Vikan


Vikan - 15.10.1992, Blaðsíða 50

Vikan - 15.10.1992, Blaðsíða 50
TEXTI: JÓHANN GUÐNIREYNISSON \ UÓSM.: BINNI LIPSTICK LOVERS Hvorki verður séð á Bjarka né Ragnari, þegar þeir mæta í viðtal við Vikuna, að þeir séu neitt ýkja hrifnir af varalit- um - í það minnsta ekki framan í sjálfum sér því munnsvipurinn á þeim er í ákaflega nátt- úrulegum litum. Þeir eru þó ekki látnir sanna þessa ástúð sína sérstaklega - engu að síður kalla þeir hljómsveit sína Lipstick Lovers eða Elskendur varalita. Ef til vill erum við hér úti á hálum ís að vera að þýða þetta svona þannig að ekki er annað að gera en að skoða strák- ana frá öðru sjónarhorni. Bjarki er hár, grannur, síðhærður, dökkur á brún og brá og hávaxinn. Hann er líka svolítið djúpraddaður og rámur meðan Ragnari Inga liggur hærra rómur og hreinni, hann er Ijós yf- irlitum, stuttkliptur, aðeins lægri en Bjarki en heldur ekkert mjög feitur. Það er eins og þeir hafi verið gripnir af handahófi úr bankabiðröð inn í viðtalið. Nákvæmlega akkúrat gersam- lega ólíkir einstaklingar í flesta staði en rokkið eiga þeir sameiginlegt. Við spyrjum þá sér- staklega að þessum persónuleikamun síðar en spáum fyrst í lögin og textana. Bjarki Kaikumo hefur þetta útlenska eftir- nafn vegna þess að pabbi hans er finnskur. Hann syngur í Lipstick Lovers og spilar á gít- ar. Hann er nítján ára gamall. Vikan: Hvaða bakgrunn hefurðu í tónlist- inni? Bjarki: Ég er búinn að vera að spila síðan ég var níu ára og hef einnig samið lög síðan þá. Ég man að fyrsta lagið, sem ég spilaði, vár við Presley-textann Are You Lonesome to Night sem ég hafði séð einhvers staðar en aldrei heyrt lagið. Og eitt lagið, sem ég samdi tíu ára, var ég að gera textann við núna ný- lega, eftir að ég fann spólu sem ég hafði sönglað það inn á þá. Vikan: Kunnirðu þá eitthvað fyrir þér í út- lensku? Bjarki: Já, ég er hálffinnskur og amma mín í föðurætt amerisk. Það skiptir reyndar engu máli því að ég hef aldrei hitt hana. En ég bjó í Bandaríkjunum fyrir tveimur árum og hálft ár í Berlín. í Bandaríkjunum var ég að læra að syngja, söng í kórum og var líka að læra myndlist. Þetta var listaskóli á menntaskóla- stigi. Ég lærði heilmikið af því að syngja í kórnum þarna og hafði mjög góðan söng- kennara sem kenndi mér mjög góða raddbeit- ingu. Hann sagði líka við mig að það væri al- veg sama hvað ég lærði mikið, þetta færi allt eftir því hvað maður setti mikla sál í þetta. Vikan: Hvað hefurðu lært á gítar? Bjarki: Ég lærði i þrjú eða fjögur ár fyrst en hef lært mest af því að spila með plötum. Vikan: Með hátalaraboxið inni í herbergi? Bjarki: Já, já. Það er langbesta menntun sem maður getur fengið og svo að hlusta mik- ið á tónlist. Ekki þó það sem er kallað venju- legt popp. Ég hlusta til dæmis á Ray Charles, Metallica og Stones náttúrlega. Eg grúska mikið í þessu. Vikan: Trommarinn. Hvaðan kemur hann? Ragnar: Úr Reykjavík. Vikan: Hefurðu lært eitthvað á trommur? Ragnar: Já, ég hef verið á námskeiðum til dæmis hjá einkakennara úti í Bandaríkjunum. Mest hef ég lært af því að æfa mig sjálfur. Vikan: Á trommusettið inni í herbergi? Ragnar: Nei, bara með vasadiskóið í æf- ingahúsnæðinu okkar. Vikan: Finnst þér að þú hefðir ekki lært meira hefðirðu sótt tíma? Ragnar: Maður er frjálsari og mér finnst raunar þeir sem hafa lært eitthvað vera allir eins. Bjarki: Þetta gildir um alla músíkanta. Þeir sem hafa lært ógurlega mikið eru farnir að spila eins og þeir halda að eigi að spila en 50 VIKAN 21.TBL.1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.