Vikan - 15.10.1992, Blaðsíða 67
TEXTI: GUNNAR H. ÁRSÆLSSON
K.D. LANG
Á HÁTINDI
FERILSINS
Þessa kanadísku stelpu
dreymdi um að verða
stjarna og nú er hún
orðin það. K.D. Lang 'kallar
stúlkan sig en það er stytting á
Kathy Dawn Lang. Hún ólst
upp í smábænum Consort í
Albertafylki í Kanada, syngur
sveitatónlist og kom fram í
fyrsta skipti opinberlega árið
1983. Það var í sveitatónlistar-
þætti hjá sjónvarpsstöð í borg-
inni Edmonton. Ári síðar var
hún búin að taka upp fyrstu
plötuna, A Truly Western Ex-
perience.
SKILNAÐARBARN
Eins og svo margir aðrir varð
K.D. Lang fyrir þeirri reynslu
að foreldrar hennar skildu. Á
unglingsárunum segist hún
hafa verið „öðruvísi" en ekki
erfið. í framhaldsskóla fór hún
að stúdera tónlist og segir það
reyndar ekki hafa verið spurn-
ingu hvort hún færi út í tónlist-
arbransann. Málið sneristfrek-
ar um hvernig tónlist yrði fyrir
valinu. K.D. byrjaði að spila
framsækna þjóðlagatónlist og
komst einnig inn í hóp nýlista-
fólks sem meðal annars svið-
setti fyrstu hjartaskurðaðgerð-
ina sem framkvæmd var í
Kanada, með réttri tímalengd
og hvaðeina.
Fyrstu hljómsveit sína stofn-
aði hún 22 ára gömul. Hana
nefndi hún The Reclines en
það nafn ku vera undir áhrifum
frá Patsy Cline enda finnst
K.D. Lang mikið til hennar
koma. Patsy lést í flugslysi
sama ár og K.D. fæddist,
1963. Með stofnun þessarar
hljómsveitar fór sveitatónlistin
að óma úr barka K.D. Lang:
„Sveitatónlistin blandar sam-
an raunveruleikanum og hinu
ímyndaða hjá mér vegna þess
að mig langaði alltaf til þess að
verða stjarna. I fyrstu leit ég
niður á þetta tónlistarform en
síðan fór mér að líka betur og
betur við þetta og samþykkja
gildismat tónlistarinnar sem er
eins konar sambland af krist-
inni hefð og blúshefð. Þessi
tónlist getur verið mjög öfga-
full."
Hini SAMSTARFS-
MANNINN f TOKYO
Árið 1986 var hún á ferðalagi í
Japan, nánar tiltekið í Tokyo.
Þar hitti hún annan Kanada-
mann og sá er núna nánasti
samstarfsmaður hennar og
eins konar tónlistarstjóri hjá
henni. Þessi náungi heitir Ben
Mink. (Benni Minkur, flott nafn
á kántrí-töffara, innsk. GHÁ).
Fyrir tilstuðlan Sire hljómplötu-
fyrirtækisins, sem hún er á
samningi hjá, fóru þau saman
ásamt hljómsveit hennar til
London til þess að hljóðrita
með rokkaranum Dave
Edmunds en hann stjórnaði
upptökum. Afraksturinn var
platan Angel with a Lariat.
K.D. Lang segir þetta ágæta
plötu en hún sló engan veginn
í gegn. „Við höfðum bara
mánuð til þess að gera plöt-
una og ég er ekkert viss um að
Dave hafi viljað gera þetta yfir
höfuð. Ég var líka í hálfgerðri
tilfinningaklemmu vegna löng-
unarinnar að verða stjarna,
aðeins 23 ára gömul."
ÁSTIN, VELLÍÐAN OG
KVÖL
Eiginlega hafði K.D. verið á
stanslausu ferðalagi í sex ár
við að kynna plötur sínar og
sjálfa sig. í maí 1990 tók það
enda og í janúar í fyrra byrjaði
hún að semja efni á nýja plötu
ásamt áðurnefndum Ben
Mink. Það efni endaði á plöt-
unni Ingénue sem kom nýleg
út og er almennt talin besta
verk hennar til þessa. Platan
fjallar um ástin, þá vellíðan og
kvöl sem hún getur valdið.
„Þegar við vorum að semja
plötuna varð ég ástfangin í
fyrsta sinn og það gagntók mig
gersamlega. Umfjöllunarefni
plötunnar er ást og sú tilfinning
sem vaknar þegar maður finn-
ur að maður ræður ekkert við
hana, getur ekki stjórnað
henni. Vissulega fylgja ástinni
bæði góðar og slæmar tilfinn-
ingar," segir hin kanadíska
K.D. Lang sem er nú á hátindi
ferilsins. □
(Heimild: Q-Magazine)
Ný snyrtistofa og verslun
í alfaraleið
Snyrtistofon og verslunin Rós er staðsett í
verslunarmiðstöðinni oð Engihjalla 8, mitt ó milli
Reykjovíkur og Hafnofjarðor.
Við bjóðum upp ó alla almenna snyrtingu auk
litgreiningar og róðgjöf við litaval. Auk þess höfum við
nýverið tekið í notkun sérstakt tæki til hóreyðingar ó
sórsukalausan hótt.
í verslun okkar höfum við ó boðstólum snyrtivörur
fró völdum framleiðendum eins og Christian Dior,
Givency o.fl. Einnig nýkomin sending af
stórglæsilegum undirfatnaði ó dömur og herra.
10%
kynningarafsláttur
á allri snyrtingu
í október
snyrtistoja & v e r s / u n
ENGIHJALLÁ 8, SÍMI 4 07 44
Þar sem snyrting er list
OPIÐ
mánud.-
f ö s t u d .
10-19
La u g a r d .
10-18
T