eitt ein- asta aukatekið fyndiö orö,“ segir hann. Annað sem fram- leiöendurnir þurftu aö klóra sér svolítið í höföinu yfir var um gír tekur hún, allir í kring- um hana og næstum því nán- asta umhverfi algerum stakkaskiptum. Þaö eru Sam- bíóin sem taka myndina til sýninga á næstunni og sam- kvæmt því sem hér hefur ver- ið tínt til má gera ráö fyrir aö hún Húppí okkar kitli íslenskar hláturtaugar af engu minni krafti en áöur. □ Á.AA.AA.AÁ.AAAAAAAAAAAAAAAAAAA ÆVINTÝRI VERULEIKANS TTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTT / #• Þaö er skammt öfganna á milli í lífi mínu. Einn daginn fæ ég lögreglu- fylgd í bifreiöaskoðun, þar sem ég reyndist lögbrjótur á óskoðuðum bíl, og hinn dag- inn er lítil stúlka látin heita f höfuðið á mér og þegar átti að syngja eftir aö henni var gefiö nafnið gat amma, sem alltaf syngur kvenna hæst, ekkert sungið en stóö þarna eins og álfur, orðin viröuleg amma sem búiö er aö yngja upp. Og ég lofaði mér því á þessu augnabliki aö veröa góö amma þegar litlu sonardætur mínar þyrftu á mér aö halda eftir svona tuttugu til þrjátíu ár eöa fyrr. Þetta meö bílinn er hálfgerð sorgarsaga sem ég ætla aö segja frá í stuttu máli og vona aö þeir sem lesa hana dragi lærdóm af. Ég er nú einu sinni starfandi kennari og æst í aö kenna fólki alla skapaða hluti en vil svo ekkert af öörum læra en þaö er nú önnur saga og ekki til umræðu hér. Á miðanum á bílrúðunni stóö ‘92 skýrum stöfum en samt hafði ég hugmynd um að þaö heföi átt aö vera búiö aö skoöa bílinn. Bjartsýnin hefur alltaf fylgt mér svo aö ég notaði bílinn eftir þörfum og komst allra minna feröa þar til ég lenti á Ragga bros- lausa. Hann var á vakt eitt haustkvöld og var fljótur aö sjá aö hér var kominn hinn versti fantur sem sýna yrði í tvo heimana. Ég þarf víst ekki aö taka þaö fram aö honum stökk ekki bros á meðan ég reyndi með öllum tiltækum ráöum aö fá að fara ferða minna og lofaði að láta skoöa bílinn daginn eftir. Hann grun- aði að það væri eitthvað mikiö aö bílnum og ég passaöi aö segja honum ekki frá því þeg- ar hjólið fór undan bílnum og ég ók á þremur góöan spotta fyrr í sumar. Þegar Ijóst var aö ekki yröi deilt viö dómarann og hér var vandaður embættismaöur á ferö tók ég leigubíl heim eftir aö hafa boriö Hagkaupspok- ana á milli bilanna. Þá heföi nú verið gott aö láta aka sér heim en þegar ég sótti bílinn til aö fara meö hann í skoðun sagöi ég leigubílstjóranum frá óförum mínum nema hann bætti viö aö sá sem væri á vakt væri, ja eigum viö aö segja enn broslausari en hinn. Og þaö reyndist rétt vera. Tekið var á móti mér sem meðalglæpamanni og pantað- ur lögreglubíll til fylgdar, til aö útséð væri aö ég styngi ekki af. Ég sagöi aö þaö vildi ég mjög gjarnan vegna þess aö ég rataði svo illa í nýju heim- kynnunum. Og þá er að enda söguna. Ég var látin aka á eftir þeim þennan spöl en á leiðinni datt mér i hug að aldrei heföi ég prófað aö vera handjárnuð og hvort ég ætti ef til vill aö fara fram á það til aö þaö væri ör- uggt að ég skildi yfirsjón mína fyllilega. Það er allsendis ó- víst hve mikiö ég læröi en ég held áfram aö vera bjartsýn og þaö er alveg sérstaklega gott að aka á nýskoðuðum bíl og er ég bara þakklát, svona þegar upp er staðiö eða ætti ég að segja ekið af staö. □ 21.TBL. 1992 VIKAN 31 ANNA S. BJÖRNSDÓTTIR SKRIFAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.