Vikan


Vikan - 24.01.1994, Side 47

Vikan - 24.01.1994, Side 47
kvæmlega hvað þú vilt og ferð eftir því. Víðsýni þín vex og þú átt auðvelt með að koma auga á góð tækifæri. Gerðu hug- myndirnar ekki að leyndarmálum því að heppilegra er að deila þeim með öðrum og fá viðbrögð frá þeim. Aflaðu þér þekking- ar og upplýsinga. Þannig víkkar sjóndeildarhringur þinn enn l'rekar og þú getur valið það og hafnað því sem þú vilt. Þér gæti hætt til að vilja vera út af fyrir þig á stundum en varasamt er að einangra sig um of. Ein sterkasta hvöt þín þetta árið er að efla sjálfsímynd þína og sýna hvað í þér býr. Um leið eykst þörf þín fyrir frelsi og sjálfstæði. í fljótu bragði virðast frelsi og sjálfstæði líkir eiginleikar cn í þínu tilfelli gætu þeir togast á. Þú vilt frelsi til að sinna vinum þínum en sjálfstæði til að vera út af fyrir þig. Reyndu að sam- ræma þetta tvennt og þá verða þér flestir vegir færir, sérstak- lega í lok ársins og langt fram á árið 1995. SÉRSTÖK SKILABOÐ: FÆDD(UR) 23. ÁGÚST TIL 2. SEPTEMBER: Tilhneiging til að segja of mikið í ársbyrjun gæti komið þér í koll, sérslaklega ef þú ert að lofa upp í ermina á þér. Það, sem gert cr, skiptir meira rnáli en það sem sagt er. Arið á eftir að þroska persónuleika þinn og hugmyndir. Þú kemst langt á þrautseigjunni. FÆDD(UR) 3. TIL 13. SEPTEMBER: Samskiptamálin gætu átt sínar streitustundir í sumar, sérstak- lega ef þér finnst þú ekki fá það sem þér ber. Stattu á þínu cn reyndu að komast hjá átökum. Haustið er góður tími til að endurskipuleggja og í árslok mun þér takast að koma sundur- leilustu hugmyndum í framkvæmd. FÆDD(UR) 14. TIL 22. SEPTEMBER: Persónulegur kraftur þrengir markmið þín, enda eru áhugamál þín að breytast. Þrautseigjan kemur þér langt ef þú ferð ekki út í öfgar. Þá er áríðandi að einblína ekki á eina leið, heldur taka marga möguleika með í reikninginn. Óvenjuleg iðja getur boð- ið upp á glæsilega mögulcika. VIKAN 45

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.