Vikan


Vikan - 15.10.1992, Blaðsíða 41

Vikan - 15.10.1992, Blaðsíða 41
SVARTILJÓNS MILU TVÍTUGS OG ÞRÍTUGS aðrir hafi álíka kvaðir eða skyldur heima á sama tíma. Það er ágætt að allir heimilisfastir hafi ákveðnar skyldur heima en fráleitt ef ein- um aðila er uppálagt að leysa bæði það að vera meiri háttar fyrirvinna og svo fullkomin heimilisþjónusta eftir langan og strangan vinnudag. Hún hefur augljóslega meiri tíma aflögu til þess arna en þú og ætti það að vera henni Ijúft að leysa það sem ekki er endilega nauðsynlegt að bætist á þig dauðþreyttan, á- samt því að auki að fótumtroöa allt sem heitir þín sjónarmið og hugmyndir um hvað betur mætti fara og hver á að gera hvaö hverju sinni. KEPPINAUTAFERLI ÓHEPPILEGT í HJÓNABANDI Einhvem veginn sýnist mér að hún eigi erfitt með að sættast á að árangur þinn starfslega sé tilkominn vegna mikillar vinnu þinnar og væntanlega einhverra þeirra eðlisþátta þinna sem eru áhugaveröir og eftirtektarverðir þrátt fyrir að það henti henni ekki að sjá slíkt. Þú ert ef til vill í einhverri þeirri aðstöðu utan heimilis sem hana dauðlangar f. Þetta er nokkuð sem aðeins hvarflar að manni og af þeim ástæðum - sem oftast eru ómeðvitaðar - er kannski ekkert skrýtið, ef rétt er, þó hún í vanþroska sínum haldi þér niðri á ósmekkleg- an máta heima. Þetta er eins og verið sé að undirstrika við þig að það sem gerist annars staðar sé eins og hver annar misskilningur og ekki mark á því takandi. Þetta gæti ekki gerst nema einungis í samhengi hugsanaskekkju sem annaðhvort á sér rætur í ómeðvitaðri af- brýðisemi eða einfaldlega einhvers konar geðvillu sem hefur í för með sér brenglaða siðferðiskennd. Þess háttar hefur svo fárán- legustu afleiðingar eins og komið hefur ber- lega í Ijós í ykkar samskiptum á liðnum árum. DAUÐIR HLUTIR EKKI LAUSN Þegar kemur að úttekt okkar á dauðum hlut- um og tilgangi þeirra í samskiptum okkar er þetta að segja: Vissulega er ágætt að eiga gott húsaskjól og einhvern möguleika á lúxus og öðrum augljósum þægindum ef út í það er farið. Dauðir hlutir koma samt ekki í stað notalegra samskipta þó sum okkar virðumst halda það. Það er nú einhvern veginn þannig að við getum ekki bætt samskipti okkar og ást með því sem er einungis tengt atburðarás sem fellur undir ytri hluti og aðstæður. Betra er sennilega, að minnsta kosti í sumum tilvikum, aö við leggjum til jafns við umbúðirnar eins mikla og elskulega vinnu í þær tilfinningar og þrár sem gera okkur mögulegt að elska hvert annað og virða. Þegar veraldlegar kröfur okk- ar eru á mörkum þess að vera siðlausar - með tilliti til þeirra sem skortir allt en myndu gjarnan kjósa eitthvað en eiga enga mögu- leika á slíku vegna kringumstæðna sem eru örðugar - er ágætt að minna sjálfan sig á að allt er ágætt í sæmilega góðu hófi. Best er kannski í samskiptum ef jafnvægis gætir í öllum þeim þáttum sem teljast falla undir sammannlega reynsluþætti sem þarf að kljást við og eðlilegt er að við leysum saman í sambúðarforminu en ekki sundruð eins og því miður virðist viðgangast í hjónabandi þínu núna. Augljóslega þarf ekki í þínu tiiviki að auka veg þeirra veraldlegu sjónarmiða sem áður virðast hafa ríkt í heimilismynstri þínu. Slíkt hefur ekki gert ykkur hjónin nokkuð ham- ingjusamari en þó þið bara hefðuð haft ögn minna umleikis en meira af andlegu, tilfinn- ingalegu og sálrænu jafnvægi til að moða úr. BARSMÍÐAR VIÐURSTYGGÐ Þú upplýsir mig um að konan þín gangi í skrokk á þér hvenær sem henni sýnist svo og þú hafir boriö þess merki svo ekki verður um villst. Ef það hefur verið meining hennar að beygja þig undir vilja sinn með slíkri vald- níðslu og drottnunarþörf virðist það ekki á all- an hátt hafa tekist því þá hefðir þú til dæmis aldrei skrifað mér og reynt meðal annars með því að íhuga þinn rétt í þeim ömurleika sem yfirgangur maka alltaf er. Það er af og frá fyrir mannfólkið aö berja hvað annað með hnefum og dauðum hlutum hvenær sem viljinn fær öðruvísi líf en löngun stóð til. Hvers kyns líkamlegt sem andlegt ofbeldi er viðurstyggð sem við í þessu ágæta samfé- lagi okkar allra ættum að taka saman höndum um aö uppræta hiö snarasta og velja okkur fremur það hlutskipti gagnvart hvert öðru sem er ögn siðfágaðra, meira spennandi og upp- lífgandi en sá ruddaháttur sem alltaf fylgir hvers kyns valdníöslu. Það getur varla verið ráð til að leysa þig úr þessari áþján að svara í sömu mynt, þótt það hafi óneitanlega, eins og þú segir sjálfur, hvarflað að þér. Hætt er nefnilega við, elskulegur, með tilliti til þess hve þú ert rosalega reiður og búinn að vera það lengi, aö þér gengi illa að temja atgang- inn. Hann gæti þess vegna - með þessar særðu tilfinningar stolts í farteski sálar þinnar - orðið heldur óþyrmilegur, þó ekki væri þaö upphaflega ætlunin. FREKJUKÖST OG FÁGAÐAR FLENGINGAR Betra væri - þar sem mjög sennilegt er að hún átti sig ekki á líkamlegum styrk þínum - að taka þéttingsfast um hendur hennar ein- hverju sinni þegar hún gerir sig líklega til að berja þig, leggja hana rólega á hné þér og niðurlægja hana eins og hún hefur unnið til með því hreinlega að nota gamalkunna að- ferð foreldra við sérlega yfirgangssöm börn, það er að klappa þéttingsfast á þjóhnappa hennar þannig að hún finni og skilji að þú ósk- ar ekki eftir því að vera barinn meir. Þannig afgreiðsla í ósæmilegum frekjuköstum hennar á hennar eigin persónu myndi sennilega verða henni nokkurt umhugsunarefni. Líklega myndi þessi elska ekki óska eftir frekari flengingum og í framhaldi af því bakka með sínar grófu barsmíðar sem virðast til- komnar einungis af því að hún hefur ekki séð ástæöu til að kynna sér þann sannleik að til- finningasambönd styrkjum við ekki með vald- níðslu barsmíða og andlegrar kúgunar heldur fyrst og fremst með skilningi á að við gerum ekki aðra að því fólki sem við óskum heldur verðum við að laga okkur með fyrirhöfn hvert að öðru á jafnréttisgrundvelli. Þá erum við líka að auka líkur á gæfusömu sambandi tveggja einstaklinga sem byggja hvor annan upp en brjóta ekki niður. Þrátt fyrir að ég gef þér þetta gamalkunna ráð „þjóhnappasöngsins“ er ég enn þeirrar skoðunar að líkamlegt ofbeldi eigi enginn að ástunda. OFSAFENGIN REIÐI OG MÖGULEG MEÐFERÐ Vegna þess að þú hefur ekki fengið færi á að láta langvinna, samansafnaða reiði í hennar garð brjótast fram, sennilega af ótta við hvers kyns afleiðingar - er nokkuö Ijóst að þú finnur fyrir síþreytu þess sem orðinn er þunglyndur. Þú verður að átta þig á því að það er mjög slæmt fyrir sálarheillina að takast ekki á við til- finningar sem eru augljóslega sársaukafullar og neikvæðar heldur bíta á jaxlinn og láta liggja milli hluta hvert stefnir. Þetta er afleiðing vonbrigðasúpu með makann og hefur áhrif á innra líf. Frh. á bls. 44 JÓNA RÚNA KVARAN MIÐILL SVARAR BRÉPIFRÁ LESANDA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.