Vikan - 15.10.1992, Síða 73
trygging fyrir því að mynd
gangi vel. Það hefur orðið mis-
brestur á því. Ekkert er skot-
helt í kvikmyndaiðnaðinum.
Alien 3, sem er að mati undir-
ritaðs besta myndin í mynda-
röðinni, féll í Bandaríkjunum,
skilaði aðeins 55 milljónum
dala. Myndin kostaði í heildina
75 milljónir dala. Aðstand-
endur hennar og forráðamenn
▼ Svip-
mynd úr
nýjustu
mynd
Eddie
Murphy,
Boomer-
ang.
◄ Harrison
Ford í Pat-
riot
Games
sem gerði
það gott í
sumar í
Bandaríkj-
unum.
Twentieth Century Fox gera
sér þó vonir um að heims-
markaðurinn muni hjálpa upp
á sakirnar enda miklar líkur á
því vegna þess að myndin hef-
ur gengið vel á Bretlandseyj-
um og á meginlandi Evrópu.
Satt að segja hefur hún skot-
gengið hér á Bretlandseyjum.
Nafn Sigourney Weaver var
ekki nóg til að bjarga myndinni
í Bandaríkjunum, kannski
vegna þess að engin hátækni-
vopn eru notuð í myndinni eins
og í mynd James Camerons,
Aliens (1986). Lítið er þar líka
um geimófreskjur, aðeins eitt
lítið geimskrímslisgrey í þriðju
myndinni. Ófreskjan er þó
tæknilega vel sköpuð, vígaleg
og grimm, engin kisulóra þar á
ferð. Sigourney Weaver sýnir
▼ Milljóna-
andlit.
Tom Cru-
ise í Top
Gun.
þó góðan leik auk þess sem
leikstjórnin er góð en hún er i
höndum Davids Fincher sem
hafði aldrei áður leikstýrt mynd
i fullri lengd. Flann hefur ein-
göngu leikstýrt tónlistarmynd-
böndum með Madonnu og
fleiri poppgyðjum auk þess
sem hann hefur leikstýrt sjón-
varpsauglýsingum. Þess má
líka geta að hann var einn af
stofnendum Propaganda
Films, fyrirtækis Sigurjóns
Sighvatssonar, sem stofnað
var árið 1986.
Mynd Rons Howard, Far
and Away, kolféll í Bandaríkj-
unum. Þetta er gamaldags
ástar- og ævintýramynd sem
sver sig í ætt við gömlu stór-
myndirnar sem gerðar voru á
fimmta og sjötta áratugnum í
Flollywood. Stirnið unga, Tom
Cruise, fékk greiddar 12,5
milljónir Bandaríkjadala og
myndin sjálf kostaði hátt í 63
milljónir dala. Far and Away
skilaði aðeins 13 milljónum
dala fyrstu sýningarhelgina og
fjórum vikum síðar hafði hún
aðeins náð 39 milljónum
dala. Svo er nú það. Hins veg-
ar gildir það sama um Univer-
sal Pictures sem dreifði mynd-
inni (framleiddi hana ekki) og
Twentieth Century Fox að
menn reiða sig á heimsmark-
aðinn. Myndinni hefur vegnað
vel á Bretlandseyjum svo ef til
vill verður hægt að bjarga bók-
haldinu.
Það er svo sem ekki ný bóla
að Hollywoodstirni geti krafist
hárra launa vegna nafns síns
og velgengni í myndum. Til að
ganga úr skugga um það er
nóg að líta um öxl og athuga
fortíðina. Dreifingarfyrirtækið
United Artists - sem nú er
komið á höfuðið - var stofnað
af stjörnum þess tima árið
1919, Charlie Chaplin, Mary
Pickford, Douglas Fairbanks
og leikstjóranum D.W. Griffith.
Þessir leikarar framleiddu sín-
ar eigin kvikmyndir. Eftir seinni
heimsstyrjöldina hafa leikarar
líka framleitt myndir sjálfir eða
fengið hærri laun út á stjörnuí-
myndina. Kvikmyndarisar þess
tíma gerðu sér nefnilega grein
fyrir að stjörnurnar myndu gull-
tryggja að myndin yrði vel sótt
og væri það því hin mesta lyfti-
stöng. Leikarar hafa siðan þá
alltaf gert sér grein fyrir að þeir
eru potturinn og pannan í öllu
saman.
SPENNANDI
SMÁFRÉTTIR
Eddie Murphy (Boomerang)
hefur leikið í myndinni The
Distinguished Gentleman.
Leikur hann þar þingmann
sem er í framboði. Myndin er
undir stjórn breska leikstjórans
Jonathans Lynn (My Cousin
Vinny, Nuns on the Run oq
Clue).
Madonnu langar að gera
mynd um kvikmyndagyðjuna
Marlene Dietrich. Og hver á
að leika þýsk-amerísku gyðj-
una? Hvílík spurning.
Sinead O’Connor, söng-
konan góða, er líka að færa úr
kvíarnar. Við munum sjá til
hennar i endurgerðinni Fýkur
yfir hæðir - Wuthering
Heights - sem verður fljótlega
sýnd í Háskólabíói. Hana
langar að auki til að leika frels-
ishetjuna Jóhönnu af Örk í
mynd sem á að heita
Company of Angels, í hópi
engla. Á myndin að kosta í
kringum 30 milljónir Banda-
ríkjadala. Sean Connery, sá
gamli, skotheldi jaxl, á að leika
í myndinni líka.
Leikstjórinn nafntogaði Sir
Richard Attenborough, sem
nýlega hefur lokið við að leik-
stýra myndinni Charlie, hefur
ákveðið að leika í nýjustu
mynd Stevens Spielberg, Ju-
rassic Park. Sú fjallar um eitt
stykki risaeðlu frá forsöguleg-
um tíma sem ætlar að mála
bæinn rauðan í New York.
Hún sprettur fram í Central
Park. Þetta verður ófreskju-
mynd í anda mynda frá fimmta
og sjötta áratugnum. Meðal
annarra leikara eru glæsikon-
an unga Laura Dern
(Rambling Rose, Wild at Heart)
og Jeff Goldblum (The Fly).
Á þessu ári koma út þrjár
kvikmyndir um nafna minn,
Kristófer Kólumbus, Col-
umbus 1492: Conquest of
Paradise undir leikstjórn
Ridley Scott (Alien, Black
Rain, Legend) og með Sigo-
urney Weaver, Gerard
Depardieu og Armand
Assante. Mynd númer tvö
heitir á frummálinu Christoph-
er Columbus: The Discovery
og leikstjóri er John Glenn
(sem hefur gert flestar James
Bond myndirnar). Hún hefur á
að skipa Marlon Brando,
Rachel Ward,
Tom Selleck og
nýstirninu Geor-
ge Corraface.
Sú þriðja er grín-
myndaútgáfa
með Áfram-
genginu og heit-
ir einfaldlega
Carry on Col-
umbus. □
▲ Fáum
viö að sjá
þriðja
framhald-
ið af
Term-
inator?
FRÍAR HEIMSENDINGAR ALLAN
SÓLARHRINGINN 7 DAGA VIKUNNAR
PÓNTUNARSÍMI:
679333
PIZZAHÚSIÐ
Grensásvegi 10
- þjónar þer allan sólarhringinn