Vikan


Vikan - 24.01.1994, Side 64

Vikan - 24.01.1994, Side 64
áberandi og þær gætu orðið á fólki í öðrum merkjum. Maki þinn gæti þó tekið eftir því að þú ert smám saman að fjarlægj- ast fólk. f versta falli byggirðu einskonar múr umhverfis þig og einangrar þig því æ meir. Þetta verður þó ekki stöðugt heldur kemur það og fer cins og flóð og fjara og líklega ber mest á þessu í febrúar, snemma í mars, seint í júní og júlí. í rauninni er þetta hluti af þroskaferli þínum en gæti haft slærn áhrif á maka þinn. Ræðið því málin af og til. ÁSTAMÁL ÓBUNDINNA: Hugsjónaleg afstaða þín til ástarinnar gæti þarfnast endurskoð- unar þegar Satúrnus fer inn í merki þitt í ár og þú verður að horfast æ meira í augu við raunveruleikann. Á sumum sviðum þarf að beita málamiðlun á milli hugsjóna þinna og blákaldra staðreynda. Samband, sem þegar hefur verið stofnað til, gæti svo sem dafnað og skotið traustum rótum. En erfiðasti tími þess verður þó líklega í febrúar og mars þegar þú dregur þig svo mikið inn í eigin skel að sambandið gæti slitnað ef ekkert er að gert. Sértu hins vegar óbundin(n) má búast við að mörg smáævin- týri verði á vegi þínum. Ágúst og september verða t.d. í meira lagi rómantfskir og spennandi mánuðir. Þá áttu mjög auðvell með að laða fólk að þér og þú gætir hiklaust stofnað til lang- tímasambands. Óvissa þín og hik fyrri hluta ársins stafa aðal- lega af því að þér er ekki fulljóst hvert ferðinni er heitið. Þetta breytist síðsumars. í haustbyrjun eyksl sjálfstraust þitt og bjartsýni. Hvernig þú vinnur úr ástarævintýrum á árinu er þér í sjálfs- vald sett en besti tíminn til að hefja traust, langvarandi sam- band hefst þegar sumri fer að ljúka. TÆKIFÆRI OG FREISTINGAR: Jákvæðir og neikvæðir eiginleikar þínir koma vel í ljós árið 1994 vegna áhrifa frá Júpíter og Satúrnusi. Ef þér tekst að virkja jákvæðu eiginleikana og halda þeim neikvæðu í skefjum áttu stórkostlegt ár fyrir höndum. Umtalsverð útvíkkun hugar- farsins verður lil þess að þekking þín vex og hugsunin skerpist. 62 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.