Vikan


Vikan - 20.01.1995, Page 7

Vikan - 20.01.1995, Page 7
E g er bara millistykki,” segir Guðjón Sigmunds- Ison læknamiðill. Hann uppgötvaði hæfileika sína fyr- ir þremur árum og síðan þá hefur hann, með aðstoð fimm framliðinna lækna, hjálpað tugum manna sem hafa leitað ásjár í veikind- um, bæði andlegum og lík- amlegum. Guðjón, sem er tæplega fertugur, býr í gömlu fjölbýlis- húsi í miðborg Reykjavíkur. Hann er stór og holdugur maður, krúnurakaður og í síðri mussu. Svolítið sérstak- ur. Hann er einn heima en hann á konu og tvær litlar dætur. Hann býður til sætis í 1 lítilli, blámálaðri stofu og í henni úir og grúir af gömlum hlutum enda segist Guðjón vera með króníska söfnun- aráráttu. Það er tekið að rökkva. Daufa reykelsisang- an ber að vitunum og gömlu hlutirnir gefa stofunni hlýlegt yfirbragð. Guðjón kemur sér vel fyrir f allsérstökum stól í einu horninu en það er ein- mitt þarna sem hann tekur á móti fólki sem leitar til hans. Það er afslappandi að sitja í stofunni. Ef til vill er það vegna blámálaðra veggj- anna, gömlu hlutanna og angan reykelsisins. En marg- ir mundu eflaust segja að það væri góður andi í íbúð- HEFUR KOMID VÍÐA VIÐ Læknamiðillinn hefur ekki setið auðum höndum um TEXTI: SVAVA JONSDOTTIR UÓSM.: BRAGI ÞÓR JÓSEFSSON NMU^K>M»UMAÐUR LÆKNAMIÐILL

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.