Vikan


Vikan - 15.10.1992, Blaðsíða 29

Vikan - 15.10.1992, Blaðsíða 29
TEXTI: ANNA S. BJÖRNSDÓTTIR / UÓSM.: BINNI / VIÐTAL VIÐ RITU TAYLOR TEIKNIMI^IL: BANKAÐA MNAHLIÐIÐ Við sem lifum hér á jörðinni vitum ekki alltaf hvað framtíðin færir okkur. Til er fólk sem hefur fengið meira næmi og hæfileika til að sjá hluti fyrir og hefur helgað sig því að hjálpa öðrum f leit að jafn- vægi, hamingju og friði. Ein þeirra sem hafa gert þetta að ævistarfi sínu er Rita Taylor. Rita Taylor er ensk, búsett í London ásamt manni sínum og syni. Hún kom fyrst til íslands árið 1986. Sálar- rannsóknarfélag Keflavíkur fékk hana þá til að koma hingað og síðan hefur hún komið til íslands einum sex sinnum. Þegar viðtalið við Ritu er tekið er hún í sumarleyfi hér á íslandi hjá góðum vinum og ferðast um landið, tínir steina og nýtur náttúrunnar. Hún heimsótti Guðrúnu Einars- dóttur á Sellátrum í Tálknafirði en hún er mikil náttúrulista- kona. Að tala við Ritu er eins og að tala við vin sinn í gegn- um mörg ár eða kannski ætti ég að segja mörg líf vegna þess að hún er svo Ijúf og lýsir svo upp tilveruna með kímni sinni og fróðleik að blaðamaður Vikunnar vonar að hann sé fær um að skila sem mestu til lesenda. „Ég hef komið hingað og unnið við skyggnilýsingar, haldið námskeið og verið með einkaviðtöl og kem til íslands næst í október. Verð ég þá í ellefu daga á vegum Nýaldar- samtakanna. Einnig mun ég koma aftur í mars og fer þá austur á land, til Egilsstaða, Húsavíkur og Tálknafjarðar. Fyrir þrjátíu árum var mér sagt að ég myndi vinna sem teiknimiðill. Þrír miðlar sögðu mér þetta en ég trúði því ekki. Var ég þá starfandi í litlum hópi með miðli'. í mörg ár vann ég við heilun með manninum minum. í mann- inum býr kraftur sem nota má til að lækna og græða. Þessi kraftur er missterkur eftir ein- staklingum og þeir sem stunda þetta eru verkfæri Guðs og vinna á hans vegum. Jesús var mestur af öllum græðurum." Rita talar um þessa hluti af hógværð en þekkingu. Hún er menntuð í frægum sálar- rannsóknarskóla, Stanstid í Essex, og hefur próf í skyggnilýsingum, heilun og kennslu. Hún er prestur í kristilegu félagi spíritista, Christian Spiritualist Society, og má gifta fólk og skíra börn. Hún hefur réttindi til heilunar, erindahalds og sýninga og er með viðurkenningu sem miðill hjá ensku miðlamiðstöðinni (The Institute of Spiritualist Medium). Rita sagði að hún hefði aflað sér þessara réttinda vegna þess að hún tæki starf sitt mjög alvarlega. „Þessir hæfileikar aukast með árunum. Guð er góður og hlustar á bænir okkar. Draumar gefa vísbendingar, sýna vilja forsjónarinnar og benda á ef um sambandsleysi er að ræða. Ástvinir yfirgefa okkur aldrei og Guð mun alltaf láta erfiðleikum létta. Stund- um er allt erfitt en allir geta verið jákvæðir. Leitaðu á hverjum degi að einhverju jákvæðu í lífi þínu og þá verður allt betra. Við verðum að hafa tárin, tár geta verið græðandi, þau lifa af og ham- ingjan er líka að þjást.“ Rita býr sig undir að láta teikna í gegnum sig. Hún ein- beitir sér litla stund og teiknar síðan mynd af konu sem fylgir blaðamanni. Myndin sýnir fall- ega eldri konu með skær augu og uppsett hár. Rita segir blaðamanni síðan frá merkum dagsetningum í nán- ustu framtíð og einnig frá heilsufarslegu ástandi og ýmsu persónulegu. Við tölum um ástina og samskipti kynj- anna. Rita var spurð um hvað það væri sem henni þætti vænlegt i fari manns í upphafi kynna. Hún hugsaði sig um dálitla stund og sagði svo: „Ef hann getur látið þig hlæja.“ Þegar hér er komið sögu mætir Binni Ijósmyndari Vikunnar til leiks. „Geturðu bjargað sálu minni,“ segir hann kankvís og horfir ákveðið á Ritu. Þau fara út í garð og bjarga sál hvors annars, í eiginlegri og óeigin- legri merkingu. Hann myndaði hana meðal blómanna og það var mikið spjallað, mikið hleg- ið. Þegar inn var komið fékk hann einnig að njóta þessara sérstæðu hæfileika og gaf Rita sér góðan tíma fyrir hann. Svona stundir eru næstum ólýsanlegar en gera starf blaðamannsins og Ijós- myndarans óviðjafnanlegt. Ritu er mjög umhugað um þá sem hún hefur hjálpað. Einn vina hennar á íslandi er Jóhannes Hermannsson frá Tálknafirði. Hann hefur málað myndir þrátt fyrir alvarlegan lömunarsjúkdóm og haldið málverkasýningu á Tálkna- firði. Hann missti mátt úr hægri hendi og þjálfaði þá vinstri höndina til að geta haldið áfram að mála. „Við eigum að vera góðir vinir. Við verðum að finna hjá sjálfum okkur hvað gott er að gera en við eigum ekki að láta nota okkur sem hækjur í daglegu lífi. Við höfum okkar veikleika og verðum að vinna með þá og græða okkur sjálf. í lífi mínu hef ég ferðast mikið, unnið í Hollandi, Eng- landi og Wales, einnig í Ástraliu og Danmörku. Mest vinn ég núna sem teiknimiðill og við kennslu um andleg fræði. Ég hlakka til að koma til íslands í október og vinna hér. Þá verður bankað á himnahliðið og eins og alltaf áður mun upp lokið verða í einhverri mynd. Síðan höldum við áfram að spyrja því það er Iffsins gangur,“ segir Rita að lokum og við kveðjum, þökkum henni fyrir svörin og hlökkum til að hitta hana síðar. □ 21.TBL. 1992 VIKAN 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.