Vikan


Vikan - 15.10.1992, Blaðsíða 48

Vikan - 15.10.1992, Blaðsíða 48
voru villtir. „Heyröu,“ segir annar. „Nú man ég aö maður á að skjóta þrisvar upp í loftið og þá berst hjálp!“ Hinn hafði víst farið á svona veiðar áöur, hristi höfuðiö álútur og svaraði með uppgjafarhreim: „Já, ég veit. Ég reyndi þaö áðan. En það gerðist ekkert og ekki get ég gert það aftur. Eg á bara tvær örvar eftir!" Sagan þessi er ágæt, þó ekki sé nema fyrir þær sakir aö það er létt yfir henni. Og sammerkin eru greinileg þeg- ar maður mætir á æfingu hjá íþróttafélagi fatlaðra. Þar fer gamansamt fólk og það er at- hyglisvert að fylgjast með þessum hópi sem þarna æfir þogfimina af mikilli innlifun og list. GULLIN EKKI FÖL Þrátt fyrir aö íþróttafélagið sé kennt við þá sem ekki njóta allrar gæfu okkar sem göng- um heil til skógar leggja fatl- aðir jafnt sem ófatlaðir örvar þarna á strengi, hliö við hliö. Jafnvel einhentir geta skotið á skífurnar í sérstökum búnaði sem íþróttafélagiö hefur ný- verið keypt - og borgað toll af honum. Mönnum þykir það raunar dálítið undarlegt, svo ekki sé fastar að orði kveðið, þegar stjórnvöld eru að plokka nokkrar krónur af svona félögum. Það eru hvorki digrir sjóöir né gullnir sem til þeirra renna. Ja, nema kannski verðlaunin! En fatlaðir íþróttamenn vilja ekki koma ólympíugullunum sínum í verð, af skiljanlegum ástæð- um. Nú veit þó enginn hvað verður eftir að gullforöi lands- manna úr námum íþróttaiðk- unar hefur aukist að því marki sem glæný fortíðin hefur leitt í Ijós. Framtíðin er björt, sérstak- lega í sundinu, að því er virð- ist. Enda eigum við nóg af vatninu en við eigum ekkert voðalega marga bogfimivelli utanhúss. Eiginlega bara eng- an. Það mátti heyra svolitla gremju út af þessu á bogfimi- æfingunni. Raddirnar sögðu að gífurleg efni leyndust í þessum bogmönnum. Um- sjónarmaður æfinganna, Þröstur Steinþórsson, stað- festi þær líka. í Ijós kom að til dæmis á Malmö Open mót- inu, sem fram fór í febrúar á þessu ári, hirtu íslenskar bogaskyttur fimm af fyrstu sjö verðlaunum. Leifur Karlsson sigraði, Óskar Konráðsson varð annar og Jón M. Árna- son þriðji. Fjórða sætið hreppti maður sem ekki var svo heppinn að vera íslend- ingur en það fimmta hlaut Ragnar Sigurðsson. Frum- kvöðull bogmanna á íslandi varö síðan í sjöunda sæti, Jón Eiríksson. Ekki voru það einungis bogaskyttur sem sóttu þessa leika. Frá íslandi fóru kepp- endur í mörgum greinum, alls fimmtíu og þrír einstaklingar að fararstjórum og þjálfurum meötöldum. Alls telja viðmæl- endur Vikunnar á þessari skemmtilegu æfingu að kepp- endur í Malmö hafi komiö frá einum ellefu eða tólf þjóðum. Meðal keppenda í vinsælli í- þróttagrein meðal fatlaðra, og þá getur æfingin byrjaö. Örvarnar taka aö þeytast þessa vegalengd, hver í kapp við aðra. Allir skjóta þremur örvum í hverri atrennu og eftir aö allir hafa skotið örvum sín- um eru örvarnar sóttar og skorið lagt saman. Þetta er endurtekið tíu sinnum þannig að í fyrri umferð þessarar æf- ingar skýtur hver skytta þrjátíu örvum. Árangurinn er misjafn en tilgangurinn sá sami. Það er gaman að þessu. Eftir þrjátíu örvar er hlé. Þá drekka þeir kaffi sem það vilja, hinir drekka eitthvað annaö eöa ekki neitt, spá og spekúlera í bogum, örvum og skífum. Blaðamaður Vikunnar fer í kaffi ásamt verðlauna- skyttunum þremur, Þresti og Jóni Eiríkssyni, frumkvöðli, á- samt mörgum fleirum. Þar kemur fram að í það hafi stefnt á tímabili að þetta yrði þessi líka glerfíni hjónaklúbb- ur. Þarna æfa nú fern hjón. Þar af leiðandi fer konum fjölgandi í hópnum en engu að síður vilja þessar fimm sem mæta veg sinn meiri, þær vilja fleiri. Sérstaklega lýsa þær eftir fötluðum kon- um. Raunar virðist skiptingin vera ákaflega jöfn milli fatl- aðra og ófatlaðra. Greinilegt er á öllu að fötlun skiptir hér engu. Hún breytir ekki því til dæmis að fötluðu skytturnar í hópnum eru flest- ar betri en þær ófötluðu. Það skiptir heldur engu. Aðal- aðtriðið er að koma, sjá og ...skjóta. Örvarnar þrjár mæta örlögunum tiu sinnum á nýjan leik eftir hléið. EKKI HVORT - HVENÆR Allir eru sammála um að bog- fimi sé mikil tæknigrein sem byggist að miklu leyti á styrk i baki og öxlum. Þessi styrkur nýtist fötluðum vitaskuld einnig á fleiri sviðum og segist Óskar, sem gengur við hækj- ur, hafa notið verulega góðs af þessum æfingum. Hann hefur æft íþróttina frá árinu 1979 eðajafnlengi og Þröstur. Áhaldiö góöa nýt- ur nokk- urrar at- hygli og hér fær einn viö- staddra aðstoó Sigurrósar við aö koma á sig leppn- um sem settur er á fingur þá sem nema viö streng- inn. T íbyggn- ir leggja þeir örvar á strengi, miöa lengi uns örvum slengi. boccia, var Sigurrós Ósk Karlsdóttir. Hún var einmitt stödd á þessari skotæfingu. Nýbyrjuð að slengja örvunum í skífurnar en strax orðin nokkuð leikin í meöferð vopnsins. Sigurrós er mikið fötluð á handleggjum og getur þar af leiðandi ekki haldið á boganum en hún nýtur góðs af áhaldinu sem minnst var á hér að ofan. ÖRLÖG ÖRVA Hyggjum að æfingunni. Hún fer þannig fram að þátttak- endurnir átján velja sér boga - margir sín eigin vopn - og örvar. Þeir stilla upp sérsmíð- uðum trönum undir nokkuð fyrirferðarmikla púða. Á þessa púða eru settar skífur, fjórar á hvern. Hefur hver skytta sína skífu. Þær stilla sér síðan upp átján metra frá skotmörkunum ▼ Sigur- rós spennt og Þröstur mundar bogann sinn af mikilli inn- lifun. 48 VIKAN 21.TBL. 1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.