Vikan


Vikan - 15.10.1992, Blaðsíða 40

Vikan - 15.10.1992, Blaðsíða 40
IfANAH Miy nvnnii iviiN Kæra Jóna Rúna! Þetta er fimmta bréfiö sem ég byrja á tii þín og öll hin hafa lent í ruslafötunni. Mér finnst bara aö ég veröi aö fá þitt álit á ákveðnum málum. Ég er á milli tvítugs og þrítugs og reyndar löngu oröinn pabbi þriggja barna. Ég hefþaö á margan hátt gott því mér gengur vel í vinnu og er reyndar yfirmaður í stjórnsýslu. Ég á mjög fallegt einbýlishús og allt inn í það iíka. Börnin mín eru heilbrigö og góðir krakk- ar, finnst mér. Konan mín er aftur á móti máliö sem ég vil ræöa um viö þig. Ég viröist engan veginn geta gert henni til hæfis, hvernig sem ég reyni. Hún gagnrýnir mig sífellt og lætur börnin hlusta á eins og þaö sé allt í lagi. Auövitaö fæ ég ýmsu ráðiö en þó aldrei nema hún sam- þykki fyrst, hvort sem er meö uppeldi barn- anna eöa kaup á dauðum hlutum eöa bara yf- irleitt hvernig viö skipuleggjum eöa eyðum tíma okkar saman. Hún er sjaldan ánægö, alveg sama þó aö ég reyni aö veita henni og börnunum allt. Hún vinnur litillega utan heimilis og notar launin sín eins og hún vill. Hún sinnir félagsmálum og þá ber ég ábyrgö á heimilinu. Ég þvæ oft- ast þvottinn og tek iíka mikiö til. Þegar ég kem heim eftir erfiöa vinnu bíða mín hin og þessi húsverk og ef ég mótmæli fer allt upp í loft. Hún missir oft stjórn á geði sínu og það sem er kannski ömurlegast af öllu er aö hún veður í mig meö kjafti og klóm, ef hún hefur minnstu tilfinningu þess aö hún sé að veröa undir þeg- ar við erum að þrasa. Ég hef tvisvar fengiö glóöarauga og einu sinni rifbeinsbrotnaöi ég þegar hún lét kústinn vaða í mig meö ofsaafli. Ég er sennilega að brotna saman og þess vegna skrifa ég þér. Ég finn aö eftir því sem lengra iíöur safnast upp í mér meiri reiöi í hennar garö, reiöi sem ég viröist ekki geta lát- iö brjótast út. Mér finnst stundum eins og hún þoli mig bara alls ekki. Ég held þrátt fyrir allt aö ég elski hana og langar innilega til aö þetta geti gengiö hjá okkur, ekki síst barnanna vegna ef hægt væri. Ég er sífellt þreyttur og stundum langar mig, þó skömm sé aö segja frá því, aö binda enda á líf mitt. Hvaö get ég gert? Getur veriö aö ég sé svo gjörsamlega misheppnaöur eins og hún vill meina? Á ég aö lemja hana á móti, þó ég hafi andúö á of- beldi? Vinsamlegast hand- skrifið bréf til Jónu Rúnu og látiö fylgja fullt nafn og kenni-tölu, ásamt dulnefni. Svörin byggjast á innsæi Jónu Rúnu og rithandarlestri og því míður er alls ekki hægt að fá þau i einkabréfi. Utnáskrift er: Jóna Rúna Kvaran, Kambsvegi 25, 104 Reykjavík Vitanlega er ég alls ekki gallalaus. Ég á til dæmis mjög erfitt meö að tjá tilfinningar í oröi. Ég er frekar þung týpa, alla vega ekkert sér- staklega uppglenntur þegar ég kem þreyttur heim. Getur veriö aö þetta ástand sé mitt karma? Ég hef áhyggjur út af tilfinningaþroska barnanna vegna þessa ástands. Helduröu ekki aö þetta skaöi framtíö þeirra? Ef ég skil við hana er eins og ég sé aö bregðast þeim. Elsku Jóna Rúna, viltu reyna að leiðbeina mér, ég veit aö þú skilur svona lagaö vegna þess aö ég heflesiö mikiö afþvi sem þú hefur skrifaö og vonast eftir aö ég fái náð fyrir þín- um augum og aö þú svarir mér. Með ofsalega góöum kveöjum og fyrirfram þakklæti, Jón Elskulegi Jón! Takk fyrir gott bréf og einlægt. Þaö er vissu- lega uppörvandi fyrir mig að vita að þú og aðrir lesið eitthvað af því sem ég skrifa og hafið mögulega gagn og gaman af. Eins og þér og öðrum lesendum ætti að vera orðið kunnugt kem ég ekki í staö sérfróðra þegar kemur að umfjöllun og leiðbeiningum sem einungis er hægt að fá frá fagfólki. Mér eru takmörk sett í umfjöllun minni og þá aðallega þau að ég bý ekki yfir neinni þeirri þekkingu sem teljast má fagleg. Ég styðst við hyggjuvit mitt, innsæi og langvinna reynsluþekkingu. Auövitað reyni ég bara á lengri tíma að svara öllum þeim fjölda sem hefur skrifað mér og vonast til að þið sýnið mér biðlund þó hægt gangi í þessum efnum. Ég ætla að í- huga aðstæður þínar og mögulega gefa þér einhverja þá leiðsögn sem duga mætti til um- hugsunar fyrir þig og aðra í svipaðri aðstöðu, til viðmiðunar við annað og ögn hefðbundnara en mín umfjöllun verður. YFIRGANGUR ALDREI HEPPILEGUR Vissulega verður að segjast eins og er aö hvers kyns yfirgangur í sambúð er fráleitur enda þótt slíkur hegðunarannmarki viðgangist í samskiptum furðu margra þegar kemur að hjónabandinu sem slíku. Þegar tveir einstakl- ingar ákveöa að eyða ævinni saman meö því að gifta sig og stofna heimili og eignast börn eru venjulegast á bak við slíka ákvörðun margþættar tilfinningar og langanir sem eru oftast i eðli sínu af hinu góöa og ættu því að vera báðum aðilum til góðs. Það er aö sjálfsögðu töluverður vandi að deila sjálfum sér í því návígi sem hjónabandiö er. Ekki síst er vandi aö deila jafnframt kjörum og kvöðum sem koma í kjölfar slíkrar ákvörð- unar og hljóta að varða báða sambúðaraðil- ana. Eins og glögglega kemur fram í frásögn þinni er í gangi í hjónabandi þínu umtalsvert ofríki eiginkonu þinnar sem virðist ganga það langt stundum að þér er gjörsamlega ofboðið á heilbrigðan og sanngjarnan máta. RANGHUGMYNDIR OG VALDNÍDSLA Sú valdníðsla sem kemur fram í því að hún hunsar þinn vilja í ýmsum málum og undir- strikar sinn aftur á móti með ótæpilegri gagn- rýni, ranghugmyndum, reiðilestrum og ofbeldi fellur náttúrlega undir ofríki sem auðveldlega má telja andlegt og líkamlegt ofbeldi. Hvort sem hún sættist á slíka niðurstöðu eða ekki varðandi hegðun hennar og atferli breytir það því ekki að þetta virðist atferlið sem hún á- stundar og brýtur þar með gróflega á þér sem manneskju. Sannleikur hvers máls þarf að fá allt aðra meöhöndlun en taugaveiklunarkennt atferli þess sem veður í maka sinn með kjafti og klóm. Þú getur ekki vanvirt sjálfur sjónarmið þín í samskiptum ykkar með því að láta eins og þessi grófa valdníðsla hennar sé réttiætan- leg og sanngjörn. Gagnkvæm virðing, heiðar- leiki og þýðar tilfinningar eru þeir þættir sam- búðarformsins sem ættu að vera sem mest ríkjandi í sambúðinni, hvað sem öllum frekju- gangi og hegðunarörðugleikum maka líður. STARFSFRAMI Þú segist vera sáttur við starf sitt og eiga þar mikla og jákvæða möguleika og það er virki- lega jákvætt fyrir þig. Séð frá mér er hætt við að þér gangi erfiðlega að njóta þín í vinnunni meö allar þær kvaðir á bakinu sem bíða þín þegar heim er komið jafnframt. Þú virðist aldrei vita hverju þú nákvæmlega átt von á þegar heim er komið og ekkert undarlegt þó þyrmi yfir þig og þú bæði finnir til uppgjafar og kvíða inn á milli, satt best að segja. Eins virð- ist alveg Ijóst að hún áttar sig sýnilega ekki á að mikið þrek þarf í störf sem falla undir á- byrgð þá sem stjórnsýsla, í hvaöa mynd sem er, alltaf er. Hver nærir þig til dæmis heima? Ef þú gætir ekki réttar þíns gerir enginn það fyrir þig, heima að minnsta kosti. Þegar komiö er heim eftir langan vinnudag, hvort sem um er að ræða karl eða konu, ættu heimilisstörf ekki einungis að bíða þess aðil- ans sem er úti á vinnumarkaðinum allan dag- inn eins og þú ert. Slíkt er ósanngjarnt nema 40 VIKAN 21.TBL. 1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.